Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2024 12:04 Séra Óskar Hafsteinn, nýr prófastur í Suðurprófastsdæmi, sem er hér staddur í fjósinu í Gunnbjarnarholti þar sem hann var með fjölmenna kúamessu eitt skiptið, en hann er duglegur að halda fjölbreytt messuform. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til í Hrunakirkju í dag skammt frá Flúðum en þá fer fram innsetningarmessa þar, sem séra Óskar Hafsteinn Óskarsson verður settur inn í embætti prófast í Suðurprófastsdæmi af biskupi Íslands. Biskup segist hlakka mikið til fyrir innsetningunni enda ekki sett prófast í embætti áður. Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands hefur verið á ferð um landið með skrifstofuna sína en hún var nýlega á Austurlandi og síðustu daga hefur hún verið á Suðurlandi þar sem hún hefur hitt sóknarbörn og fundað með sóknarnefndum. Í dag er stór dagur hjá Guðrúnu því þá setur hún séra Óskar Hafstein Óskarsson prest í Hruna inn í embætti prófasts í Suðurprófastsdæmi í sérstakri innsetningarmessu klukkan 14:00. „Ég hef ekki sett prófast í embætti áður þannig að ég er mjög spennt, búin að fara yfir þetta allt saman og æfa mig með honum og hlakka mikið til,” segir Guðrún. Að vera prófastur, hvað þýðir það á mannamáli? „Það þýðir það að hann heldur öllu saman í þessum prófastsdæmi, er leiðtogi prestanna og sóknanna, þetta er svona millistjórnenda hlutverk í kirkjunni.” Súpufundurinn með biskupi Íslands fór fram í Héraðsskólanum á Laugarvatni í gær þar sem biskup fór yfir málefni kirkjunnar og svaraði spurningum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Séra Óskar Hafsteinn er mjög spenntur fyrir innsetningunni og að taka við þessu nýja hlutverki af séra Halldóru J. Þorvarðardóttur. „Ég hlakka bara mikið til að vinna með kirkjufólki og prestum í héraðinu og að halda áfram að byggja upp kirkjuna okkar á Suðurlandi. Það er mjög öflugt starfi í þessu prófastsdæmi, einvala lið kirkjufólks og við ætlum bara að halda áfram í sókn,” segir Óskar. Auk þess að vera prestur og prófastur eftir daginn í dag er Óskar Hafsteinn sauðfjárbóndi en hann getur ekki hugsað sér að hætta því starfi. „Alls ekki, það er bara lykilatriði að vera áfram sauðfjárbóndi”, sagði Óskar hlæjandi. Eftir innsetningarmessuna verður öllum viðstöddum boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu á Flúðum. Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Sauðfé Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands hefur verið á ferð um landið með skrifstofuna sína en hún var nýlega á Austurlandi og síðustu daga hefur hún verið á Suðurlandi þar sem hún hefur hitt sóknarbörn og fundað með sóknarnefndum. Í dag er stór dagur hjá Guðrúnu því þá setur hún séra Óskar Hafstein Óskarsson prest í Hruna inn í embætti prófasts í Suðurprófastsdæmi í sérstakri innsetningarmessu klukkan 14:00. „Ég hef ekki sett prófast í embætti áður þannig að ég er mjög spennt, búin að fara yfir þetta allt saman og æfa mig með honum og hlakka mikið til,” segir Guðrún. Að vera prófastur, hvað þýðir það á mannamáli? „Það þýðir það að hann heldur öllu saman í þessum prófastsdæmi, er leiðtogi prestanna og sóknanna, þetta er svona millistjórnenda hlutverk í kirkjunni.” Súpufundurinn með biskupi Íslands fór fram í Héraðsskólanum á Laugarvatni í gær þar sem biskup fór yfir málefni kirkjunnar og svaraði spurningum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Séra Óskar Hafsteinn er mjög spenntur fyrir innsetningunni og að taka við þessu nýja hlutverki af séra Halldóru J. Þorvarðardóttur. „Ég hlakka bara mikið til að vinna með kirkjufólki og prestum í héraðinu og að halda áfram að byggja upp kirkjuna okkar á Suðurlandi. Það er mjög öflugt starfi í þessu prófastsdæmi, einvala lið kirkjufólks og við ætlum bara að halda áfram í sókn,” segir Óskar. Auk þess að vera prestur og prófastur eftir daginn í dag er Óskar Hafsteinn sauðfjárbóndi en hann getur ekki hugsað sér að hætta því starfi. „Alls ekki, það er bara lykilatriði að vera áfram sauðfjárbóndi”, sagði Óskar hlæjandi. Eftir innsetningarmessuna verður öllum viðstöddum boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu á Flúðum.
Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Sauðfé Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira