Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 13:48 Skrifstofa Alþingis hefur sent frá sér tölfræði yfir afgreiðslu mála á 155. löggjafarþingi sem lauk í gær. Vísir/Einar Alls voru 17 lagafrumvörp og tvær þingsályktanir samþykktar á Alþingi á nýliðnum þingvetri sem hófst 10. september og lauk í gær. Það er ekki nema lítið brot af þeim málum sem lágu fyrir þinginu, en alls lágu fyrir 151 frumvörp og 111 þingsályktunartillögur. Þingfundadagar voru hins vegar aðeins 23 enda var stjórnarsamstarfi slitið og boðað til kosninga fyrr en gert var ráð fyrir. Alls voru 337 þingmál til meðferðar hjá Alþingi og prentuð þingskjöl 416. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis er tekin saman tölfræði vegna 155. löggjafarþings sem lauk í gær. Þar kemur fram að alls fóru fram 27 þingfundir og stóðu þeir samanlagt í 84,5 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var þrjár klukkustundir, lengsti fundurinn stóð í tæpar 10,5 klukkustundir en það mál sem fékk hvað mesta umræðu voru fjárlög 2025 sem rædd voru í rúmar 19 klukkustundir. Meðal þeirra mála sem afgreidd voru sem lög frá Alþingi voru frumvörp um breytingar á kosningalögum og útlendingalögum, brottfall laga um Bankasýslu ríkisins, auk fjögurra frumvarpa sem varða stuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík, að ógleymdum fjárlögum og fjáraukalögum svo fátt eitt sé nefnt. Lista yfir þau lög sem samþykkt voru á tímabilinu má nálgast hér. Þá voru lagðar fram fimm skriflegar skýrslur og beiðni um fjórar, tvær til ráðherra og tvær til ríkisendurskoðanda. „Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 66. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru sex og var engri svarað en ein kölluð aftur og tvær felldar niður vegna ráðherraskipta. 60 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 16 þeirra svarað og 11 felldar niður vegna ráðherraskipta. 33 skriflegar fyrirspurnir biðu svars er þingi var frestað,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Alls var 28 óundirbúnum fyrirspurnum beint til ráðherra og sérstakar umræður voru þrjár. Þá höfðu verið haldnir alls 86 fundir hjá fastanefndum þingsins þegar þingi var frestað í gær. Uppfært kl. 14:25: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að engum fyrirspurnum hafi verið svarað á tímabilinu. Hið rétta er að sextán fyrirspurnum var svarað skriflega, en hins vegar var engum munnlegum fyrirspurnum svarað. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis er tekin saman tölfræði vegna 155. löggjafarþings sem lauk í gær. Þar kemur fram að alls fóru fram 27 þingfundir og stóðu þeir samanlagt í 84,5 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var þrjár klukkustundir, lengsti fundurinn stóð í tæpar 10,5 klukkustundir en það mál sem fékk hvað mesta umræðu voru fjárlög 2025 sem rædd voru í rúmar 19 klukkustundir. Meðal þeirra mála sem afgreidd voru sem lög frá Alþingi voru frumvörp um breytingar á kosningalögum og útlendingalögum, brottfall laga um Bankasýslu ríkisins, auk fjögurra frumvarpa sem varða stuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík, að ógleymdum fjárlögum og fjáraukalögum svo fátt eitt sé nefnt. Lista yfir þau lög sem samþykkt voru á tímabilinu má nálgast hér. Þá voru lagðar fram fimm skriflegar skýrslur og beiðni um fjórar, tvær til ráðherra og tvær til ríkisendurskoðanda. „Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 66. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru sex og var engri svarað en ein kölluð aftur og tvær felldar niður vegna ráðherraskipta. 60 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 16 þeirra svarað og 11 felldar niður vegna ráðherraskipta. 33 skriflegar fyrirspurnir biðu svars er þingi var frestað,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Alls var 28 óundirbúnum fyrirspurnum beint til ráðherra og sérstakar umræður voru þrjár. Þá höfðu verið haldnir alls 86 fundir hjá fastanefndum þingsins þegar þingi var frestað í gær. Uppfært kl. 14:25: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að engum fyrirspurnum hafi verið svarað á tímabilinu. Hið rétta er að sextán fyrirspurnum var svarað skriflega, en hins vegar var engum munnlegum fyrirspurnum svarað.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira