Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 12:46 Piotr Zielinski segir ekkert að því að taka mynd af sér með Cristiano Ronaldo eftir leik. Getty/Twitter Fyrirliðinn Piotr Zielinski og Nicola Zalewski, leikmenn pólska landsliðsins í fótbolta, hafa verið harkalega gagnrýndir fyrir að taka mynd af sér með Cristiano Ronaldo eftir að hafa skíttapað gegn Portúgal, 5-1. Zielinski segir enga ástæðu til að biðjast afsökunar. Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum, þar af fimmta mark Portúgals með bakfallsspyrnu sem valið var mark umferðarinnar. Ronaldo doing Ronaldo things 🚲🤤#UNLGOTR | @AlipayPlus | #NationsLeague pic.twitter.com/qvR0VLXekz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 15, 2024 Eftir þessa útreið Pólverja þá reitti hegðun Zielinski og Zalewski eftir leik ýmsa til reiði. Þar á meðal fyrrverandi landsliðsmanninn Jacek Bak sem kvaðst ekki geta skilið að þeir vildu mynd með manni sem fór svona illa með pólska liðið. „Þetta er ekki mér að skapi. Tímarnir hafa breyst. Við töpum 5-1 og þá þarf að biðja um mynd með Ronaldo? Manninum sem niðurlægði okkur fyrir augnabliki síðan? Erum við bara ekki með neitt stolt? Í dag virðast samfélagsmiðlar mikilvægastir og sá sem nær fyrstur af sér mynd með Ronaldo vinnur. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Bak. 😂 Zalewski and Zielinski getting in line to grab a picture with Ronaldo pic.twitter.com/qFiDU5FJPL— Italian Football TV (@IFTVofficial) November 15, 2024 Bak vill sjá Michal Probierz, þjálfara Póllands, refsa leikmönnunum. „Segjum hlutina eins og þeir eru: Probierz þjálfari þarf að bregðast við. Það eina sem vantaði var að hann tæki líka mynd af sér með Ronaldo, eða skiptist á jökkum við Roberto Martinez [þjálfar Portúgals]“ sagði Bak og taldi hegðun Zielinski og Zalewski einfaldlega sorglega. Zielinski, sem er fyrirliði Póllands í fjarveru Roberts Lewandowski, var spurður út í þessa gagnrýni á blaðamannafundi og sagðist ekki sjá eftir neinu. „Nicola og ég fórum til hans, báðum um mynd og tókum hana. Hvorki Cristiano né við áttum eitthvað erfitt með það,“ sagði Zielinski. „Mér er sama um það sem er á samfélagsmiðlum. Fyrir mér er Cristiano Ronaldo einn besti leikmaður fótboltasögunnar. Mig langaði að taka mynd og ég gerði það. Ekkert flóknara. Af hverju er það ekki í lagi? Við töpuðum leiknum en hvað átti ég að gera? Fela mig úti í horni? Ég fór til hans og bað um mynd, svo einfalt er það. Mig langaði bara til þess. Hann [Bak] hefur rétt á sinni skoðun en mér fannst ekkert að þessu,“ sagði Zielinski. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum, þar af fimmta mark Portúgals með bakfallsspyrnu sem valið var mark umferðarinnar. Ronaldo doing Ronaldo things 🚲🤤#UNLGOTR | @AlipayPlus | #NationsLeague pic.twitter.com/qvR0VLXekz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 15, 2024 Eftir þessa útreið Pólverja þá reitti hegðun Zielinski og Zalewski eftir leik ýmsa til reiði. Þar á meðal fyrrverandi landsliðsmanninn Jacek Bak sem kvaðst ekki geta skilið að þeir vildu mynd með manni sem fór svona illa með pólska liðið. „Þetta er ekki mér að skapi. Tímarnir hafa breyst. Við töpum 5-1 og þá þarf að biðja um mynd með Ronaldo? Manninum sem niðurlægði okkur fyrir augnabliki síðan? Erum við bara ekki með neitt stolt? Í dag virðast samfélagsmiðlar mikilvægastir og sá sem nær fyrstur af sér mynd með Ronaldo vinnur. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Bak. 😂 Zalewski and Zielinski getting in line to grab a picture with Ronaldo pic.twitter.com/qFiDU5FJPL— Italian Football TV (@IFTVofficial) November 15, 2024 Bak vill sjá Michal Probierz, þjálfara Póllands, refsa leikmönnunum. „Segjum hlutina eins og þeir eru: Probierz þjálfari þarf að bregðast við. Það eina sem vantaði var að hann tæki líka mynd af sér með Ronaldo, eða skiptist á jökkum við Roberto Martinez [þjálfar Portúgals]“ sagði Bak og taldi hegðun Zielinski og Zalewski einfaldlega sorglega. Zielinski, sem er fyrirliði Póllands í fjarveru Roberts Lewandowski, var spurður út í þessa gagnrýni á blaðamannafundi og sagðist ekki sjá eftir neinu. „Nicola og ég fórum til hans, báðum um mynd og tókum hana. Hvorki Cristiano né við áttum eitthvað erfitt með það,“ sagði Zielinski. „Mér er sama um það sem er á samfélagsmiðlum. Fyrir mér er Cristiano Ronaldo einn besti leikmaður fótboltasögunnar. Mig langaði að taka mynd og ég gerði það. Ekkert flóknara. Af hverju er það ekki í lagi? Við töpuðum leiknum en hvað átti ég að gera? Fela mig úti í horni? Ég fór til hans og bað um mynd, svo einfalt er það. Mig langaði bara til þess. Hann [Bak] hefur rétt á sinni skoðun en mér fannst ekkert að þessu,“ sagði Zielinski.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira