Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson og Gunnar Sær Ragnarsson skrifa 18. nóvember 2024 11:32 Há verðbólga og háir vextir hafa haft áhrif á okkur öll. Þó svo að efnahagshorfur til framtíðar séu jákvæðar þá hafa síðustu mánuðir og ár verið erfiðir og haft mikil áhrif á heimili landsins, sem mörg hver berjast í bökkum við að stranda straum af hefðbundnum kostnaði. Þá skiptir hver króna máli, og á tímum sem þessum er einmitt tíminn fyrir stjórnvöld að ganga í aðgerðir sem létta af byrðum íbúa eins mikið og hægt er. Við í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogsbæjar tókum þá ákvörðun í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að lækka fasteignaskatt enn frekar hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Önnur gjöld á borð við holræsagjald lækka einnig eða standa í stað, og lækka því að raunvirði. Þetta er ekki nýtt á nálinni, en núverandi meirihluti hefur ár hvert bætt hagsmuni íbúa Kópavogs á þennan hátt. Við höfum jafnt og þétt lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta og í dag eru þeir lægstir í Kópavogi á höfuðborgarsvæðinu. Frá 2022 nemur lækkunin um 20% á meðan mörg önnur sveitarfélög hafa haldið álagningunni óbreyttri. Álögur á fyrirtæki og íbúa í Kópavogi hafa lækkað um 1.142.000.000 kr. miðað við það ef álagningarhlutfall hefði haldist óbreytt. Þessi aðgerð er bænum og íbúum hans til hagsbóta. Íbúarnir hafa meira á milli handanna og Kópavogur verður enn meira aðlaðandi búsetukostur samhliða því. Þetta getum við gert á sama tíma og við stundum ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem allar helstu kennitölur og viðmið standast samanburð. Fulltrúar minnihlutans vilja hækka skatta Það kom svo sem ekkert á óvart að bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar gagnrýndi á síðasta fundi bæjarstjórnar að Kópavogur leiti leiða til að lækka álögur á íbúa. Á sveitarstjórnarstiginu hefur sá flokkur almennt talað fyrir því að hækka útsvar og önnur gjöld á fólk, og bæjarfulltrúinn tók í sama streng. Svo virðist sem að flokkurinn hafi svipaðar áherslur í landsmálunum, en á síðustu dögum og vikum hefur hann gælt við hækkun tekjuskatts og auknar álögur á starfsemi einyrkja og lítilla fyrirtækja. Bæjarfulltrúinn taldi það „sérstakt“ að lækka skatta á bæjarbúa „í þessu árferði.“ Á þessum tímum er nákvæmlega tilefni til þess að létta á skattbyrði íbúa! Slík aðgerð hefur bein áhrif. Ef tíminn er ekki núna, þá er spurning hvenær réttur tími er? Í þessu árferði er mál málanna að bæta fjárhag venjulegra heimila og seilast ekki of langt ofan í vasa þeirra. Það gerum við ekki með því að hækka skatta og gjöld. Framsókn vill létta skattbyrði Framsókn vill létta skattbyrði fólks þar sem það skiptir máli. Við höfum öll orðið vör við það sem mest hefur hækkað á síðustu mánuðum. Húsnæði er orðið dýrara og matarkarfan líka. Við í Framsókn í Kópavogi og á landsvísu viljum einmitt mæta fólki þar. Hér í Kópavogi lækkum við fasteignaskatt og í kosningaáherslum Framsóknar til komandi alþingiskosninga er eitt helsta áherslumál hans að lækka virðisaukaskatt á matvæli. Þessar aðgerðir eru meðal þeirra aðgerða sem skila raunverulegum niðurstöðum, fjölskyldum og heimilum til hagsbóta. Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti Framsóknar í Kópavogi Gunnar Sær Ragnarsson, varabæjarfulltrúi fyrir hönd Framsóknar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Kópavogur Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Há verðbólga og háir vextir hafa haft áhrif á okkur öll. Þó svo að efnahagshorfur til framtíðar séu jákvæðar þá hafa síðustu mánuðir og ár verið erfiðir og haft mikil áhrif á heimili landsins, sem mörg hver berjast í bökkum við að stranda straum af hefðbundnum kostnaði. Þá skiptir hver króna máli, og á tímum sem þessum er einmitt tíminn fyrir stjórnvöld að ganga í aðgerðir sem létta af byrðum íbúa eins mikið og hægt er. Við í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogsbæjar tókum þá ákvörðun í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að lækka fasteignaskatt enn frekar hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Önnur gjöld á borð við holræsagjald lækka einnig eða standa í stað, og lækka því að raunvirði. Þetta er ekki nýtt á nálinni, en núverandi meirihluti hefur ár hvert bætt hagsmuni íbúa Kópavogs á þennan hátt. Við höfum jafnt og þétt lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta og í dag eru þeir lægstir í Kópavogi á höfuðborgarsvæðinu. Frá 2022 nemur lækkunin um 20% á meðan mörg önnur sveitarfélög hafa haldið álagningunni óbreyttri. Álögur á fyrirtæki og íbúa í Kópavogi hafa lækkað um 1.142.000.000 kr. miðað við það ef álagningarhlutfall hefði haldist óbreytt. Þessi aðgerð er bænum og íbúum hans til hagsbóta. Íbúarnir hafa meira á milli handanna og Kópavogur verður enn meira aðlaðandi búsetukostur samhliða því. Þetta getum við gert á sama tíma og við stundum ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem allar helstu kennitölur og viðmið standast samanburð. Fulltrúar minnihlutans vilja hækka skatta Það kom svo sem ekkert á óvart að bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar gagnrýndi á síðasta fundi bæjarstjórnar að Kópavogur leiti leiða til að lækka álögur á íbúa. Á sveitarstjórnarstiginu hefur sá flokkur almennt talað fyrir því að hækka útsvar og önnur gjöld á fólk, og bæjarfulltrúinn tók í sama streng. Svo virðist sem að flokkurinn hafi svipaðar áherslur í landsmálunum, en á síðustu dögum og vikum hefur hann gælt við hækkun tekjuskatts og auknar álögur á starfsemi einyrkja og lítilla fyrirtækja. Bæjarfulltrúinn taldi það „sérstakt“ að lækka skatta á bæjarbúa „í þessu árferði.“ Á þessum tímum er nákvæmlega tilefni til þess að létta á skattbyrði íbúa! Slík aðgerð hefur bein áhrif. Ef tíminn er ekki núna, þá er spurning hvenær réttur tími er? Í þessu árferði er mál málanna að bæta fjárhag venjulegra heimila og seilast ekki of langt ofan í vasa þeirra. Það gerum við ekki með því að hækka skatta og gjöld. Framsókn vill létta skattbyrði Framsókn vill létta skattbyrði fólks þar sem það skiptir máli. Við höfum öll orðið vör við það sem mest hefur hækkað á síðustu mánuðum. Húsnæði er orðið dýrara og matarkarfan líka. Við í Framsókn í Kópavogi og á landsvísu viljum einmitt mæta fólki þar. Hér í Kópavogi lækkum við fasteignaskatt og í kosningaáherslum Framsóknar til komandi alþingiskosninga er eitt helsta áherslumál hans að lækka virðisaukaskatt á matvæli. Þessar aðgerðir eru meðal þeirra aðgerða sem skila raunverulegum niðurstöðum, fjölskyldum og heimilum til hagsbóta. Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti Framsóknar í Kópavogi Gunnar Sær Ragnarsson, varabæjarfulltrúi fyrir hönd Framsóknar í Kópavogi
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun