Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir og Edda Sigfúsdóttir skrifa 20. nóvember 2024 08:30 Þann 18. nóvember s.l. skrifaði María Mjöll Björnsdóttir starfandi sálfræðingur á Landspítala grein þar sem hún benti á bág kjör sem sálfræðingum Landspítala bjóðast. Við undirritaðar tökum undir skrif hennar og hvetjum stjórnvöld til að bæta úr þessu. Sálfræðingar til framtíðar innan stofnana geðheilbrigðiskerfisins Við þekkjum það báðar að hafa starfað víðsvegar sem sálfræðingar. Við höfum meðal annars starfað í fyrstu línu á heilsugæslum, í annarri línu á stofum sálfræðinga og í þriðju línu á Landspítala. Kjör sálfræðinga sem starfa í þriðju línu þar sem mesta þjónustuþörfin er eru þau slökustu. Það er sorgleg staðreynd að margir hæfir sálfræðingar hefja starfsferil sinn á opinberum stofnunum, fá mikla þjálfun og reynslu en leita svo í önnur störf innan nokkurra ára. Þannig tapast þau verðmæti sem skapast hafa í uppbyggingu á mannauði geðheilbrigðiskerfisins. Tryggja þarf að launakjör sálfræðinga séu með þeim hætti að góðir sálfræðingar geti starfað til framtíðar í heilbrigðiskerfinu. Þannig skapast mesta arðsemin, besta nýtingin á skattfé almennings auk þess sem gæði og öryggi þjónustunnar eru betur tryggð. Samningur Sjúkratrygginga Íslands við sálfræðinga Árið 2020 náðist það langþráða markmið að Alþingi samþykkti niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu í breytingu á lögum um sjúkratryggingar. Það var sýnd veiði en ekki gefin því rammasamningur um þjónustuna uppfyllti ekki þarfir eða væntingar sálfræðinga. Hvorki nægt fjármagn eða uppbygging þess kerfis sem þarf samhliða fylgdi þessari mikilvægu breytingu. Við bindum vonir við að samtal eigi sér stað við Sjúkratryggingar og unnið sé hörðum höndum að því að færa þetta til betri vegar. Samningurinn þarf að ná þeim markmiðum að sálfræðingar sjái sér fært að starfa á honum og hann veiti almenningi raunverulega aukið aðgengi að þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Almenningur tapar Við viljum að geðheilbrigðiskerfið sé þannig smíðað að almenningur fái bestu mögulegu meðferð, á réttum stað og réttum tíma. Til þess að tryggja það þarf breytingar. Launakjör sálfræðinga þurfa að vera þannig að sálfræðingar geti vaxið og dafnað í sínum störfum til framtíðar. Taxti niðurgreiddrar sálfræðiþjónustu þarf að vera með þeim hætti að hægt sé að reka fyrirtæki sem veita sálfræðiþjónustu með eðlilegum hætti. Við hvetjum stjórnvöld til að fylgja þessum málum eftir. Ráðast þarf í þessa löngu tímabæru og nauðsynlegu fjárfestingu sem mun skila sér til baka í ríkissjóð. Þannig vinnum við að bættri heilsu og hagsmunum fjölskyldna í landinu. Sé það ekki gert, er það almenningur sem tapar því niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga sem geta veitt hana er engin sálfræðiþjónusta. Höfundar starfa sem sálfræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sjúkratryggingar Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Þann 18. nóvember s.l. skrifaði María Mjöll Björnsdóttir starfandi sálfræðingur á Landspítala grein þar sem hún benti á bág kjör sem sálfræðingum Landspítala bjóðast. Við undirritaðar tökum undir skrif hennar og hvetjum stjórnvöld til að bæta úr þessu. Sálfræðingar til framtíðar innan stofnana geðheilbrigðiskerfisins Við þekkjum það báðar að hafa starfað víðsvegar sem sálfræðingar. Við höfum meðal annars starfað í fyrstu línu á heilsugæslum, í annarri línu á stofum sálfræðinga og í þriðju línu á Landspítala. Kjör sálfræðinga sem starfa í þriðju línu þar sem mesta þjónustuþörfin er eru þau slökustu. Það er sorgleg staðreynd að margir hæfir sálfræðingar hefja starfsferil sinn á opinberum stofnunum, fá mikla þjálfun og reynslu en leita svo í önnur störf innan nokkurra ára. Þannig tapast þau verðmæti sem skapast hafa í uppbyggingu á mannauði geðheilbrigðiskerfisins. Tryggja þarf að launakjör sálfræðinga séu með þeim hætti að góðir sálfræðingar geti starfað til framtíðar í heilbrigðiskerfinu. Þannig skapast mesta arðsemin, besta nýtingin á skattfé almennings auk þess sem gæði og öryggi þjónustunnar eru betur tryggð. Samningur Sjúkratrygginga Íslands við sálfræðinga Árið 2020 náðist það langþráða markmið að Alþingi samþykkti niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu í breytingu á lögum um sjúkratryggingar. Það var sýnd veiði en ekki gefin því rammasamningur um þjónustuna uppfyllti ekki þarfir eða væntingar sálfræðinga. Hvorki nægt fjármagn eða uppbygging þess kerfis sem þarf samhliða fylgdi þessari mikilvægu breytingu. Við bindum vonir við að samtal eigi sér stað við Sjúkratryggingar og unnið sé hörðum höndum að því að færa þetta til betri vegar. Samningurinn þarf að ná þeim markmiðum að sálfræðingar sjái sér fært að starfa á honum og hann veiti almenningi raunverulega aukið aðgengi að þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Almenningur tapar Við viljum að geðheilbrigðiskerfið sé þannig smíðað að almenningur fái bestu mögulegu meðferð, á réttum stað og réttum tíma. Til þess að tryggja það þarf breytingar. Launakjör sálfræðinga þurfa að vera þannig að sálfræðingar geti vaxið og dafnað í sínum störfum til framtíðar. Taxti niðurgreiddrar sálfræðiþjónustu þarf að vera með þeim hætti að hægt sé að reka fyrirtæki sem veita sálfræðiþjónustu með eðlilegum hætti. Við hvetjum stjórnvöld til að fylgja þessum málum eftir. Ráðast þarf í þessa löngu tímabæru og nauðsynlegu fjárfestingu sem mun skila sér til baka í ríkissjóð. Þannig vinnum við að bættri heilsu og hagsmunum fjölskyldna í landinu. Sé það ekki gert, er það almenningur sem tapar því niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga sem geta veitt hana er engin sálfræðiþjónusta. Höfundar starfa sem sálfræðingar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun