Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar 18. nóvember 2024 15:31 Raforkuverð til bænda hefur tvöfaldast á síðustu fjórum árum. Sem sagt hækkað um 25% á ári og þar af leiðandi eitt hundrað prósent á þessu tímabili. Það er gríðarlega mikið og ekki lagast myndin ef sú spá rætist að vegna lögmálsins um framboð og eftirspurn muni raforkuverðið hækka um annað eins á næstu fjórum árum líka. Það þýðir að raforkuverð til bænda og langflestra fyrirtækja landsins muni margfaldast á átta ára tímabili. Þessar hörmungar eru ekki vegna óviðráðanlegra náttúruhamfara heldur alfarið á valdi og ábyrgð stjórnvalda sem krefja Landsvirkjun um hámörkun á arðsemi starfsemi sinnar. Sú ótrúlega eigandastefna gæti endað með ósköpum. Íslenskur landbúnaður er hreykinn af hreinleika sínum og umhverfisvænni framleiðslu. Græna raforkan okkar er þar á meðal. Hún gefur okkur án nokkurs vafa talsvert samkeppnisforskot á erlenda framleiðslu og er á meðal þess sem bæði útskýrir og réttlætir hærra verð hágæðavörunnar í samanburði við aðra valkosti. En alls staðar eru dregnar línur í sandinn. Dýrt getur allt í einu orðið of dýrt. Neytandanum er ýmist misboðið eða hann hefur hreinlega ekki efni á gæðunum. Þessum miklu hækkunum raforkuverðs verður ekki velt út í verðlagið eins og ekkert sé. Hún mun, reyndar með misalvarlegum hætti, bitna á öllum greinum landbúnaðarins. Í tilfelli ylræktar, þar sem raforkan er langstærsti kostnaðarþátturinn, mun hún einfaldlega leggja atvinnugreinina niður. Við munum þá tala um íslenska ylrækt, og væntanlega flesta ef ekki alla grænmetisbændur, í þátíð eins og Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, hefur bent á. Sú tilhugsun er skelfileg. Þú veist hvaðan íslenska grænmetið kemur. Þú hefur hins vegar enga hugmynd um hvað bíður þín í grænmetisdeildinni ef stjórnvöld girða sig ekki í brók og grípa tafarlaust í taumana. Vonandi verður það fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar algjörlega óháð því hvernig hún verður mönnuð. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Hjálmarsson Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Raforkuverð til bænda hefur tvöfaldast á síðustu fjórum árum. Sem sagt hækkað um 25% á ári og þar af leiðandi eitt hundrað prósent á þessu tímabili. Það er gríðarlega mikið og ekki lagast myndin ef sú spá rætist að vegna lögmálsins um framboð og eftirspurn muni raforkuverðið hækka um annað eins á næstu fjórum árum líka. Það þýðir að raforkuverð til bænda og langflestra fyrirtækja landsins muni margfaldast á átta ára tímabili. Þessar hörmungar eru ekki vegna óviðráðanlegra náttúruhamfara heldur alfarið á valdi og ábyrgð stjórnvalda sem krefja Landsvirkjun um hámörkun á arðsemi starfsemi sinnar. Sú ótrúlega eigandastefna gæti endað með ósköpum. Íslenskur landbúnaður er hreykinn af hreinleika sínum og umhverfisvænni framleiðslu. Græna raforkan okkar er þar á meðal. Hún gefur okkur án nokkurs vafa talsvert samkeppnisforskot á erlenda framleiðslu og er á meðal þess sem bæði útskýrir og réttlætir hærra verð hágæðavörunnar í samanburði við aðra valkosti. En alls staðar eru dregnar línur í sandinn. Dýrt getur allt í einu orðið of dýrt. Neytandanum er ýmist misboðið eða hann hefur hreinlega ekki efni á gæðunum. Þessum miklu hækkunum raforkuverðs verður ekki velt út í verðlagið eins og ekkert sé. Hún mun, reyndar með misalvarlegum hætti, bitna á öllum greinum landbúnaðarins. Í tilfelli ylræktar, þar sem raforkan er langstærsti kostnaðarþátturinn, mun hún einfaldlega leggja atvinnugreinina niður. Við munum þá tala um íslenska ylrækt, og væntanlega flesta ef ekki alla grænmetisbændur, í þátíð eins og Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, hefur bent á. Sú tilhugsun er skelfileg. Þú veist hvaðan íslenska grænmetið kemur. Þú hefur hins vegar enga hugmynd um hvað bíður þín í grænmetisdeildinni ef stjórnvöld girða sig ekki í brók og grípa tafarlaust í taumana. Vonandi verður það fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar algjörlega óháð því hvernig hún verður mönnuð. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun