Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2024 07:00 Daníel Örn er sakborningur í málinu sem nú er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Vinur læknisins sem hann stakk gæti endað sem slíkur í öðru máli. Vísir/Vilhelm Vinur læknis, sem stunginn var í Lundi í Kópavogi í sumar, er með réttarstöðu sakbornings vegna áfloga milli hans og árásarmannsins. Eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang stökk vinurinn upp á rafhlaupahjól árásarmannsins og elti hann uppi. Ítarlega hefur verið fjallað um aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Daníel Erni Unnarssyni á föstudag. Daníel Örn er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játar verknaðinn en hafnar heimfærslu ákæruvaldsins til refsiákvæða. Það er að segja, hann játar að hafa stungið lækninn en segist ekki hafa ætlað að ráða honum bana. Gera þurfti hlé Í aðalmeðferðinni kom í ljós að málið er ekki það eina sem snýr að atvikum kvöldsins örlagaríka í sumar þegar árásin var framin. Uppi varð fótur og fit þegar dómara var tjáð að eitt vitnanna, vinur læknisins, væri með stöðu sakbornings í máli sem er enn í rannsókn hjá lögreglu. Gera þurfti örstutt hlé á meðan dómarinn, verjandi Daníels Arnar og saksóknari í málinu réðu ráðum sínum. Niðurstaðan var sú að vinurinn þyrfti ekki að tjá sig um atriði málsins sem sneru að sama atviki og hann sætir réttarstöðu sakbornings vegna. Vandinn var helst sá að maðurinn hafði þegar svarað spurningum sækjanda og verjanda nokkuð ítarlega. „Pass“ Ein grundvallarreglna íslensks sakamálaréttarfars er að grunaður maður þarf ekki að svara spurningum frekar en hann vill. Þegar dómari sagði manninum það sagðist hann heldur hefði viljað fá að vita það áður en hann svaraði spurningum. Þorgils Þorgilsson, verjandi Daníels Arnar, óskaði eftir því að strikað yrði yfir svör mannsins og spurði hann spurningar sinnar aftur. „Pass,“ sagði maðurinn einfaldlega. Sagði vininn hafa tekið hann hálstaki Daníel Örn sagði að eftir að hafa hlaupið af vettvangi með vininn á eftir sér hafi þeir endað í sjávarmálinu við Sæbólsbraut við Fossvog. Vinurinn hafi þá ráðist á hann, tekið hann hálstaki og sagt að hann ætti að drepa hann. Vinurinn hafi svo haft hann undir og náð honum í hálstak. Hann hafi reynt að krafsa í vininn með hnífnum en hent honum frá sér þegar lögreglu bar að garði. Ákvað að „mæta“ honum þrátt fyrir hnífinn Vinurinn bar fyrir dómi, áður en hann vissi að hann þyrfti ekki að tjá sig, að hann hefði ákveðið að fara á eftir Daníel Erni eftir að hann réðst á lækninn. Hann hefði hugsað að vinur sinn „væri farinn“. Hann hafi stokkið upp á rafhlaupahjól Daníels Arnar og brunað á eftir honum. Þegar hann hafi verið kominn ofan í Fossvoginn hafi hann séð glitta í fætur hans neðan við Nesti. Daníel Örn hafi mætt honum með hníf í hönd og hann hafi þurft að ákveða sig hvort hann ætti að flýja á rafhlaupahjólinu eða „mæta“ honum. Hann hafi ákveðið að mæta honum og Daníel Örn þá stungið hann. Hann hafi náð að henda honum í grasið, komast undir hann og ná honum í hengingartak. Hann hafi öskrað á Daníel Örn að sleppa hnífnum, sem hann hafi gert á endanum. Hann hafi af og til losað takið þegar hann taldi Daníel Örn hvar verið orðinn rólegri, en hann hafi þá alltaf bitið hann í höndina. Hann hafi því haldið takinu þangað til að lögregla mætti á vettvang. Þeir hafi báðir verið færðir í járn, hann svo í sjúkrabíl í framhaldinu og á bráðamóttöku. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 26. júlí 2024 13:38 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ítarlega hefur verið fjallað um aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Daníel Erni Unnarssyni á föstudag. Daníel Örn er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játar verknaðinn en hafnar heimfærslu ákæruvaldsins til refsiákvæða. Það er að segja, hann játar að hafa stungið lækninn en segist ekki hafa ætlað að ráða honum bana. Gera þurfti hlé Í aðalmeðferðinni kom í ljós að málið er ekki það eina sem snýr að atvikum kvöldsins örlagaríka í sumar þegar árásin var framin. Uppi varð fótur og fit þegar dómara var tjáð að eitt vitnanna, vinur læknisins, væri með stöðu sakbornings í máli sem er enn í rannsókn hjá lögreglu. Gera þurfti örstutt hlé á meðan dómarinn, verjandi Daníels Arnar og saksóknari í málinu réðu ráðum sínum. Niðurstaðan var sú að vinurinn þyrfti ekki að tjá sig um atriði málsins sem sneru að sama atviki og hann sætir réttarstöðu sakbornings vegna. Vandinn var helst sá að maðurinn hafði þegar svarað spurningum sækjanda og verjanda nokkuð ítarlega. „Pass“ Ein grundvallarreglna íslensks sakamálaréttarfars er að grunaður maður þarf ekki að svara spurningum frekar en hann vill. Þegar dómari sagði manninum það sagðist hann heldur hefði viljað fá að vita það áður en hann svaraði spurningum. Þorgils Þorgilsson, verjandi Daníels Arnar, óskaði eftir því að strikað yrði yfir svör mannsins og spurði hann spurningar sinnar aftur. „Pass,“ sagði maðurinn einfaldlega. Sagði vininn hafa tekið hann hálstaki Daníel Örn sagði að eftir að hafa hlaupið af vettvangi með vininn á eftir sér hafi þeir endað í sjávarmálinu við Sæbólsbraut við Fossvog. Vinurinn hafi þá ráðist á hann, tekið hann hálstaki og sagt að hann ætti að drepa hann. Vinurinn hafi svo haft hann undir og náð honum í hálstak. Hann hafi reynt að krafsa í vininn með hnífnum en hent honum frá sér þegar lögreglu bar að garði. Ákvað að „mæta“ honum þrátt fyrir hnífinn Vinurinn bar fyrir dómi, áður en hann vissi að hann þyrfti ekki að tjá sig, að hann hefði ákveðið að fara á eftir Daníel Erni eftir að hann réðst á lækninn. Hann hefði hugsað að vinur sinn „væri farinn“. Hann hafi stokkið upp á rafhlaupahjól Daníels Arnar og brunað á eftir honum. Þegar hann hafi verið kominn ofan í Fossvoginn hafi hann séð glitta í fætur hans neðan við Nesti. Daníel Örn hafi mætt honum með hníf í hönd og hann hafi þurft að ákveða sig hvort hann ætti að flýja á rafhlaupahjólinu eða „mæta“ honum. Hann hafi ákveðið að mæta honum og Daníel Örn þá stungið hann. Hann hafi náð að henda honum í grasið, komast undir hann og ná honum í hengingartak. Hann hafi öskrað á Daníel Örn að sleppa hnífnum, sem hann hafi gert á endanum. Hann hafi af og til losað takið þegar hann taldi Daníel Örn hvar verið orðinn rólegri, en hann hafi þá alltaf bitið hann í höndina. Hann hafi því haldið takinu þangað til að lögregla mætti á vettvang. Þeir hafi báðir verið færðir í járn, hann svo í sjúkrabíl í framhaldinu og á bráðamóttöku.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 26. júlí 2024 13:38 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33
Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 26. júlí 2024 13:38
Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56
Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05