Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar 19. nóvember 2024 10:17 Að undanförnu hefur verið fjallað um þá alvarlegu stöðu sem blasir við háskólamenntuðum á landinu. Í dag hafa stéttarfélög þúsunda háskólamenntaðra starfsmanna og hið opinbera enn ekki náð samningum sín á milli. Sú staða sem komin er upp ætti ekki að koma nokkrum á óvart þar sem lítill vilji er til þess hjá þessum hópum að fórna kjörum og virði sinnar menntunar og taka á sig síauknar skuldir og skattbyrði í þeim tilgangi að liðka fyrir samningum aðildarfélaga ASÍ og SA. Staða háskólamenntunar á Íslandi er grafalvarleg. Ungt fólk er í auknum mæli hætt að sækja menntun í háskóla af því hún einfaldlega borgar sig ekki. Námslánaskuldir, húnsæðisskuldir, skattar og gjöld hækka öll sem hlutfall og eru oftar en ekki verðtryggð á meðan kjarasamningsbundnar launahækkanir og krónutöluhækkanir gera það ekki. Ef marka má orð Sigurðar Jóhannessonar, prófessors í hagfræði, hefur kaupmáttur háskólafólks staðið í stað frá aldamótum á sama tíma og kaupmáttur launþega með grunnmenntun hefur aukist um 44%. Sjá m.a. umfjöllun um grein Sigurðar í Viðskiptablaðinu undir árslok 2023. Undir þessar áhyggjur Sigurðar hafa margir forkólfar hagsmunasamtaka háskólafólks tekið undir. Strax í upphafi árs vakti formaður Bandalags háskólamanna athygli á alvarlegri stöðu háskólamenntaðra. Hún áréttaði mikilvægi þess að hafa stéttarfélög með í ráðum við samningagerð þegar ljóst var að hið opinbera ætlaði sér að hlaupa undir bagga með SA í samningum þeirra við nokkur ASÍ félög. Þannig dróg formaður BHM engan dul á þá skýru afstöðu sína að vart væri hægt að tala um afstöðu þjóðar ef hún samanstæði eingöngu af um 47% þjóðarsátt Þá reyndu 22 stéttarfélög háskólamenntaðra að ná athygli hins opinbera og koma á framfæri áhyggjum sínum í aðdraganda ríkisstyrktra kjarasamninga ASÍ og SA í febrúar á þessu ári með sameiginlegri yfirlýsingu þar sem stéttarfélög í hagsmunagæslu fyrir tugþúsundir háskólamenntaðra lýstu þungum áhyggjum af virði háskólamenntunar, minnkandi ásókn í háskólanám og neikvæðum áhrifum þess á þjóðarhag til skemmri og lengri tíma litið. Stéttarfélög háskólamenntaðra utan sem innan bandalags þeirra hafa viðrað áhyggjur sínar af stöðu mála. Í Vísiþann 15. ágúst síðastliðinn birtist til að mynda hispurslaus grein um óheillaþróun á vinnumarkaði eftir framkvæmdastjóra og formann kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. Undirritaður lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum af kaupmáttarrýrnun háskólamenntaðra með grein í Vísi þann 13. september sl. Það var svo þann 29. október sl. að forystukonur hagsmunasamtaka háskólafólks kölluðu eftir kjarki ráðmanna til að takast á við þá vá sem blasir við framtíð háskólamenntunnar og neikvæðum áhrifum frekari kjararýrnunar á framtíðarhagsmuni þjóðarinnar. Að þessari grein stóðu formenn BHM, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélags Íslands og Verkfræðingafélags Íslands sem saman gæta hagsmuna um 30.000 háskólamenntaðra starfsmanna. Þá má vel færa rök fyrir því að hið opinbera gerði mistök með aðkomu sinni að samningum SA á almenna markaðnum á vormánuðum. Þær hækkanir sem þar voru samþykktar með hliðsjón af aðgerðapakka ríkisins voru einfaldlega ófullnægjandi þegar horft er til stöðu háskólamenntaðra og kjaralegrar þróunar þeirra undanfarin ár. Hið opinbera hefur síðan þá þráskallast við, algjörlega ófært um að sjá villu síns vegar. Ef markmið aðila er að ná friði og sátt á vinnumarkaði þá má ljóst vera að við fjarlægjumst það markmið frekar en hitt. Átökin harðna eins og sjá má af deilum Kennarasambands Íslands sem nú hafa tilneydd hafið verkfellsaðgerðir í fjölda skóla. Þá eru læknar sömuleiðis á leið í verkfall. Nú í miðri kosningabaráttu hefði mátt búast við því að frambjóðendur myndu tala fyrir þeirri sanngjörnu og málefnalegu kröfu háskólamenntaðra að meta sérfræðiþekkingu til launa í stað þess að bjóða uppá áframhaldandi kaupmáttarskerðingu. Hvar eru þeir frambjóðendur sem tala fyrir mikilvægi háskólamenntunar? Fjölmargir hafa áhyggjur af framtíð Íslands þegar sífellt er dregið úr hvata einstaklinga til að sækja sér háskólamenntun. Þá er brýnt að virt verði samningsumboð þeirra félaga sem tala fyrir hagsmunum háskólamenntaðra í stað þess að vísa ítrekað til ákvarðana sem voru teknar á öðrum vígstöðum. Kæru frambjóðendur, ef ekki núna, hvenær er þá tími til að sýna kjark, dug og þor? Höfundur er formaður Stéttarfélags lögfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað um þá alvarlegu stöðu sem blasir við háskólamenntuðum á landinu. Í dag hafa stéttarfélög þúsunda háskólamenntaðra starfsmanna og hið opinbera enn ekki náð samningum sín á milli. Sú staða sem komin er upp ætti ekki að koma nokkrum á óvart þar sem lítill vilji er til þess hjá þessum hópum að fórna kjörum og virði sinnar menntunar og taka á sig síauknar skuldir og skattbyrði í þeim tilgangi að liðka fyrir samningum aðildarfélaga ASÍ og SA. Staða háskólamenntunar á Íslandi er grafalvarleg. Ungt fólk er í auknum mæli hætt að sækja menntun í háskóla af því hún einfaldlega borgar sig ekki. Námslánaskuldir, húnsæðisskuldir, skattar og gjöld hækka öll sem hlutfall og eru oftar en ekki verðtryggð á meðan kjarasamningsbundnar launahækkanir og krónutöluhækkanir gera það ekki. Ef marka má orð Sigurðar Jóhannessonar, prófessors í hagfræði, hefur kaupmáttur háskólafólks staðið í stað frá aldamótum á sama tíma og kaupmáttur launþega með grunnmenntun hefur aukist um 44%. Sjá m.a. umfjöllun um grein Sigurðar í Viðskiptablaðinu undir árslok 2023. Undir þessar áhyggjur Sigurðar hafa margir forkólfar hagsmunasamtaka háskólafólks tekið undir. Strax í upphafi árs vakti formaður Bandalags háskólamanna athygli á alvarlegri stöðu háskólamenntaðra. Hún áréttaði mikilvægi þess að hafa stéttarfélög með í ráðum við samningagerð þegar ljóst var að hið opinbera ætlaði sér að hlaupa undir bagga með SA í samningum þeirra við nokkur ASÍ félög. Þannig dróg formaður BHM engan dul á þá skýru afstöðu sína að vart væri hægt að tala um afstöðu þjóðar ef hún samanstæði eingöngu af um 47% þjóðarsátt Þá reyndu 22 stéttarfélög háskólamenntaðra að ná athygli hins opinbera og koma á framfæri áhyggjum sínum í aðdraganda ríkisstyrktra kjarasamninga ASÍ og SA í febrúar á þessu ári með sameiginlegri yfirlýsingu þar sem stéttarfélög í hagsmunagæslu fyrir tugþúsundir háskólamenntaðra lýstu þungum áhyggjum af virði háskólamenntunar, minnkandi ásókn í háskólanám og neikvæðum áhrifum þess á þjóðarhag til skemmri og lengri tíma litið. Stéttarfélög háskólamenntaðra utan sem innan bandalags þeirra hafa viðrað áhyggjur sínar af stöðu mála. Í Vísiþann 15. ágúst síðastliðinn birtist til að mynda hispurslaus grein um óheillaþróun á vinnumarkaði eftir framkvæmdastjóra og formann kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. Undirritaður lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum af kaupmáttarrýrnun háskólamenntaðra með grein í Vísi þann 13. september sl. Það var svo þann 29. október sl. að forystukonur hagsmunasamtaka háskólafólks kölluðu eftir kjarki ráðmanna til að takast á við þá vá sem blasir við framtíð háskólamenntunnar og neikvæðum áhrifum frekari kjararýrnunar á framtíðarhagsmuni þjóðarinnar. Að þessari grein stóðu formenn BHM, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélags Íslands og Verkfræðingafélags Íslands sem saman gæta hagsmuna um 30.000 háskólamenntaðra starfsmanna. Þá má vel færa rök fyrir því að hið opinbera gerði mistök með aðkomu sinni að samningum SA á almenna markaðnum á vormánuðum. Þær hækkanir sem þar voru samþykktar með hliðsjón af aðgerðapakka ríkisins voru einfaldlega ófullnægjandi þegar horft er til stöðu háskólamenntaðra og kjaralegrar þróunar þeirra undanfarin ár. Hið opinbera hefur síðan þá þráskallast við, algjörlega ófært um að sjá villu síns vegar. Ef markmið aðila er að ná friði og sátt á vinnumarkaði þá má ljóst vera að við fjarlægjumst það markmið frekar en hitt. Átökin harðna eins og sjá má af deilum Kennarasambands Íslands sem nú hafa tilneydd hafið verkfellsaðgerðir í fjölda skóla. Þá eru læknar sömuleiðis á leið í verkfall. Nú í miðri kosningabaráttu hefði mátt búast við því að frambjóðendur myndu tala fyrir þeirri sanngjörnu og málefnalegu kröfu háskólamenntaðra að meta sérfræðiþekkingu til launa í stað þess að bjóða uppá áframhaldandi kaupmáttarskerðingu. Hvar eru þeir frambjóðendur sem tala fyrir mikilvægi háskólamenntunar? Fjölmargir hafa áhyggjur af framtíð Íslands þegar sífellt er dregið úr hvata einstaklinga til að sækja sér háskólamenntun. Þá er brýnt að virt verði samningsumboð þeirra félaga sem tala fyrir hagsmunum háskólamenntaðra í stað þess að vísa ítrekað til ákvarðana sem voru teknar á öðrum vígstöðum. Kæru frambjóðendur, ef ekki núna, hvenær er þá tími til að sýna kjark, dug og þor? Höfundur er formaður Stéttarfélags lögfræðinga.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar