Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar 15. nóvember 2024 17:18 Fyrr í dag birti Hjörtur J. grein hér á Vísi undir fyrirsögninni „Verðbólga í boði Viðreisnar“. Hjörtur hefur ýmislegt frá sér sent, sem illa stenzt það, sem satt er og rétt, og heggur hann hér í sama knérunn. Illþyrmilega. Í raun er með ólíkindum, hvað drengurinn leyfir sér að bera á borð fyrir ágæta lesendur Vísis og nú kjósendur. Hvar er virðingin við lesendur, svo að ekki sé talað um sjálfsvirðinguna? Hvernig í ósköpunum á Viðreisn með 1 mann í borgarstjórn, af 23, og 5 á þingi, í stjórnaraðstöðu - ekki í ríkisstjórn, án ráðherra - að bera ábyrgð á verðbólgunni á Íslandi!? Ég verð bara að segja, Hjörtur J., þú mátt skammast þín fyrir svona ómerkilegan málflutning, því þú veizt auðitað miklu betur en svo. Sök Viðreisnar á, annars vegar, að vera sú, að borgarstjórn Reykjavíkur hafi úthlutað of fáum lóðum síðustu árin, og, að það hafi leitt til lóðarskorts, sem aftur hafi leitt til verðbólgu. Um lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar má eflaust deila, hvort hér hafi verið staðið vel að verki, eða ekki, en í borgarstjórn eru 23 fulltrúar, þar af á Viðreisn 1. Skyldi einhverjum öðrum en Hirti J. detta í huga, og reyna að fullyrða, að þessi eini fulltrúi Viðreisnar, af 23, skuli ráða þar öllu um lóðaframboð!?? Önnur eins firra. Annað mál er það, að það er margt annað, sem hefur tafið fyrir byggingu húsnæðis í Reykjavík og annars staðar, en lóðaframboð. Margir hafa fengið lóðir, hefðu getað byggt, en treystu sér ekki í það vegna okurvaxta Seðlabanka og ríkisstjórnar. Dæmi eru um, að lóðir, sem búið var að úthluta hafi staðið í ónýttar árum saman, vegna vangetu byggingarverktaka til framkvæmda. Hins vegar fullyrðir Hjörtur J., að verðbólgan hér sé innflutt frá Evrópu, frá Evrópusambandinu, og, að Viðreisn beri ábyrgð á því!!?? Þessi drengur hlýtur að hafa gengið illilega á ljósastaur, eða runnið til í bleytu, og lamið hausnum utan í gangstéttarkant, og snarruglast. Sennilega átti óhappið sér stað fyrir nokkru, en í stað bata, hefur drengnum því miður bara hrakað. Eiginlega sorglegt. Verðbólga í Evru-löndunum 26 var í september 1,7%, á Íslandi er hún 5,1%. Hvernig geta Íslendingar þá verið að flytja inn verðbólgu frá Evrópu? Verðbólgan var hærri í Evrópu fyrir 1-2 árum. Það gerðist í framhaldi af árás Pútíns á Úkraínu - skyldi Viðreisn hafa stjórnað henni - og þau viðbrögð vestrænna ríkja, að hætta þá sem mest viðskiptum við Rússland með olíu og gas. Það bar brátt að og leiddi tímabundið til verulegra hækkana á olíu, bensíni og gasi, sem aftur kynnti upp verbólguna, meðan Evrópa var að finna sér aðra orkubirgja, en það er nú löngu afstaðið. Verðbólga í Evru-löndum í september, sem sagt, 1,7% og 2,1% í öllu ESB. Hjörtur J. er einn þeirra, sem veit ýmislegt vel, en hagræðir því sínum málflutningi til stuðnings, bútar í sundur, endurraðar, umbreytir og rangfærir, í trausti þess, að lesendur viti lítið um málið og trúi honum. Fyrir mér ljótur leikur, en ég hygg, að margur lesandinn sé betur að sér, en Hjörtur heldur, sjái í gegnum þennan ljóta leik og átti sig á, hvað satt er og rétt. „Fake News“, „Fake Stories“, eru, hvað sem því líður, stórfellt og hættulegt vandamál okkar tíma. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrr í dag birti Hjörtur J. grein hér á Vísi undir fyrirsögninni „Verðbólga í boði Viðreisnar“. Hjörtur hefur ýmislegt frá sér sent, sem illa stenzt það, sem satt er og rétt, og heggur hann hér í sama knérunn. Illþyrmilega. Í raun er með ólíkindum, hvað drengurinn leyfir sér að bera á borð fyrir ágæta lesendur Vísis og nú kjósendur. Hvar er virðingin við lesendur, svo að ekki sé talað um sjálfsvirðinguna? Hvernig í ósköpunum á Viðreisn með 1 mann í borgarstjórn, af 23, og 5 á þingi, í stjórnaraðstöðu - ekki í ríkisstjórn, án ráðherra - að bera ábyrgð á verðbólgunni á Íslandi!? Ég verð bara að segja, Hjörtur J., þú mátt skammast þín fyrir svona ómerkilegan málflutning, því þú veizt auðitað miklu betur en svo. Sök Viðreisnar á, annars vegar, að vera sú, að borgarstjórn Reykjavíkur hafi úthlutað of fáum lóðum síðustu árin, og, að það hafi leitt til lóðarskorts, sem aftur hafi leitt til verðbólgu. Um lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar má eflaust deila, hvort hér hafi verið staðið vel að verki, eða ekki, en í borgarstjórn eru 23 fulltrúar, þar af á Viðreisn 1. Skyldi einhverjum öðrum en Hirti J. detta í huga, og reyna að fullyrða, að þessi eini fulltrúi Viðreisnar, af 23, skuli ráða þar öllu um lóðaframboð!?? Önnur eins firra. Annað mál er það, að það er margt annað, sem hefur tafið fyrir byggingu húsnæðis í Reykjavík og annars staðar, en lóðaframboð. Margir hafa fengið lóðir, hefðu getað byggt, en treystu sér ekki í það vegna okurvaxta Seðlabanka og ríkisstjórnar. Dæmi eru um, að lóðir, sem búið var að úthluta hafi staðið í ónýttar árum saman, vegna vangetu byggingarverktaka til framkvæmda. Hins vegar fullyrðir Hjörtur J., að verðbólgan hér sé innflutt frá Evrópu, frá Evrópusambandinu, og, að Viðreisn beri ábyrgð á því!!?? Þessi drengur hlýtur að hafa gengið illilega á ljósastaur, eða runnið til í bleytu, og lamið hausnum utan í gangstéttarkant, og snarruglast. Sennilega átti óhappið sér stað fyrir nokkru, en í stað bata, hefur drengnum því miður bara hrakað. Eiginlega sorglegt. Verðbólga í Evru-löndunum 26 var í september 1,7%, á Íslandi er hún 5,1%. Hvernig geta Íslendingar þá verið að flytja inn verðbólgu frá Evrópu? Verðbólgan var hærri í Evrópu fyrir 1-2 árum. Það gerðist í framhaldi af árás Pútíns á Úkraínu - skyldi Viðreisn hafa stjórnað henni - og þau viðbrögð vestrænna ríkja, að hætta þá sem mest viðskiptum við Rússland með olíu og gas. Það bar brátt að og leiddi tímabundið til verulegra hækkana á olíu, bensíni og gasi, sem aftur kynnti upp verbólguna, meðan Evrópa var að finna sér aðra orkubirgja, en það er nú löngu afstaðið. Verðbólga í Evru-löndum í september, sem sagt, 1,7% og 2,1% í öllu ESB. Hjörtur J. er einn þeirra, sem veit ýmislegt vel, en hagræðir því sínum málflutningi til stuðnings, bútar í sundur, endurraðar, umbreytir og rangfærir, í trausti þess, að lesendur viti lítið um málið og trúi honum. Fyrir mér ljótur leikur, en ég hygg, að margur lesandinn sé betur að sér, en Hjörtur heldur, sjái í gegnum þennan ljóta leik og átti sig á, hvað satt er og rétt. „Fake News“, „Fake Stories“, eru, hvað sem því líður, stórfellt og hættulegt vandamál okkar tíma. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun