Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar 18. nóvember 2024 17:01 Sem fyrr er hörð samkeppni milli vinstri flokkanna um hver þeirra geti lofað mestu skattahækkununum fyrir kosningar, leynt sem ljóst. Flokkur fólksins gerir alvöru atlögu að titlinum með því að boða 90 milljarða árlega aukna skattheimtu af lífeyri landsmanna. Vill flokkurinn gera það með því að taka háan skatt af lífeyrisiðgjöldum launafólks. Launamenn munu þannig greiða skatt af tekjum sínum áratugum áður en þær koma til útborgunar. Sumir munu greiða skatt af tekjum sem þeir fá aldrei í vasann. Engin trygging er svo fyrir því að tekjurnar verði ekki skattlagðar aftur við útgreiðslu ef svona aðfarir hljóta stuðning. Nái þessar gripdeildir Flokks fólksins fram að ganga mun söfnun lífeyrisréttinda ganga hægar fyrir sig. Bæði vegna lægri innborgunar og þar með ávöxtunar þar til lífeyrisaldri er náð og þörf er á þessum tekjum. Þetta veikir afkomu eldri borgara, beint og óbeint, til langrar framtíðar. Sömuleiðis veikir þessi skattahækkun tryggingaverndina sem lífeyrisréttindi veita m.a. vegna örorku. Með því að eta útsæðið með þessum hætti rýrna einnig skatttekjur ríkisins til framtíðar. Þessi skattahækkun mun því, eins og margar slíkar aðrar, skila lægri skatttekjum þegar allt kemur til alls. Allir tapa. Ekki verður betur séð en Flokkur fólksins slái ekki bara met í skattheimtu með þessari tillögu heldur einnig öll met í skerðingu lífeyris og örorkubóta og veiki um leið getu ríkisvaldsins til að hjálpa þeim sem minnst mega sín. Ef tryggja á fólki fæði, klæði og húsnæði er ekki gott að eta útsæði. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Sem fyrr er hörð samkeppni milli vinstri flokkanna um hver þeirra geti lofað mestu skattahækkununum fyrir kosningar, leynt sem ljóst. Flokkur fólksins gerir alvöru atlögu að titlinum með því að boða 90 milljarða árlega aukna skattheimtu af lífeyri landsmanna. Vill flokkurinn gera það með því að taka háan skatt af lífeyrisiðgjöldum launafólks. Launamenn munu þannig greiða skatt af tekjum sínum áratugum áður en þær koma til útborgunar. Sumir munu greiða skatt af tekjum sem þeir fá aldrei í vasann. Engin trygging er svo fyrir því að tekjurnar verði ekki skattlagðar aftur við útgreiðslu ef svona aðfarir hljóta stuðning. Nái þessar gripdeildir Flokks fólksins fram að ganga mun söfnun lífeyrisréttinda ganga hægar fyrir sig. Bæði vegna lægri innborgunar og þar með ávöxtunar þar til lífeyrisaldri er náð og þörf er á þessum tekjum. Þetta veikir afkomu eldri borgara, beint og óbeint, til langrar framtíðar. Sömuleiðis veikir þessi skattahækkun tryggingaverndina sem lífeyrisréttindi veita m.a. vegna örorku. Með því að eta útsæðið með þessum hætti rýrna einnig skatttekjur ríkisins til framtíðar. Þessi skattahækkun mun því, eins og margar slíkar aðrar, skila lægri skatttekjum þegar allt kemur til alls. Allir tapa. Ekki verður betur séð en Flokkur fólksins slái ekki bara met í skattheimtu með þessari tillögu heldur einnig öll met í skerðingu lífeyris og örorkubóta og veiki um leið getu ríkisvaldsins til að hjálpa þeim sem minnst mega sín. Ef tryggja á fólki fæði, klæði og húsnæði er ekki gott að eta útsæði. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun