Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar 17. nóvember 2024 20:01 Íslenskt samfélag hefur þróast og breyst ótrúlega hratt á síðustu áratugum. Þegar ég var að alast upp í Breiðholti á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var það hrátt og líflegt, spennandi og óútreiknanlegt – allt í senn. Síðan þá hefur hverfið svo sannarlegar breyst, sérstaklega með auknum fjölbreytileyka samfélagsins. Á mínum uppvaxtarárum var hverfið sannarlega gott, en það var einsleitara. Breiðholt er svo miklu fallegra núna, svo miklu betra á svo margan hátt. Um 80 þúsund einstaklingar af erlendum uppruna eru nú búsettir á Íslandi eða um 20 prósent af íbúum landsins. Þess vegna skiptir það meira máli en nokkru sinni fyrr að við stöndum hvert með öðru. Skynjum að við séum saman í liði, saman í landi, þrátt fyrir að vera með ólíkan bakgrunn, ólíkt litarhaft, ólíka kynhneigð eða kynvitund og ólíkar skoðanir. Menning í stöðugri þróun Til þess að ná þessum markmiðum verðum við að hafa tækifæri og tíma til að taka þátt í samfélaginu, upplifa að við séum velkomin og að við séum jafn gild til þátttöku. Hluti af því er inngilding og hluti af því er aðlögun, bæði aðlögun þeirra sem hingað flytja að íslensku samfélagi, en einnig aðlögun samfélagsins sem fyrir er að nýju fólki og nýjum tímum. Menning er samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp. Listir og bókmenntir teljast auðvitað til menningar en einnig lífsstíll, sambúðarform, mannleg gildi, hefðir og skoðanir. Menning er þannig ekki einhver tímalaus og stakstæð eining sem þarf að einangra eða verja frá breytingum. Menning er í stöðugri þróun. Menning er eitthvað sem við sköpum öll í sameiningu á hverjum degi. Ísland fyrir okkur öll Það er hluti af íslenskri menningu að mæta á þorrablót og horfa á áramótaskaup en það er líka hluti af íslenskri menningu að borða pítsu og horfa á enska boltann – en einhvern tíma hefði það þótt „óþjóðlegt“. Það er hluti af íslenskri menningu að fara á TikTok og kvarta undan veðrinu eða setja myndir af eldgosi á Instagram. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en við vitum að hefðir munu breytast og þróast með nýjum kynslóðum og nýju fólki – og það er til góðs. Píratar vilja standa vörð um mannréttindi okkar allra og ekki bara á pappír. Við viljum tryggja að Ísland sé góður staður fyrir okkur öll að búa á, þar sem okkur líður öllum eins og við séum fullgildir þátttakendur sem mega vera með, hafa skoðanir og taka þátt í að þróa okkar sameiginlegu menningu áfram. Það skiptir meira máli en nokkru sinni – nú þegar fjölmenningin og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. Höfundur skipar 4. sæti á lista Reykjavíkurkjördæmis norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur þróast og breyst ótrúlega hratt á síðustu áratugum. Þegar ég var að alast upp í Breiðholti á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var það hrátt og líflegt, spennandi og óútreiknanlegt – allt í senn. Síðan þá hefur hverfið svo sannarlegar breyst, sérstaklega með auknum fjölbreytileyka samfélagsins. Á mínum uppvaxtarárum var hverfið sannarlega gott, en það var einsleitara. Breiðholt er svo miklu fallegra núna, svo miklu betra á svo margan hátt. Um 80 þúsund einstaklingar af erlendum uppruna eru nú búsettir á Íslandi eða um 20 prósent af íbúum landsins. Þess vegna skiptir það meira máli en nokkru sinni fyrr að við stöndum hvert með öðru. Skynjum að við séum saman í liði, saman í landi, þrátt fyrir að vera með ólíkan bakgrunn, ólíkt litarhaft, ólíka kynhneigð eða kynvitund og ólíkar skoðanir. Menning í stöðugri þróun Til þess að ná þessum markmiðum verðum við að hafa tækifæri og tíma til að taka þátt í samfélaginu, upplifa að við séum velkomin og að við séum jafn gild til þátttöku. Hluti af því er inngilding og hluti af því er aðlögun, bæði aðlögun þeirra sem hingað flytja að íslensku samfélagi, en einnig aðlögun samfélagsins sem fyrir er að nýju fólki og nýjum tímum. Menning er samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp. Listir og bókmenntir teljast auðvitað til menningar en einnig lífsstíll, sambúðarform, mannleg gildi, hefðir og skoðanir. Menning er þannig ekki einhver tímalaus og stakstæð eining sem þarf að einangra eða verja frá breytingum. Menning er í stöðugri þróun. Menning er eitthvað sem við sköpum öll í sameiningu á hverjum degi. Ísland fyrir okkur öll Það er hluti af íslenskri menningu að mæta á þorrablót og horfa á áramótaskaup en það er líka hluti af íslenskri menningu að borða pítsu og horfa á enska boltann – en einhvern tíma hefði það þótt „óþjóðlegt“. Það er hluti af íslenskri menningu að fara á TikTok og kvarta undan veðrinu eða setja myndir af eldgosi á Instagram. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en við vitum að hefðir munu breytast og þróast með nýjum kynslóðum og nýju fólki – og það er til góðs. Píratar vilja standa vörð um mannréttindi okkar allra og ekki bara á pappír. Við viljum tryggja að Ísland sé góður staður fyrir okkur öll að búa á, þar sem okkur líður öllum eins og við séum fullgildir þátttakendur sem mega vera með, hafa skoðanir og taka þátt í að þróa okkar sameiginlegu menningu áfram. Það skiptir meira máli en nokkru sinni – nú þegar fjölmenningin og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. Höfundur skipar 4. sæti á lista Reykjavíkurkjördæmis norður.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun