Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 08:31 Lionel Messi hefur nú lagt upp 58 mörk fyrir argentínska landsliðið, til viðbótar við að skora sjálfur 112 mörk. Getty/Marcelo Endelli Lionel Messi átti stóran þátt í 1-0 sigri Argentínu gegn Perú í nótt og jafnaði um leið heimsmetið yfir flestar stoðsendingar fyrir landslið karla í fótbolta. Liðin áttust við í undankeppni HM og það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Argentínu tókst að brjóta ísinn þegar Messi sýndi afar lipra takta og sendi fyrir markið á Lautaro Martínez sem skoraði frábært mark. LIONEL MESSI WITH AN INSANE ASSIST, LAUTARO WITH AN INSANE GOAL pic.twitter.com/8CrgijjXYH— MC (@CrewsMat10) November 20, 2024 Hinn 37 ára gamli Messi hefur nú átt 58 stoðsendingar á sínum ferli með argentínska landsliðinu og er búinn að jafna met Bandaríkjamannsins Landon Donovan. Það verður bið á því að Messi geti slegið metið og átt það einn en leikurinn í nótt var hans síðasti á þessu almanaksári, hvort sem er fyrir Argentínu eða Inter Miami. Næstu landsleikir hans gætu orðið gegn Úrúgvæ og Brasilíu 19. og 24. mars. Martínez er nú jafn sjálfum Diego Maradona í 5. sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Argentínu frá upphafi, með einu marki meira en Gonzalo Higuaín. Messi er langefstur á listanum með 112 mörk. Lautaro Martínez now alongside Diego Maradona in Argentina’s all time leading scorers 3 behind 4th placed Hernán Crespo pic.twitter.com/JBa8ScIWUt— GOLAZO (@golazoargentino) November 20, 2024 Eftir sigurinn í nótt er Argentína með fimm stiga forskot á toppnum í tíu liða undankeppni Suður-Ameríku, með 25 stig eftir 12 leiki. Úrúgvæ kemur næst með 20 stig, eftir 1-1 jafntefli við Brasilíu sem er með 18 stig í 5. sæti. Ekvador og Kólumbía eru með 19 stig hvort. Federico Valverde kom Úrúgvæ yfir gegn Brasilíu í nótt, á 55. mínútu en Gerson, leikmaður Flamengo í Brasilíu, jafnaði skömmu síðar. Kólumbía tapaði 1-0 á heimavelli gegn Ekvador, Bólivía og Paragvæ gerðu 2-2 jafntefli, og Síle vann Venesúela 4-2. Fótbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Liðin áttust við í undankeppni HM og það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Argentínu tókst að brjóta ísinn þegar Messi sýndi afar lipra takta og sendi fyrir markið á Lautaro Martínez sem skoraði frábært mark. LIONEL MESSI WITH AN INSANE ASSIST, LAUTARO WITH AN INSANE GOAL pic.twitter.com/8CrgijjXYH— MC (@CrewsMat10) November 20, 2024 Hinn 37 ára gamli Messi hefur nú átt 58 stoðsendingar á sínum ferli með argentínska landsliðinu og er búinn að jafna met Bandaríkjamannsins Landon Donovan. Það verður bið á því að Messi geti slegið metið og átt það einn en leikurinn í nótt var hans síðasti á þessu almanaksári, hvort sem er fyrir Argentínu eða Inter Miami. Næstu landsleikir hans gætu orðið gegn Úrúgvæ og Brasilíu 19. og 24. mars. Martínez er nú jafn sjálfum Diego Maradona í 5. sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Argentínu frá upphafi, með einu marki meira en Gonzalo Higuaín. Messi er langefstur á listanum með 112 mörk. Lautaro Martínez now alongside Diego Maradona in Argentina’s all time leading scorers 3 behind 4th placed Hernán Crespo pic.twitter.com/JBa8ScIWUt— GOLAZO (@golazoargentino) November 20, 2024 Eftir sigurinn í nótt er Argentína með fimm stiga forskot á toppnum í tíu liða undankeppni Suður-Ameríku, með 25 stig eftir 12 leiki. Úrúgvæ kemur næst með 20 stig, eftir 1-1 jafntefli við Brasilíu sem er með 18 stig í 5. sæti. Ekvador og Kólumbía eru með 19 stig hvort. Federico Valverde kom Úrúgvæ yfir gegn Brasilíu í nótt, á 55. mínútu en Gerson, leikmaður Flamengo í Brasilíu, jafnaði skömmu síðar. Kólumbía tapaði 1-0 á heimavelli gegn Ekvador, Bólivía og Paragvæ gerðu 2-2 jafntefli, og Síle vann Venesúela 4-2.
Fótbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira