Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar 18. nóvember 2024 10:15 Síðustu ár hefur almenningur sem betur fer glaðvaknað til umhverfismeðvitundar. Fjöldi fólks hefur spurt sjálft sig „Hvað get ég gert?” og gripið til aðgerða í stað þess að bíða eftir því að aðrir geri eitthvað. Átta þúsund plokkarar Fyrir um átta árum skall þannig á landinu bylgja þar sem einstaklingum sem blöskraði rusl á víðavangi um allt, land klæddi sig í útivistargallann, greip með sér plastpoka í göngutúra og byrjaði að tína upp þetta rusl. Eins og hendi væri veifað fæddist með þessum hætti átta þúsund manna hreyfing sem stundar það að plokka og á sér heimili á samfélagsmiðlum: Plokk á Íslandi. Heillaspor fyrir umhverfið Það stórsér á umhverfi flestra sveitarfélaga landsins eftir aðfarir þessa einstaklinga og allt í einu þykir það ekki lengur skrýtið að tína upp rusl eftir aðra. Nú þykir það hvunndagshetjulund og hvunndagshetjurnar fá klapp á bakið og like á myndirnar og smita þannig enn fleiri. Einstaklingarnir eru sannarlega misjafnlega stórtækir, en allt er þetta mikið gagn og til heilla náttúrunni og umhverfinu okkar. Spornað gegn matarsóun Á svipuðum tíma hefur orðið til samfélag fólks sem vill sporna við matarsóun og þar eru tólf þúsund manns að verki: Vakandi. Sú hreyfing hefur heldur betur náð árangri og matarsóun er hér fyrir vikið á miklu undanhaldi. Allar stóru smásölukeðjurnar – Bónus, Hagkaup, Krónan og Nettó – bjóða okkur nú að kaupa matvöru á afslætti sem á stutt eftir í síðasta söludag eða er nú þegar komin þangað. Síðan fara margar verslanir með mat til mannúðarsamtaka og keyra jafnvel mat í frískápa sem komið hefur verið upp víða um land. Sparnaður til gagns Sífellt fleiri nýta sér afsláttarhillur stórmarkaðaog frískápa, hvort heldur efnaminni einstaklingar og ungt fólk eða bara almenningur sem blöskrar upphæðirnar sem renna í matarkörfuna. Verslanakeðjan Samkaup, eigandi Nettó og fleiri verslana, áætlar að með þessum hætti hafi matvöru fyrir um 100 milljónir króna verið komið til gagns á þessu ári, sem er um fjórðungi meira en í fyrra, auk þess sem talsverðar fjárhæðir sparast við förgun. Ábatinn er allra Ábatinn af ofangreindum verkefnum er allra – jafnt umhverfis sem almennings og atvinnulífs. Þátttaka í plokki og spornum við matarsóun er líka einstaklingsframtak í sinni fallegustu mynd. Það má búa til enn fleiri hvata fyrir öll sem að þessum virðiskeðjum koma til að efla enn frekar virkni og árangur. Ég er með nokkra hvata í huga og það væri gaman að fá fleiri góðar hugmyndir frá áhugasömu fólki (einar@medbyr.is). Það ernefnilega hægt að gera svo miklu meira í umhverfismálum en að fljúga með þotu á næstu umhverfisráðstefnu… Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Bárðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur almenningur sem betur fer glaðvaknað til umhverfismeðvitundar. Fjöldi fólks hefur spurt sjálft sig „Hvað get ég gert?” og gripið til aðgerða í stað þess að bíða eftir því að aðrir geri eitthvað. Átta þúsund plokkarar Fyrir um átta árum skall þannig á landinu bylgja þar sem einstaklingum sem blöskraði rusl á víðavangi um allt, land klæddi sig í útivistargallann, greip með sér plastpoka í göngutúra og byrjaði að tína upp þetta rusl. Eins og hendi væri veifað fæddist með þessum hætti átta þúsund manna hreyfing sem stundar það að plokka og á sér heimili á samfélagsmiðlum: Plokk á Íslandi. Heillaspor fyrir umhverfið Það stórsér á umhverfi flestra sveitarfélaga landsins eftir aðfarir þessa einstaklinga og allt í einu þykir það ekki lengur skrýtið að tína upp rusl eftir aðra. Nú þykir það hvunndagshetjulund og hvunndagshetjurnar fá klapp á bakið og like á myndirnar og smita þannig enn fleiri. Einstaklingarnir eru sannarlega misjafnlega stórtækir, en allt er þetta mikið gagn og til heilla náttúrunni og umhverfinu okkar. Spornað gegn matarsóun Á svipuðum tíma hefur orðið til samfélag fólks sem vill sporna við matarsóun og þar eru tólf þúsund manns að verki: Vakandi. Sú hreyfing hefur heldur betur náð árangri og matarsóun er hér fyrir vikið á miklu undanhaldi. Allar stóru smásölukeðjurnar – Bónus, Hagkaup, Krónan og Nettó – bjóða okkur nú að kaupa matvöru á afslætti sem á stutt eftir í síðasta söludag eða er nú þegar komin þangað. Síðan fara margar verslanir með mat til mannúðarsamtaka og keyra jafnvel mat í frískápa sem komið hefur verið upp víða um land. Sparnaður til gagns Sífellt fleiri nýta sér afsláttarhillur stórmarkaðaog frískápa, hvort heldur efnaminni einstaklingar og ungt fólk eða bara almenningur sem blöskrar upphæðirnar sem renna í matarkörfuna. Verslanakeðjan Samkaup, eigandi Nettó og fleiri verslana, áætlar að með þessum hætti hafi matvöru fyrir um 100 milljónir króna verið komið til gagns á þessu ári, sem er um fjórðungi meira en í fyrra, auk þess sem talsverðar fjárhæðir sparast við förgun. Ábatinn er allra Ábatinn af ofangreindum verkefnum er allra – jafnt umhverfis sem almennings og atvinnulífs. Þátttaka í plokki og spornum við matarsóun er líka einstaklingsframtak í sinni fallegustu mynd. Það má búa til enn fleiri hvata fyrir öll sem að þessum virðiskeðjum koma til að efla enn frekar virkni og árangur. Ég er með nokkra hvata í huga og það væri gaman að fá fleiri góðar hugmyndir frá áhugasömu fólki (einar@medbyr.is). Það ernefnilega hægt að gera svo miklu meira í umhverfismálum en að fljúga með þotu á næstu umhverfisráðstefnu… Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík suður.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun