Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2024 10:01 Aron Einar Gunnarsson mætir ekki á sinn gamla heimavöll í Cardiff í kvöld. Hvorki sem leikmaður né áhorfandi. VÍSIR/VILHELM Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mun ekki geta tekið þátt í leiknum á sínum gamla heimavelli og þá verður hann ekki á vellinum á meðan á leik stendur. Aron er að glíma við meiðsli og er á leið aftur heim til Katar. Aron meiddist í fyrri hálfleik í leik Íslands og Svartfjallalands í Niksic á dögunum og er ljóst að meiðslin halda honum frá keppni í kvöld. Skellur ekki bara fyrir íslenska landsliðið, heldur einnig Aron Einar sem er mikils metinn í Cardiff eftir frábæran tíma sem leikmaður Cardiff City hér á árum áður. „Hann fór í myndatöku og við vorum búnir að bíða eftir niðurstöðu. Þess vegna kölluðum við ekki nýjan leikmann inn í hópinn. Hann er meiddur og verður ekki klár í þennan leik,“ sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í viðtali við íþróttadeild í gær. „Hann flýgur því aftur til Katar á morgun. Síðan verðum við að bíða og sjá hvernig við bregðumst við því.“ Aron verður því ekki viðstaddur á Cardiff City leikvanginum þar sem að félag hans vildi fá hann heim til Katar sem fyrst til að taka stöðuna á meiðslunum og hefja endurhæfingu. „Hann var hérna í átta ár. Hér þekkja hann allir og hann var mjög vonsvikinn með að geta ekki spilað þennan leik. Ég skil hann fullkomlega. Hann þjáist mikið á þessari stundu en verður núna fyrst og fremst að einblína á að ná fullum bata. Hann er ávallt öðrum leikmönnum mikill innblástur. Hann hefur verið frábær í kringum hópinn undanfarna daga. Hugarfar hans og áran í kringum hann smitar út frá sér. Það hefur verið gott að hafa hann með okkur.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Aron meiddist í fyrri hálfleik í leik Íslands og Svartfjallalands í Niksic á dögunum og er ljóst að meiðslin halda honum frá keppni í kvöld. Skellur ekki bara fyrir íslenska landsliðið, heldur einnig Aron Einar sem er mikils metinn í Cardiff eftir frábæran tíma sem leikmaður Cardiff City hér á árum áður. „Hann fór í myndatöku og við vorum búnir að bíða eftir niðurstöðu. Þess vegna kölluðum við ekki nýjan leikmann inn í hópinn. Hann er meiddur og verður ekki klár í þennan leik,“ sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í viðtali við íþróttadeild í gær. „Hann flýgur því aftur til Katar á morgun. Síðan verðum við að bíða og sjá hvernig við bregðumst við því.“ Aron verður því ekki viðstaddur á Cardiff City leikvanginum þar sem að félag hans vildi fá hann heim til Katar sem fyrst til að taka stöðuna á meiðslunum og hefja endurhæfingu. „Hann var hérna í átta ár. Hér þekkja hann allir og hann var mjög vonsvikinn með að geta ekki spilað þennan leik. Ég skil hann fullkomlega. Hann þjáist mikið á þessari stundu en verður núna fyrst og fremst að einblína á að ná fullum bata. Hann er ávallt öðrum leikmönnum mikill innblástur. Hann hefur verið frábær í kringum hópinn undanfarna daga. Hugarfar hans og áran í kringum hann smitar út frá sér. Það hefur verið gott að hafa hann með okkur.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira