Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 12:45 Næring er manneskjunni lífsnauðsynleg en næringarþarfir eru breytilegar eftir æviskeiðum auk þess að vera einstaklingsbundnar eftir aðstæðum og vegna sjúkdóma. Næring getur haft áhrif á heilsu og líf til skemmri og lengri tíma. Það getur verið vandasamt að tala um mat og næringu við fólk á öllum aldri en þó einkum börn og ungmenni. Mikilvægt er að stuðla að heilsusamlegusambandi við mat og meðvitund um líkamlega og andlega líðan, þekkja boð um svengd og seddu séu þau til staðar. Matur er í sjálfu sér flókið fyrirbæri svo ekki sé talað um manneskjuna sjálfa og áhrif hinna ýmsu umhverfis- og félagsþátta. Það er vissulega upplýsingaóreiða á sviði næringar eins og á fleiri sviðum, misvísandi og á stundum ruglingslegar leiðbeiningar sem byggja ekki á gagnreyndri þekkingu og geta jafnvel valdið skaða. Bein og óbein skilaboð um staðalímyndir með neikvæðum áhrifum á sjálfsmynd sem jafnvel ala á fordómum af ýmsum toga eru einnig umhugsunarefni fyrir okkur sem samfélag. Næringarfræði er fræðigrein innan heilbrigðisvísindasviðs. Næringarfræðingar hafa lokið að minnsta kosti 5 ára háskólanámi og eru með starfsleyfi frá embætti landlæknis og starfsvettvangurinn er fjölbreyttur. Þeir sinna rannsóknum, kennslu, fræðslu og hafa þekkingu og reynslu sem er mikilvæg á ýmsum sviðum til heilsueflingar, forvarna og í meðferð sjúkdóma í klíník. Þeir hafa færni í að tala um mat og vinna með einstaklingum sem hafa næringarvanda af hvaða tagi sem er og eiga erindi í þverfaglegri samvinnu þegar það á við á öllum stigum heilbrigðisþjónustu og í samfélagi okkar almennt. Samanburður á fjölda stöðugilda næringarfræðinga innan íslenska heilbriðgiskerfisins stenst ekki samanburð við flestar þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Það eru eflaust margir þættir sem valda því. Eitt er fjárveitingavaldið og sýn stjórnenda á hlutverk næringarfræðinga, en um er að ræða unga grein hér á landi. Annað er þörfin á fjölgun í stéttinni en starfsmöguleikar og -umhverfi eru takmarkandi þættir. Einnig mætti nefna að enn er engin næringarmeðferð niðurgreidd af Sjúkratyggingum Íslands hjá sjálfstætt starfandi næringarfræðingum. Samt eru næringartengdir þættir í alþjóðlegum rannsóknum taldir þeir sem helst geta dregið úr glötuðum góðum æviárum og snemmbærum dauða, bæði á Íslandi, og almennt í heiminum. Við þurfum virkilega að bæta aðgengi að næringarfræðingum. Okkur fjöldar hratt í hópi aldraðra og tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma sem oft eru samfélagstengdir er að aukast. Samvinna á milli stofnana, sviða og fagstétta er áskorun en þar eru líka sóknarfæri, samanber heilbrigðisáætlun Heilbrigðisráðuneytisins til ársins 2030. Þó ýmislegt hafi áunnist þá getum við gert mun betur. Næring ásamt fleiri þáttum getur haft áhrif á sjúkdómsbyrði og líkamlega og andlega heilsu á öllum aldri. Við verðum að nýta öll sóknarfærin, þar með talið að bæta næringu þjóðar til að lifa sem best lengi og njóta lífs eins og kostur er. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Næring er manneskjunni lífsnauðsynleg en næringarþarfir eru breytilegar eftir æviskeiðum auk þess að vera einstaklingsbundnar eftir aðstæðum og vegna sjúkdóma. Næring getur haft áhrif á heilsu og líf til skemmri og lengri tíma. Það getur verið vandasamt að tala um mat og næringu við fólk á öllum aldri en þó einkum börn og ungmenni. Mikilvægt er að stuðla að heilsusamlegusambandi við mat og meðvitund um líkamlega og andlega líðan, þekkja boð um svengd og seddu séu þau til staðar. Matur er í sjálfu sér flókið fyrirbæri svo ekki sé talað um manneskjuna sjálfa og áhrif hinna ýmsu umhverfis- og félagsþátta. Það er vissulega upplýsingaóreiða á sviði næringar eins og á fleiri sviðum, misvísandi og á stundum ruglingslegar leiðbeiningar sem byggja ekki á gagnreyndri þekkingu og geta jafnvel valdið skaða. Bein og óbein skilaboð um staðalímyndir með neikvæðum áhrifum á sjálfsmynd sem jafnvel ala á fordómum af ýmsum toga eru einnig umhugsunarefni fyrir okkur sem samfélag. Næringarfræði er fræðigrein innan heilbrigðisvísindasviðs. Næringarfræðingar hafa lokið að minnsta kosti 5 ára háskólanámi og eru með starfsleyfi frá embætti landlæknis og starfsvettvangurinn er fjölbreyttur. Þeir sinna rannsóknum, kennslu, fræðslu og hafa þekkingu og reynslu sem er mikilvæg á ýmsum sviðum til heilsueflingar, forvarna og í meðferð sjúkdóma í klíník. Þeir hafa færni í að tala um mat og vinna með einstaklingum sem hafa næringarvanda af hvaða tagi sem er og eiga erindi í þverfaglegri samvinnu þegar það á við á öllum stigum heilbrigðisþjónustu og í samfélagi okkar almennt. Samanburður á fjölda stöðugilda næringarfræðinga innan íslenska heilbriðgiskerfisins stenst ekki samanburð við flestar þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Það eru eflaust margir þættir sem valda því. Eitt er fjárveitingavaldið og sýn stjórnenda á hlutverk næringarfræðinga, en um er að ræða unga grein hér á landi. Annað er þörfin á fjölgun í stéttinni en starfsmöguleikar og -umhverfi eru takmarkandi þættir. Einnig mætti nefna að enn er engin næringarmeðferð niðurgreidd af Sjúkratyggingum Íslands hjá sjálfstætt starfandi næringarfræðingum. Samt eru næringartengdir þættir í alþjóðlegum rannsóknum taldir þeir sem helst geta dregið úr glötuðum góðum æviárum og snemmbærum dauða, bæði á Íslandi, og almennt í heiminum. Við þurfum virkilega að bæta aðgengi að næringarfræðingum. Okkur fjöldar hratt í hópi aldraðra og tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma sem oft eru samfélagstengdir er að aukast. Samvinna á milli stofnana, sviða og fagstétta er áskorun en þar eru líka sóknarfæri, samanber heilbrigðisáætlun Heilbrigðisráðuneytisins til ársins 2030. Þó ýmislegt hafi áunnist þá getum við gert mun betur. Næring ásamt fleiri þáttum getur haft áhrif á sjúkdómsbyrði og líkamlega og andlega heilsu á öllum aldri. Við verðum að nýta öll sóknarfærin, þar með talið að bæta næringu þjóðar til að lifa sem best lengi og njóta lífs eins og kostur er. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun