„Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2024 20:07 Brynjar Karl Sigurðsson er þjálfari Aþenu. Vísir/Hulda margrét Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. Brynjar Karl hefur vakið athygli í gegnum tíðina fyrir framgöngu sína í körfuboltanum en hann stýrði Aþenu upp í efstu deild kvenna í fyrsta sinn á síðustu leiktíð. Eftir tap Aþenu gegn Stjörnunni í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið sem er nýbúið sagði Brynjar Karl að hann væri á leiðinni í frí og að leikmenn myndu fara í gegnum glósubókina hans. Í viðtalinu fór hann einnig hörðum orðum um félagið Stjörnuna og sagði skítapakk vinna fyrir félagið. Viðtalið fyrir leikinn sem nú er í gangi var ansi áhugavert en þar var það Siggeir Ævarsson blaðamaður Vísis sem spurði spurninganna. Brynjar Karl byrjaði að svara því að hann væri fínn eftir fríið og bætti síðan við að hann hefði ekki mætt á æfingar hjá Aþenu í þrjár vikur. „Ég hef ekki mætt á æfingu í þrjár vikur. Það er bara staðreynd og ég tók alla þjálfara út. Stelpurnar eru búnar að vera að fara í gegnum glósubókina, gera þetta vel og teikna einhverjar fallegar myndir við hliðina á allri heimspekinni.“ Þá sagðist hann heldur ekki hafa tekið þátt í leikgreiningu fyrir leikinn gegn Val heldur hefði verið einblínt á fundi og heimspeki. „Nei, engum. Við erum bara að lesa heimspeki, sálfræði og hópmeðferð og alls konar svona. Ég mætti þegar æfingarnar voru búnar og það voru langir fundir eins og ég er frægur fyrir.“ „Fyndið hvað er alltaf verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu“ Því næst ræddi Brynjar um þjálfunarfræði og sagði leikplanið fyrir leikinn gegn Val hafa verið á mjög heimspekilegum nótum. Þegar blaðamaður spurði Brynjar hvernig myndi ganga að láta þetta leikplan raungerast sprakk Brynjar úr hlátri. „Sambandið er mjög gott í kvöld, reiðhjólið og allt það.“ „Þegar ég var hérna síðast í úrvalsdeild þá voru ekki svona fréttamenn með lúður í andlitinu á þér. Mér finnst alltaf svolítið fyndið hvað er verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu,“ sagði Brynjar Karl. Ég er bara að reyna að spyrja um leikinn í kvöld. „Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast og ég bara veit það aldrei. Ef ég væri að fara að spila sjálfur þá gæti ég sagt þér það. Kannski er það bara merki um hvað ég er óreyndur, kannski eru þjálfarar sem eru bara það beintengdur inn í liðið sitt og geta bara lofað þessu. Ég veit ekkert hvað ég er að fara að fá hérna.“ Allt viðtalið við Brynjar Karl má sjá í spilaranum hér ofar. Leikur Aþenu og Vals er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bónus-deild kvenna Aþena Valur Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Brynjar Karl hefur vakið athygli í gegnum tíðina fyrir framgöngu sína í körfuboltanum en hann stýrði Aþenu upp í efstu deild kvenna í fyrsta sinn á síðustu leiktíð. Eftir tap Aþenu gegn Stjörnunni í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið sem er nýbúið sagði Brynjar Karl að hann væri á leiðinni í frí og að leikmenn myndu fara í gegnum glósubókina hans. Í viðtalinu fór hann einnig hörðum orðum um félagið Stjörnuna og sagði skítapakk vinna fyrir félagið. Viðtalið fyrir leikinn sem nú er í gangi var ansi áhugavert en þar var það Siggeir Ævarsson blaðamaður Vísis sem spurði spurninganna. Brynjar Karl byrjaði að svara því að hann væri fínn eftir fríið og bætti síðan við að hann hefði ekki mætt á æfingar hjá Aþenu í þrjár vikur. „Ég hef ekki mætt á æfingu í þrjár vikur. Það er bara staðreynd og ég tók alla þjálfara út. Stelpurnar eru búnar að vera að fara í gegnum glósubókina, gera þetta vel og teikna einhverjar fallegar myndir við hliðina á allri heimspekinni.“ Þá sagðist hann heldur ekki hafa tekið þátt í leikgreiningu fyrir leikinn gegn Val heldur hefði verið einblínt á fundi og heimspeki. „Nei, engum. Við erum bara að lesa heimspeki, sálfræði og hópmeðferð og alls konar svona. Ég mætti þegar æfingarnar voru búnar og það voru langir fundir eins og ég er frægur fyrir.“ „Fyndið hvað er alltaf verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu“ Því næst ræddi Brynjar um þjálfunarfræði og sagði leikplanið fyrir leikinn gegn Val hafa verið á mjög heimspekilegum nótum. Þegar blaðamaður spurði Brynjar hvernig myndi ganga að láta þetta leikplan raungerast sprakk Brynjar úr hlátri. „Sambandið er mjög gott í kvöld, reiðhjólið og allt það.“ „Þegar ég var hérna síðast í úrvalsdeild þá voru ekki svona fréttamenn með lúður í andlitinu á þér. Mér finnst alltaf svolítið fyndið hvað er verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu,“ sagði Brynjar Karl. Ég er bara að reyna að spyrja um leikinn í kvöld. „Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast og ég bara veit það aldrei. Ef ég væri að fara að spila sjálfur þá gæti ég sagt þér það. Kannski er það bara merki um hvað ég er óreyndur, kannski eru þjálfarar sem eru bara það beintengdur inn í liðið sitt og geta bara lofað þessu. Ég veit ekkert hvað ég er að fara að fá hérna.“ Allt viðtalið við Brynjar Karl má sjá í spilaranum hér ofar. Leikur Aþenu og Vals er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild kvenna Aþena Valur Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira