Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 18. nóvember 2024 15:02 Dýr eru skyni gæddar verur og okkur ber að vernda þau í samræmi við markmið laga um um velferð dýra. Okkur ber skylda til „ … að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séulaus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, …“ Ill meðferð dýra er óheimil á Íslandi og það á jafnt við um villt dýr, húsdýr og gæludýr. Ný lög um velferð dýra voru afgreidd á Alþingi árið 2013 þegar Samfylkingin og Vinstrigræn voru saman í ríkisstjórn. Þau mörkuðu tímamót í dýravernd á Íslandi. En síðan er liðinn rúmur áratugur og löngu kominn tími á endurskoðun laganna. Það hefur ekki verið gert í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Gæludýraeign hefur vaxið hratt á Íslandi á þessari öld. Hundahald í þéttbýli er ekki lengur litið hornauga, kattaeign er útbreidd og margs konar gæludýr búa á heimilum um allt land. Við sem eigum gæludýr vitum að dýrin okkar verða oftar en ekki ómissandi hluti fjölskyldunnar. Þau bæta heimilisbraginn, færa okkur gleði, stuðla að útivist og almennri geðprýði. Margsannað er að hundar draga úr streitu og færa með sér vinsemd og yl, til dæmis í prófatörnum í skólum eða við lestur yngstu barnanna á bókasöfnum landsins. Í hefðbundnum landbúnaði hafa orðið miklar framfarir meðal annars með tilkomu mjaltaróbótanna og reglum um stærri stíur fyrir svín. Dýr þurfa eins og fólk svigrúm til að hreyfa sig. Það á líka við um fiðurfé og lausaganga þess sem betur fer orðin algengari en áður. Íslenska fjallalambið hefur einnig sérstöðu sem lengi vel var tekið sem sjálfsögðum hlut en er það sannarlega ekki lengur. Hin dekkri hlið dýrahalds og framleiðslu landbúnaðarvara birtist í verksmiðjuframleiðslu til manneldis eða til framleiðslu á dýrafóðri. Þauleldið sem fram fer verksmiðjum af þessu tagi skapar óþarfa þjáningar. Við þurfum að horfast í augu við þann raunveruleika, líka á Íslandi. Eigum við að flokka verksmiðjuframleiðslu til landbúnaðar? Ég er þeirrar skoðunar að það fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar. Blóðmerahald hefur verið mikið til umfjöllunar á liðnum árum. En þar er tekið blóð í miklu magni úr fylfulllum hryssum. Úr því eru unnin vaxtarhormón sem síðan eru nýtt við þauleldi svína í útlöndum. Fyrir utan þjáningarnar sem blóðatakan getur valdið hryssunum og erfitt er að réttlæta, þá tel ég einnig mikilvægt að beina sjónum að afurðinni: vaxtahormóni sem nýtt er til þauleldis við svínaræktun. Teljum við slíkt í siðferðilega réttlætanlegt? Um hvalveiðar þarf ekki að fjölyrða. Stefna Samfylkingarinnar er að þeim verði hætt. Um allan heim fjölgar í hópi fólks sem ekki neytir dýraafurða. Mörg gera það af siðferðilegum ástæðum og vilja einfaldlega ekki borða önnur dýr. En mörg gera það einnig vegna loftslagsáhrifanna sem framleiðsla kjöts hefur í för með sér með. Það er virðingarverð afstaða. Sjálf, borða ég flest en legg mig fram um að kaupa matvæli sem eru ræktuð og framleidd á Íslandi, ákveðnar mjólkurvörur, lambakjöt og grænmeti. Mér finnst það skipta máli. Velferð dýra er hvorki smámál né eitthvert aukaatriði í pólitíkinni. Samfylkingin vill að mótuð verði markviss stefna um dýravelferð á Íslandi og skerpt á eftirliti með aðbúnaði og meðferð dýra. Við viljum gæta að réttindum dýra og veita umráðamönnum þeirra ráðgjöf og fræðslu um dýravelferð og þær lögbundnu skyldur sem fylgja dýrahaldi. Vernda þarf heimkynni villtra dýra þannig að líffræðilegum fjölbreytileika sé ekki ógnað og meta áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi íslenskrar náttúru. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Dýr eru skyni gæddar verur og okkur ber að vernda þau í samræmi við markmið laga um um velferð dýra. Okkur ber skylda til „ … að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séulaus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, …“ Ill meðferð dýra er óheimil á Íslandi og það á jafnt við um villt dýr, húsdýr og gæludýr. Ný lög um velferð dýra voru afgreidd á Alþingi árið 2013 þegar Samfylkingin og Vinstrigræn voru saman í ríkisstjórn. Þau mörkuðu tímamót í dýravernd á Íslandi. En síðan er liðinn rúmur áratugur og löngu kominn tími á endurskoðun laganna. Það hefur ekki verið gert í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Gæludýraeign hefur vaxið hratt á Íslandi á þessari öld. Hundahald í þéttbýli er ekki lengur litið hornauga, kattaeign er útbreidd og margs konar gæludýr búa á heimilum um allt land. Við sem eigum gæludýr vitum að dýrin okkar verða oftar en ekki ómissandi hluti fjölskyldunnar. Þau bæta heimilisbraginn, færa okkur gleði, stuðla að útivist og almennri geðprýði. Margsannað er að hundar draga úr streitu og færa með sér vinsemd og yl, til dæmis í prófatörnum í skólum eða við lestur yngstu barnanna á bókasöfnum landsins. Í hefðbundnum landbúnaði hafa orðið miklar framfarir meðal annars með tilkomu mjaltaróbótanna og reglum um stærri stíur fyrir svín. Dýr þurfa eins og fólk svigrúm til að hreyfa sig. Það á líka við um fiðurfé og lausaganga þess sem betur fer orðin algengari en áður. Íslenska fjallalambið hefur einnig sérstöðu sem lengi vel var tekið sem sjálfsögðum hlut en er það sannarlega ekki lengur. Hin dekkri hlið dýrahalds og framleiðslu landbúnaðarvara birtist í verksmiðjuframleiðslu til manneldis eða til framleiðslu á dýrafóðri. Þauleldið sem fram fer verksmiðjum af þessu tagi skapar óþarfa þjáningar. Við þurfum að horfast í augu við þann raunveruleika, líka á Íslandi. Eigum við að flokka verksmiðjuframleiðslu til landbúnaðar? Ég er þeirrar skoðunar að það fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar. Blóðmerahald hefur verið mikið til umfjöllunar á liðnum árum. En þar er tekið blóð í miklu magni úr fylfulllum hryssum. Úr því eru unnin vaxtarhormón sem síðan eru nýtt við þauleldi svína í útlöndum. Fyrir utan þjáningarnar sem blóðatakan getur valdið hryssunum og erfitt er að réttlæta, þá tel ég einnig mikilvægt að beina sjónum að afurðinni: vaxtahormóni sem nýtt er til þauleldis við svínaræktun. Teljum við slíkt í siðferðilega réttlætanlegt? Um hvalveiðar þarf ekki að fjölyrða. Stefna Samfylkingarinnar er að þeim verði hætt. Um allan heim fjölgar í hópi fólks sem ekki neytir dýraafurða. Mörg gera það af siðferðilegum ástæðum og vilja einfaldlega ekki borða önnur dýr. En mörg gera það einnig vegna loftslagsáhrifanna sem framleiðsla kjöts hefur í för með sér með. Það er virðingarverð afstaða. Sjálf, borða ég flest en legg mig fram um að kaupa matvæli sem eru ræktuð og framleidd á Íslandi, ákveðnar mjólkurvörur, lambakjöt og grænmeti. Mér finnst það skipta máli. Velferð dýra er hvorki smámál né eitthvert aukaatriði í pólitíkinni. Samfylkingin vill að mótuð verði markviss stefna um dýravelferð á Íslandi og skerpt á eftirliti með aðbúnaði og meðferð dýra. Við viljum gæta að réttindum dýra og veita umráðamönnum þeirra ráðgjöf og fræðslu um dýravelferð og þær lögbundnu skyldur sem fylgja dýrahaldi. Vernda þarf heimkynni villtra dýra þannig að líffræðilegum fjölbreytileika sé ekki ógnað og meta áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi íslenskrar náttúru. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun