Ástráður Haraldsson og Snorri Ástráðsson eru smart feðgar.SAMSETT
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur verið í deiglunni að undanförnu og hefur klæðaburður hans ekki síst vakið athygli. Ástráður er með einstakan stíl og er hrifinn af óhefðbundnum settum. Sonur hans, plötusnúðurinn og viðburðahaldarinn Snorri Ástráðsson, á ekki langt að sækja tískuinnblásturinn en hann er sömuleiðis þekktur fyrir að fara töff leiðir í tískunni.
Ástráður virðist hrifinn af breska tískuhönnuðinum Nigel Cabourn sem sérhæfir sig í einstökum gæðaflíkum og sækir innblástur til fjórða áratugarins. Hann á settið í rauðbrúnum litatónum og sömuleiðis sambærilegt sett í gráu.
Samkvæmt vefsíðu Cabourn kostar jakkinn 31.100 krónur og buxurnar 28.900 krónur.
Jakkinn er í rauðbrúnum litatónum með stuttum og stílhreinum kraga.Nigel CabournBuxurnar fullkomlega í stíl við jakkann.Nigel CabournÁstráður hér í gráu setti við ljósbláa, kragalausa skyrtu.Vísir/Vilhelm
Snorri sonur Ástráðs hefur sömuleiðis vakið athygli fyrir flottan stíl og virðist hrifinn af skandinavískri tísku. Hann er búsettur í Kaupmannahöfn og var í haust valinn á lista 20 undir 30 hjá tímaritinu IQ.
Snorri klæðist mikið svörtu og hvítu og stílhreinum flíkum í stíl við strigaskó.
Feðgarnir virðast báðir hrifnir af kragalausum skyrtum.SAMSETT