Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 20. nóvember 2024 06:33 Í heilbrigðiskerfinu er ein birtingarmynd stefnu- og sinnuleysis Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ríkisstjórnar sú að á Íslandi er einungis um 50% þjóðarinnar með fastan heimilislækni en til samanburðar er hlutfallið 95% í Noregi. Á vakt Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans í ríkisstjórn heldur innviðaskuldin í heilbrigðiskerfinu bara áfram að vaxa - og mun gera það áfram undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna er svo brýnt að knýja fram breytingar í kosningunum 30. nóvember. Sterk Samfylking er öruggasta tryggingin fyrir breyttum og betri stjórnarháttum á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á gamalt vín á nýjum belgjum Þrátt fyrir þessa alvarlegu stöðu í heilbrigðiskerfinu heldur Sjálfstæðisflokkurinn bara áfram með sömu innantómu og óábyrgu loforðin, sem engu skila nema fyrir eignafólkið og fólkið með hæstu tekjurnar. Þeir lofa skattalækkunum en á sama tíma mikilli innviðauppbyggingu. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd og Sjálfstæðisflokkurinn leikur þennan óábyrga leik fyrir hverjar kosningar, sumsé býður upp á gamalt vín á nýjum belgjum. Og eina raunverulega mótvægið við þetta ábyrgðar- og sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins er skýrt og ábyrgt plan Samfylkingarinnar. Plan sem unnið hefur verið í samstarfi við fólkið í landinu undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Í því eru ekki boðaðar neinar töfra- eða skyndilausnir á flóknum úrlausnarefnum eins og mörgum stjórnmálaflokkum hættir til að gera í kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að þetta mun taka tíma enda nær planið til tveggja kjörtímabila og við viljum fá þjóðina með okkur í verkefnið. Jafnt aðgengi óháð efnahag og búsetu eða aukinn einkarekstur og einkavæðing Samfylkingin vill styrkja grunnstoðir heilbrigðiskerfisins fyrir alla landsmenn. Við fundum svo vel fyrir því á fundum okkar um heilbrigðismál út um allt land að fólk á samleið með okkur jafnaðarfólki varðandi það grundvallaratriði að heilbrigðiskerfið okkar á að grípa allt fólk þegar heilsan brestur óháð efnahag, bakgrunni eða búsetu. Þetta er lífsskoðun okkar jafnaðarfólks og inngróið í okkar DNA á meðan flokkar á hægri vængnum tala fyrir auknum einkarekstri og einkavæðingu og er tilbúið að gefa afslátt á þessu grundvallaratriði. Þar skilur á milli og kjósendur geta treyst Samfylkingunni til að standa vörð um heilbrigðiskerfi þar sem jafn aðgangur óháð efnahag, bakgrunni og búsetu er grunngildið. Þjóðarmarkmið og örugg skref Í öruggum skrefum Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum setjum við fram fimm þjóðarmarkmið; fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi, þjóðarátak í umönnun eldra fólks, öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt, meiri tími með sjúklingnum og að við tökum ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. Til þess að ná þessu metnaðarfullu þjóðarmarkmiðum setjum við fram örugg skref að hverju þjóðarmarkmiði sem hægt er að lesa um í útspili Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum, https://xs.is/orugg-skref. Skýrir valkostir í kosningunum Eftir sjö ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af ráðið ferð ríkisfjármála er þörf á uppfærslu í heilbrigðiskerfinu. Og þar er Samfylkingin tilbúin til verka með skýrt plan að leiðarljósi. Valkostirnir í þessum kosningum eru skýrir; áframhaldandi sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins gagnvart heilbrigðiskerfinu eða plan Samfylkingarinnar. Það er þörf á breytingum og nýju upphafi. Öruggasta leiðin fyrir kjósendur til að tryggja breytingar að loknum kosningum í þágu almannahagsmuna á kostnað sérhagsmuna er stuðningur við Samfylkinguna. Og veiti kjósendur okkur umboð í kosningunum 30. nóvember nk. þá mun Samfylkingin undir styrkri forystu Kristrúnar Frostadóttur á fyrsta degi nýrrar ríkisstjórnar hefjast handa við að reisa heilbrigðiskerfið við eftir áralangt sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í heilbrigðiskerfinu er ein birtingarmynd stefnu- og sinnuleysis Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ríkisstjórnar sú að á Íslandi er einungis um 50% þjóðarinnar með fastan heimilislækni en til samanburðar er hlutfallið 95% í Noregi. Á vakt Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans í ríkisstjórn heldur innviðaskuldin í heilbrigðiskerfinu bara áfram að vaxa - og mun gera það áfram undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna er svo brýnt að knýja fram breytingar í kosningunum 30. nóvember. Sterk Samfylking er öruggasta tryggingin fyrir breyttum og betri stjórnarháttum á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á gamalt vín á nýjum belgjum Þrátt fyrir þessa alvarlegu stöðu í heilbrigðiskerfinu heldur Sjálfstæðisflokkurinn bara áfram með sömu innantómu og óábyrgu loforðin, sem engu skila nema fyrir eignafólkið og fólkið með hæstu tekjurnar. Þeir lofa skattalækkunum en á sama tíma mikilli innviðauppbyggingu. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd og Sjálfstæðisflokkurinn leikur þennan óábyrga leik fyrir hverjar kosningar, sumsé býður upp á gamalt vín á nýjum belgjum. Og eina raunverulega mótvægið við þetta ábyrgðar- og sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins er skýrt og ábyrgt plan Samfylkingarinnar. Plan sem unnið hefur verið í samstarfi við fólkið í landinu undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Í því eru ekki boðaðar neinar töfra- eða skyndilausnir á flóknum úrlausnarefnum eins og mörgum stjórnmálaflokkum hættir til að gera í kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að þetta mun taka tíma enda nær planið til tveggja kjörtímabila og við viljum fá þjóðina með okkur í verkefnið. Jafnt aðgengi óháð efnahag og búsetu eða aukinn einkarekstur og einkavæðing Samfylkingin vill styrkja grunnstoðir heilbrigðiskerfisins fyrir alla landsmenn. Við fundum svo vel fyrir því á fundum okkar um heilbrigðismál út um allt land að fólk á samleið með okkur jafnaðarfólki varðandi það grundvallaratriði að heilbrigðiskerfið okkar á að grípa allt fólk þegar heilsan brestur óháð efnahag, bakgrunni eða búsetu. Þetta er lífsskoðun okkar jafnaðarfólks og inngróið í okkar DNA á meðan flokkar á hægri vængnum tala fyrir auknum einkarekstri og einkavæðingu og er tilbúið að gefa afslátt á þessu grundvallaratriði. Þar skilur á milli og kjósendur geta treyst Samfylkingunni til að standa vörð um heilbrigðiskerfi þar sem jafn aðgangur óháð efnahag, bakgrunni og búsetu er grunngildið. Þjóðarmarkmið og örugg skref Í öruggum skrefum Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum setjum við fram fimm þjóðarmarkmið; fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi, þjóðarátak í umönnun eldra fólks, öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt, meiri tími með sjúklingnum og að við tökum ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. Til þess að ná þessu metnaðarfullu þjóðarmarkmiðum setjum við fram örugg skref að hverju þjóðarmarkmiði sem hægt er að lesa um í útspili Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum, https://xs.is/orugg-skref. Skýrir valkostir í kosningunum Eftir sjö ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af ráðið ferð ríkisfjármála er þörf á uppfærslu í heilbrigðiskerfinu. Og þar er Samfylkingin tilbúin til verka með skýrt plan að leiðarljósi. Valkostirnir í þessum kosningum eru skýrir; áframhaldandi sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins gagnvart heilbrigðiskerfinu eða plan Samfylkingarinnar. Það er þörf á breytingum og nýju upphafi. Öruggasta leiðin fyrir kjósendur til að tryggja breytingar að loknum kosningum í þágu almannahagsmuna á kostnað sérhagsmuna er stuðningur við Samfylkinguna. Og veiti kjósendur okkur umboð í kosningunum 30. nóvember nk. þá mun Samfylkingin undir styrkri forystu Kristrúnar Frostadóttur á fyrsta degi nýrrar ríkisstjórnar hefjast handa við að reisa heilbrigðiskerfið við eftir áralangt sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun