Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 08:01 Tölum um geðheilbrigðismál og tölum um laun sálfræðinga hjá hinu opinbera. Almennar upplýsingar:María er 29 ára, einhleyp og barnlaus kona búsett í eigin íbúð í Reykjavík. Hún hefur lokið meistaranámi í klínískri sálfræði og starfar sem sálfræðingur á Landspítala. Hún metur fjárhagsstöðu sína sem slæma. Einhvernvegin svona byrja flestar greiningarskýrslur sem ég rita daglega í mínu starfi sem sálfræðingur á Landspítala, nema þessar upplýsingar eiga við um mig og endurspegla stöðu mína í dag. Ég sinni greiningum á geð- og taugaþroskavanda hjá skjólstæðingum geðsviðs Landspítala. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera í greiningu og/eða meðferð í 3. línu þjónustu. Fyrir þá sem ekki vita þá sinnir 3. lína fólki sem er oft með flókinn, alvarlegan, langvarandi og/eða samsettan geðvanda og ákveðinn hópur af okkar skjólstæðingum er í sjálfsvígshættu til lengri tíma. Greining og meðferð á vanda skjólstæðinga okkar er oft mjög sérhæfð og af því tagi að erfitt eða ómögulegt er að nálgast hana annarsstaðar eða á öðrum þjónustustigum. Í ákveðnum tilfellum sinnum við þó ekki eingöngu skjólstæðingum okkar heldur erum við einnig í reglulegum samskiptum við aðstandendur, aðrar stofnanir og þá sem koma að lífi einstaklingsins. Á Landspítala starfar fjöldi framúrskarandi sálfræðinga á göngu- og dagdeildum, innlagnardeildum, á bráðaþjónustu geðsviðs og vefrænum deildum. Starf okkar á mismunandi deildum og teymum er verulega sérhæft og faglegt, auk þess að gagnreyndum meðferðum er eingöngu beitt. Einn helsti gallinn við vinnuna mína er að ég á erfitt með að lifa á henni. Eftir fimm ára háskólanám og þriggja og hálfs árs starfsreynslu eru grunnlaun mín 652.136kr og þegar ég segi grunnlaun á ég við mín einu laun þar sem flestir sálfræðingar á Landspítala vinna eingöngu dagvinnu og eiga ekki möguleika á yfirvinnu. Ég fæ um 400.000kr útborgað hver mánaðarmót og borga þá mín lán og gjöld og geri svo mitt besta að eyða sem minnstum pening svo ég geti nú verslað inn fyrir mig og kisuna mína undir lok mánaðar. Vegna minna tekna sem sálfræðingur í 3. línu er ég í annarri vinnu til þess að geta lagt inná varasjóð, nú eða bara til að gera eitthvað skemmtilegt með vinkonum mínum án þess að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í kjölfarið. Ég er heppin að aðstæður mínar bjóða uppá að ég geti verið í annarri vinnu en á sama tíma er verulega krefjandi að vera í meira en 100% vinnu í starfi eins og mínu. Ég er heppin að eiga bara litla kisu sem krefst ekki mikils penings frá mér því eins og staðan er í dag ætti ég ekki efni á því að eiga barn nema þurfa reiða mig algjörlega á maka minn (ef ég nú ætti hann) og ég veit fyrir víst að það er staða margra samstarfsfélaga minna. Ég valdi mér þetta starf og þennan vinnustað af öllum öðrum ástæðum en launanna vegna en á sama tíma átti ég aldrei von á því að þurfa vinna jafn mikið aukalega og ég geri eða leigja íbúðina mína reglulega út á Airbnb og flytja tímabundið heim til foreldra minna til þess eins að afla mannsæmandi tekna. Þegar umræða um laun koma upp í mínum vinahópum sit ég aldrei þessu vant frekar þögul og nenni yfirleitt ekki að taka þátt í þessu en þegar ég tjái mig og segi fólki í kringum mig frá laununum mínum trúa þau mér ekki. Mér finnst í raun ótrúlegt að umræða um kjör sálfræðinga hjá hinu opinbera hafi aldrei ratað í fjölmiðla né verið nefnd af öllum þeim stjórnmálamönnum sem keppast nú um að lofa öllu fögru fyrir geðheilbrigðiskerfið og hvað þeir ætla að breyta öllu til hins betra. Það væri kannski gott að byrja á því að semja við Sálfræðingafélag Íslands, sem er nú með lausa samninga, um laun sem við getum lifað á, en án okkar starfskrafta er helvíti erfitt að ætla að styrkja geðheilbrigðiskerfið. Árið 2023 sögðu rúmlega 20% sálfræðinga Landspítala upp störfum og má rekja hluta þeirra uppsagna beint til kjarasamninga ríkisins við stofnunina en áætla má að sálfræðingar hækki í grunnlaunum starfi þeir hjá öllum öðrum ríkisstofnunum. Uppsagnir sálfræðinga á Landspítala eiga að vera áhyggjuefni fyrir ráðamenn þessarar þjóðar. Við þurfum fólk til þess að sinna þessum störfum og af ofangreindum ástæðum þá er kerfið ekki beint til þess gert að halda færum og sérhæfðum sálfræðingum í lífsnauðsynlegum störfum. Höldum áfram að tala um geðheilbrigðismál en byrjum líka að tala um máttarstólp geðheilbrigðiskerfisins sem eru sálfræðingar. Höfundur er klínískur sálfræðingur á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Sjá meira
Tölum um geðheilbrigðismál og tölum um laun sálfræðinga hjá hinu opinbera. Almennar upplýsingar:María er 29 ára, einhleyp og barnlaus kona búsett í eigin íbúð í Reykjavík. Hún hefur lokið meistaranámi í klínískri sálfræði og starfar sem sálfræðingur á Landspítala. Hún metur fjárhagsstöðu sína sem slæma. Einhvernvegin svona byrja flestar greiningarskýrslur sem ég rita daglega í mínu starfi sem sálfræðingur á Landspítala, nema þessar upplýsingar eiga við um mig og endurspegla stöðu mína í dag. Ég sinni greiningum á geð- og taugaþroskavanda hjá skjólstæðingum geðsviðs Landspítala. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera í greiningu og/eða meðferð í 3. línu þjónustu. Fyrir þá sem ekki vita þá sinnir 3. lína fólki sem er oft með flókinn, alvarlegan, langvarandi og/eða samsettan geðvanda og ákveðinn hópur af okkar skjólstæðingum er í sjálfsvígshættu til lengri tíma. Greining og meðferð á vanda skjólstæðinga okkar er oft mjög sérhæfð og af því tagi að erfitt eða ómögulegt er að nálgast hana annarsstaðar eða á öðrum þjónustustigum. Í ákveðnum tilfellum sinnum við þó ekki eingöngu skjólstæðingum okkar heldur erum við einnig í reglulegum samskiptum við aðstandendur, aðrar stofnanir og þá sem koma að lífi einstaklingsins. Á Landspítala starfar fjöldi framúrskarandi sálfræðinga á göngu- og dagdeildum, innlagnardeildum, á bráðaþjónustu geðsviðs og vefrænum deildum. Starf okkar á mismunandi deildum og teymum er verulega sérhæft og faglegt, auk þess að gagnreyndum meðferðum er eingöngu beitt. Einn helsti gallinn við vinnuna mína er að ég á erfitt með að lifa á henni. Eftir fimm ára háskólanám og þriggja og hálfs árs starfsreynslu eru grunnlaun mín 652.136kr og þegar ég segi grunnlaun á ég við mín einu laun þar sem flestir sálfræðingar á Landspítala vinna eingöngu dagvinnu og eiga ekki möguleika á yfirvinnu. Ég fæ um 400.000kr útborgað hver mánaðarmót og borga þá mín lán og gjöld og geri svo mitt besta að eyða sem minnstum pening svo ég geti nú verslað inn fyrir mig og kisuna mína undir lok mánaðar. Vegna minna tekna sem sálfræðingur í 3. línu er ég í annarri vinnu til þess að geta lagt inná varasjóð, nú eða bara til að gera eitthvað skemmtilegt með vinkonum mínum án þess að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í kjölfarið. Ég er heppin að aðstæður mínar bjóða uppá að ég geti verið í annarri vinnu en á sama tíma er verulega krefjandi að vera í meira en 100% vinnu í starfi eins og mínu. Ég er heppin að eiga bara litla kisu sem krefst ekki mikils penings frá mér því eins og staðan er í dag ætti ég ekki efni á því að eiga barn nema þurfa reiða mig algjörlega á maka minn (ef ég nú ætti hann) og ég veit fyrir víst að það er staða margra samstarfsfélaga minna. Ég valdi mér þetta starf og þennan vinnustað af öllum öðrum ástæðum en launanna vegna en á sama tíma átti ég aldrei von á því að þurfa vinna jafn mikið aukalega og ég geri eða leigja íbúðina mína reglulega út á Airbnb og flytja tímabundið heim til foreldra minna til þess eins að afla mannsæmandi tekna. Þegar umræða um laun koma upp í mínum vinahópum sit ég aldrei þessu vant frekar þögul og nenni yfirleitt ekki að taka þátt í þessu en þegar ég tjái mig og segi fólki í kringum mig frá laununum mínum trúa þau mér ekki. Mér finnst í raun ótrúlegt að umræða um kjör sálfræðinga hjá hinu opinbera hafi aldrei ratað í fjölmiðla né verið nefnd af öllum þeim stjórnmálamönnum sem keppast nú um að lofa öllu fögru fyrir geðheilbrigðiskerfið og hvað þeir ætla að breyta öllu til hins betra. Það væri kannski gott að byrja á því að semja við Sálfræðingafélag Íslands, sem er nú með lausa samninga, um laun sem við getum lifað á, en án okkar starfskrafta er helvíti erfitt að ætla að styrkja geðheilbrigðiskerfið. Árið 2023 sögðu rúmlega 20% sálfræðinga Landspítala upp störfum og má rekja hluta þeirra uppsagna beint til kjarasamninga ríkisins við stofnunina en áætla má að sálfræðingar hækki í grunnlaunum starfi þeir hjá öllum öðrum ríkisstofnunum. Uppsagnir sálfræðinga á Landspítala eiga að vera áhyggjuefni fyrir ráðamenn þessarar þjóðar. Við þurfum fólk til þess að sinna þessum störfum og af ofangreindum ástæðum þá er kerfið ekki beint til þess gert að halda færum og sérhæfðum sálfræðingum í lífsnauðsynlegum störfum. Höldum áfram að tala um geðheilbrigðismál en byrjum líka að tala um máttarstólp geðheilbrigðiskerfisins sem eru sálfræðingar. Höfundur er klínískur sálfræðingur á Landspítala.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun