Fótbolti

Leik­dagur í Car­diff: „Þetta er leik­þáttur frá A-Ö“

Aron Guðmundsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason, Aron Guðmundsson og Guðmundur Benediktsson eru ásamt Ívari Fannari Arnarssyni í Cardiff þar sem að Wales mun taka á móti Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld. Þeir félagarnir hituðu upp fyrir leik kvöldsins.
Kjartan Henry Finnbogason, Aron Guðmundsson og Guðmundur Benediktsson eru ásamt Ívari Fannari Arnarssyni í Cardiff þar sem að Wales mun taka á móti Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld. Þeir félagarnir hituðu upp fyrir leik kvöldsins. Vísir/Ívar

Það er leikdagur í Cardiff. Í kvöld mun Wales taka á móti Íslandi í Þjóðadeild karla í fótbolta á Cardiff City leikvanginum. Stöð 2 Sport er á svæðinu. Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp með Aroni Guðmundssyni. Upphitun sem má sjá hér fyrir neðan.

Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið. Sigur myndi þýða að Ísland stæli 2.sæti riðilsins af Wales og myndi þar með fara í umspil um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Wales nægir hins vegar sigur til þess að tryggja annað sætið. 

Í upphitun Arons, Gumma og Kjartans Henrys er farið yfir víðan völl. Rýnt í íslenska og velska liðið sem og helstu sögulínur í kringum liðin utan vallar ræddar. Er þjálfari Wales að slá ryki í augun á okkur? Erum við að fara horfa á síðasta leik Hareide í starfi landsliðsþjálfara? Og þar fram eftir götunum

Það snjóaði í Cardiff í morgun. Er það fyrirboði fyrir leik kvöldsins? Ís fyrir íslenskan sigur. Við erum bjartsýn, hvað með ykkur? 

Leikur Wales og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í átta.


Tengdar fréttir

Hareide ætlar að stöðva tap­lausa hrinu Wa­les

Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands segir frammistöðu sinna manna í fyrri leik liðanna gefa þeim sjálfstraust komandi inn í leik kvöldsins.

Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins

Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mun ekki geta tekið þátt í leiknum á sínum gamla heimavelli og þá verður hann ekki á vellinum á meðan á leik stendur. Aron er að glíma við meiðsli og er á leið aftur heim til Katar.

Bella­my heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“

Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales er mjög hrifinn af Orra Steini Óskarssyni, framherja Íslands og Real Sociedad. Segir að hann verði heimsþekktur á næstu fimm til sex árum.

Fyrir­liðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“

Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar og fyrirliði liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, býst við því að Íslendingar þurfi að standa í hárinu á brjáluðum Walesverjum.

Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales

Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, sat ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrir svörum á blaðamannafundi í Cardiff í Wales í dag, fyrir leikinn við heimamenn í Þjóðadeildinni annað kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×