Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar 18. nóvember 2024 16:31 Ekki er liðin vika frá því að ég skoraði á stjórnmálaflokkana, í skoðanagrein hér, að setja velferð dýra á meðal oddamála fyrir komandi kosningar. Þeir hafa ekki þorað því utan eins núna. Ég átti ekki nokkra von á viðbrögðum þó ég hafi rökstutt það með því að vísan í elju Tryggva Gunnarssonar þingmanns um þar síðustu aldamót. Tryggvi kom dýravernd bókstaflega í gang á Íslandi á opinberum vettvangi. Fyrstu íslensku dýraverndarlögin má heita að séu verk hans og hann kallaði einmitt konur til verka, þær hefðu sanna tilfinningu fyrir dýravernd. Ég nærri hopaði hæð mína í lofti þegar ég opna netið eftir hádegi í dag og sé að eðalkratinn Þórunn Sveinbjarnardóttir frambjóðandi hefur skrifað skoðanagrein á visir.is um mikilvægi velferðar dýra. Í greininni drepur hún á nokkrum mikilvægum atriðum sem komandi þing má til með að taka á því dýravernd á Íslandi er á brauðfótum. Áhugaleysi síðustu ríkisstjórnar algert og eftirlit með eftirlitsaðilanum Matvælastofnun ekkert. Ég leyfi mér að segja að VG séu nú að verða fyrir barðinu á því og ekki er ris íhaldsins og framsóknar hátt, sem betur fer. Svo langt gekk sú slaka stjórn, óvinveitt dýravernd, að hún var samþykk því að það væri í lagi að murka líf úr hvölum byggt á lögum sem ættu með réttu heima á Grund. Einkum hefur þó einn íhaldsframbjóðandi hamrað á þeirri rökleysu og ekki er aðstoðarmaður forsætisráðherra í Matvælaráðuneytinu skárri. Að sama skapi setti hún engar hindranir á þjáningar blóðmera svo fátt eitt sé nefnt. - Ekki nokkur samúð með dýrum. Ég hef skrifað það áður að mér dytti ekki í hug að fara á kjörstað ef engin stjórnmálaflokkur nennir að ræða velferð dýra fyrir komandi kosningar. Það hefur einfaldlega verið prinsipp mál hjá mér. - Á því verður breyting nú. Ég mun berjast fyrir því að Þórunn nái þingsæti í mínu kjördæmi, með því að fara á kjörstað. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Dýraheilbrigði Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ekki er liðin vika frá því að ég skoraði á stjórnmálaflokkana, í skoðanagrein hér, að setja velferð dýra á meðal oddamála fyrir komandi kosningar. Þeir hafa ekki þorað því utan eins núna. Ég átti ekki nokkra von á viðbrögðum þó ég hafi rökstutt það með því að vísan í elju Tryggva Gunnarssonar þingmanns um þar síðustu aldamót. Tryggvi kom dýravernd bókstaflega í gang á Íslandi á opinberum vettvangi. Fyrstu íslensku dýraverndarlögin má heita að séu verk hans og hann kallaði einmitt konur til verka, þær hefðu sanna tilfinningu fyrir dýravernd. Ég nærri hopaði hæð mína í lofti þegar ég opna netið eftir hádegi í dag og sé að eðalkratinn Þórunn Sveinbjarnardóttir frambjóðandi hefur skrifað skoðanagrein á visir.is um mikilvægi velferðar dýra. Í greininni drepur hún á nokkrum mikilvægum atriðum sem komandi þing má til með að taka á því dýravernd á Íslandi er á brauðfótum. Áhugaleysi síðustu ríkisstjórnar algert og eftirlit með eftirlitsaðilanum Matvælastofnun ekkert. Ég leyfi mér að segja að VG séu nú að verða fyrir barðinu á því og ekki er ris íhaldsins og framsóknar hátt, sem betur fer. Svo langt gekk sú slaka stjórn, óvinveitt dýravernd, að hún var samþykk því að það væri í lagi að murka líf úr hvölum byggt á lögum sem ættu með réttu heima á Grund. Einkum hefur þó einn íhaldsframbjóðandi hamrað á þeirri rökleysu og ekki er aðstoðarmaður forsætisráðherra í Matvælaráðuneytinu skárri. Að sama skapi setti hún engar hindranir á þjáningar blóðmera svo fátt eitt sé nefnt. - Ekki nokkur samúð með dýrum. Ég hef skrifað það áður að mér dytti ekki í hug að fara á kjörstað ef engin stjórnmálaflokkur nennir að ræða velferð dýra fyrir komandi kosningar. Það hefur einfaldlega verið prinsipp mál hjá mér. - Á því verður breyting nú. Ég mun berjast fyrir því að Þórunn nái þingsæti í mínu kjördæmi, með því að fara á kjörstað. Höfundur er lögfræðingur.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun