Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar 20. nóvember 2024 12:02 Í dag 20. nóvember fögnum við degi mannréttinda barna en á þessum degi fyrir 35 árum var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn felur í sér viðurkenningu á því að börn séu fullgildir einstaklingar og sjálfstæðir rétthafar. Hann kveður á um vernd grundvallarmannréttinda barna, eins og bann við mismunun, réttinn til lífs og þroska, friðhelgi fjölskyldu og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríki að grípa til virkra og raunverulegra aðgerða til að vernda, virða og tryggja þau réttindi. Mat á áhrifum á börn Samkvæmt 1. mgr. 3.gr. Barnasáttmálans á það sem er barni fyrir bestu ávallt að hafa forgang þegar ráðstafanir eru gerðar sem varða börn. Mat á því sem er barni fyrir bestu á ávallt að liggja til grundvallar ákvarðanatöku af hálfu hins opinbera og slíkt mat ber að framkvæma áður en ráðist er í aðgerðir sem varða börn með einum eða öðrum hætti. Í lokaathugasemdum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til Íslands vegna 5. og 6. skýrslu Íslands til nefndarinnar kemur fram að þó 1. mgr. 3. gr. sáttmálans hafi verið lögfest hér á landi hafi nefndin áhyggjur af ómarkvissri beitingu þessarar grundvallarreglu við meðferð mála hjá stjórnsýslunni og dómstólum. Þá skorti einnig fullnægjandi þekkingu á reglunni meðal starfsfólks sem vinnur með börnum. Með það að markmiði að auka þekkingu á 1. mgr. 3. gr. Barnasáttmálans og auðvelda fólki að leggja mat á það sem er barni fyrir bestu hefur embætti umboðsmanns barna útbúið leiðbeiningar um hvernig eigi að framkvæma þetta mat þegar taka á ákvörðun eða ráðast á í aðgerðir sem varða börn. Þær leiðbeiningar eru aðgengilegar á vefsíðu embættisins barn.is. Mikilvægur þáttur í mati á áhrifum á börn er samráð við börnin sjálf. Umboðsmaður barna hefur lagt áherslu á að börnum sé veitt tækifæri til þess að koma sínum sjóarmiðum á framfæri og að þau fái raunveruleg tækifæri til þess að hafa áhrif í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Krakkakosningar og kosningafundur um málefni barna Á síðustu árum hafa mikilvæg skref verið stigin varðandi þátttöku barna í ákvörðunum. Í dag stendur ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fyrir kosningafundi barna sem haldinn verður í Norræna húsinu. Markmið fundarins er að vekja athygli á málefnum barna og veita þeim tækifæri til þess að beina spurningum til frambjóðenda um helstu áherslur flokkanna í málefnum barna auk spurninga um þau málefni sem helst brenna á börnum. Fundurinn er eingöngu opinn börnum. Þá stendur embætti umboðsmanns barna í samvinnu við KrakkaRÚV fyrir krakkakosningum í grunnskólum og er þetta í sjöunda sinn sem krakkakosningar fara fram. Markmið krakkakosninga er að auka þekkingu barna á lýðræðislegum kosningum til Alþingis og efla þátttöku þeirra. Þá veita kosningarnar börnum jafnframt tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Kosningarnar fara fram dagana 25.-27. nóvember. Niðurstöður kosninganna verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RÚV þann 30. nóvember nk. Staða barna Þrátt fyrir að á undanförnum 35 árum hafi orðið umfangsmiklar breytingar á stöðu barna og réttindum þeirra þarf að bæta stöðu barna í íslensku samfélagi í ýmsu tilliti. Umboðsmaður barna hefur reglulega minnt á nauðsyn þess að bið barna eftir þjónustu verði stytt með fullnægjandi hætti, þá ríkir neyðarástand í málefnum barna með fjölþættan vanda og þá sérstaklega innan meðferðarkerfisins. Innleiðingu Barnasáttmálans er því hvergi nærri lokið enda er um viðvarandi verkefni að ræða. Það er mikilvægt að allir þeir sem koma til með að taka sæti á Alþingi á næsta kjörtímabili hugi sérstaklega að réttindum barna og mikilvægi þess að unnið sé markvisst að frekari innleiðingu Barnasáttmálans. Þá er það ósk embættis umboðsmanns barna að ný ríkisstjórn líti á málefni barna sem brýnt forgangsmál á næsta kjörtímabili. Ég óska öllum börnum til hamingju með þennan mikilvæga dag. Höfundur er umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mannréttindi Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 20. nóvember fögnum við degi mannréttinda barna en á þessum degi fyrir 35 árum var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn felur í sér viðurkenningu á því að börn séu fullgildir einstaklingar og sjálfstæðir rétthafar. Hann kveður á um vernd grundvallarmannréttinda barna, eins og bann við mismunun, réttinn til lífs og þroska, friðhelgi fjölskyldu og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríki að grípa til virkra og raunverulegra aðgerða til að vernda, virða og tryggja þau réttindi. Mat á áhrifum á börn Samkvæmt 1. mgr. 3.gr. Barnasáttmálans á það sem er barni fyrir bestu ávallt að hafa forgang þegar ráðstafanir eru gerðar sem varða börn. Mat á því sem er barni fyrir bestu á ávallt að liggja til grundvallar ákvarðanatöku af hálfu hins opinbera og slíkt mat ber að framkvæma áður en ráðist er í aðgerðir sem varða börn með einum eða öðrum hætti. Í lokaathugasemdum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til Íslands vegna 5. og 6. skýrslu Íslands til nefndarinnar kemur fram að þó 1. mgr. 3. gr. sáttmálans hafi verið lögfest hér á landi hafi nefndin áhyggjur af ómarkvissri beitingu þessarar grundvallarreglu við meðferð mála hjá stjórnsýslunni og dómstólum. Þá skorti einnig fullnægjandi þekkingu á reglunni meðal starfsfólks sem vinnur með börnum. Með það að markmiði að auka þekkingu á 1. mgr. 3. gr. Barnasáttmálans og auðvelda fólki að leggja mat á það sem er barni fyrir bestu hefur embætti umboðsmanns barna útbúið leiðbeiningar um hvernig eigi að framkvæma þetta mat þegar taka á ákvörðun eða ráðast á í aðgerðir sem varða börn. Þær leiðbeiningar eru aðgengilegar á vefsíðu embættisins barn.is. Mikilvægur þáttur í mati á áhrifum á börn er samráð við börnin sjálf. Umboðsmaður barna hefur lagt áherslu á að börnum sé veitt tækifæri til þess að koma sínum sjóarmiðum á framfæri og að þau fái raunveruleg tækifæri til þess að hafa áhrif í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Krakkakosningar og kosningafundur um málefni barna Á síðustu árum hafa mikilvæg skref verið stigin varðandi þátttöku barna í ákvörðunum. Í dag stendur ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fyrir kosningafundi barna sem haldinn verður í Norræna húsinu. Markmið fundarins er að vekja athygli á málefnum barna og veita þeim tækifæri til þess að beina spurningum til frambjóðenda um helstu áherslur flokkanna í málefnum barna auk spurninga um þau málefni sem helst brenna á börnum. Fundurinn er eingöngu opinn börnum. Þá stendur embætti umboðsmanns barna í samvinnu við KrakkaRÚV fyrir krakkakosningum í grunnskólum og er þetta í sjöunda sinn sem krakkakosningar fara fram. Markmið krakkakosninga er að auka þekkingu barna á lýðræðislegum kosningum til Alþingis og efla þátttöku þeirra. Þá veita kosningarnar börnum jafnframt tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Kosningarnar fara fram dagana 25.-27. nóvember. Niðurstöður kosninganna verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RÚV þann 30. nóvember nk. Staða barna Þrátt fyrir að á undanförnum 35 árum hafi orðið umfangsmiklar breytingar á stöðu barna og réttindum þeirra þarf að bæta stöðu barna í íslensku samfélagi í ýmsu tilliti. Umboðsmaður barna hefur reglulega minnt á nauðsyn þess að bið barna eftir þjónustu verði stytt með fullnægjandi hætti, þá ríkir neyðarástand í málefnum barna með fjölþættan vanda og þá sérstaklega innan meðferðarkerfisins. Innleiðingu Barnasáttmálans er því hvergi nærri lokið enda er um viðvarandi verkefni að ræða. Það er mikilvægt að allir þeir sem koma til með að taka sæti á Alþingi á næsta kjörtímabili hugi sérstaklega að réttindum barna og mikilvægi þess að unnið sé markvisst að frekari innleiðingu Barnasáttmálans. Þá er það ósk embættis umboðsmanns barna að ný ríkisstjórn líti á málefni barna sem brýnt forgangsmál á næsta kjörtímabili. Ég óska öllum börnum til hamingju með þennan mikilvæga dag. Höfundur er umboðsmaður barna.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun