Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 15. nóvember 2024 15:18 Ég undrast ekki viðbrögð þeirra sem lifa í bergmálshelli við síðustu grein minni um íslenska tungu. Menn reyna að gaslýsa þjóðina. Ekki eigi að banna nein orð! En til hvers að breyta góðum og gildum orðum í tungumálinu? Orð sem allir vita hvað þýða og 99% manna getur samsamað sig við. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota orðið stórforeldri í reglugerðum né lögum. Heldur ekki í almennu tali. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota foreldri foreldris í stað dásamlegu orðanna amma og afi. Þeir sem vilja hins vegar nota svona orð geta gert það á heimavelli. Á ekki að þvinga þeim á íslenska þjóð, hvorki í gengum texta frá þinginu né í almennu tali. Kvennaorð eiga undir högg að sækja Það er þekkt um hinn vestræna heim að orð sem varðar konur eiga undir högg að sækja. Víða má sjá orð eins „fæðandi foreldri“ í þeirri meiningu að kona sé í fæðingu. Persóna með barn á brjósti í þeirri merkingu að „kona með barn á brjósti.“ Einstaklingur sem gengur með barn í merkingunni „barnshafandi kona.“ Einstaklingur með leg eða leghafi í merkingu orðsins kona. Í stað þess að kyngreina konur er orðið þessi notað í staðinn. Allt rennur þetta í sömu átt, útrýma kvennaorðunum. Vilt þú það kona góð? Þingmenn eiga að passa upp á þetta Á hinu háa Alþingi á að vera sérstök virðing gagnvart kvennaorðunum. Þar á bæ eiga menn að leggja sig í líma við að varðveita orð sem tilheyra konum. Það á ekki að leyfa neinum að skemma þau eins og dæmin sýna. Þetta er ekki þróun í tungumálinu heldur handstýrð eyðilegging. Konur á þingi eiga passa upp á þessu orð, ég vænti þess af þeim. Ef þær hunskast ekki til þess biðla ég til karlanna, sem voru fæddir af konu og lágu við brjóst móður sinnar. Þeir eiga mömmu sem fædd var af konu sem er móðuramma. Ef ekki er passað upp á orðin sem tilheyra konum þá hverfa þau hvert á fætur öðrum inn í texta á Alþingi og að lokum hverfa þau. Konan sem kyn er nú orðin eign allra (karlsins). Félagsleg uppbygging - í íslenskum lögum - en ekki líffræðileg eining með sitt eigið gildi og eigin tilverugrundvöll. Mér þykir brýnt að þingheimur taki til í þeim lögum þar sem kvennaorðum var sýnd vanvirðing. Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari og er í 2. sæti á framboðslista Lýðræðisflokksins í Norðaustur kjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Íslensk tunga Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ég undrast ekki viðbrögð þeirra sem lifa í bergmálshelli við síðustu grein minni um íslenska tungu. Menn reyna að gaslýsa þjóðina. Ekki eigi að banna nein orð! En til hvers að breyta góðum og gildum orðum í tungumálinu? Orð sem allir vita hvað þýða og 99% manna getur samsamað sig við. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota orðið stórforeldri í reglugerðum né lögum. Heldur ekki í almennu tali. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota foreldri foreldris í stað dásamlegu orðanna amma og afi. Þeir sem vilja hins vegar nota svona orð geta gert það á heimavelli. Á ekki að þvinga þeim á íslenska þjóð, hvorki í gengum texta frá þinginu né í almennu tali. Kvennaorð eiga undir högg að sækja Það er þekkt um hinn vestræna heim að orð sem varðar konur eiga undir högg að sækja. Víða má sjá orð eins „fæðandi foreldri“ í þeirri meiningu að kona sé í fæðingu. Persóna með barn á brjósti í þeirri merkingu að „kona með barn á brjósti.“ Einstaklingur sem gengur með barn í merkingunni „barnshafandi kona.“ Einstaklingur með leg eða leghafi í merkingu orðsins kona. Í stað þess að kyngreina konur er orðið þessi notað í staðinn. Allt rennur þetta í sömu átt, útrýma kvennaorðunum. Vilt þú það kona góð? Þingmenn eiga að passa upp á þetta Á hinu háa Alþingi á að vera sérstök virðing gagnvart kvennaorðunum. Þar á bæ eiga menn að leggja sig í líma við að varðveita orð sem tilheyra konum. Það á ekki að leyfa neinum að skemma þau eins og dæmin sýna. Þetta er ekki þróun í tungumálinu heldur handstýrð eyðilegging. Konur á þingi eiga passa upp á þessu orð, ég vænti þess af þeim. Ef þær hunskast ekki til þess biðla ég til karlanna, sem voru fæddir af konu og lágu við brjóst móður sinnar. Þeir eiga mömmu sem fædd var af konu sem er móðuramma. Ef ekki er passað upp á orðin sem tilheyra konum þá hverfa þau hvert á fætur öðrum inn í texta á Alþingi og að lokum hverfa þau. Konan sem kyn er nú orðin eign allra (karlsins). Félagsleg uppbygging - í íslenskum lögum - en ekki líffræðileg eining með sitt eigið gildi og eigin tilverugrundvöll. Mér þykir brýnt að þingheimur taki til í þeim lögum þar sem kvennaorðum var sýnd vanvirðing. Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari og er í 2. sæti á framboðslista Lýðræðisflokksins í Norðaustur kjördæmis.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar