Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. nóvember 2024 12:47 „Við erum með tilboð sem við höfum lagt fyrir þá, þó að Magnús hafi sagt annað í fjölmiðlum, þá hafa þeir fengið tilboð frá okkur sem þeir hafa hafnað, tvö.” Þetta sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við mbl.is í gær um stöðuna í kjaraviðræðum við kennara. Þessi orð Ingu Rúnar verður að skoða í ljósi þess sem hún hefur áður sagt um kjaradeiluna, mikilvægi þess að auka kennsluskyldu og lengja skólaárið. „Við sjáum tækifæri til þess að auka verðmæti starfsins. Það eru fleiri atriði sem geta haft í för með sér að starfið verði verðmætara þannig við getum borgað hærri laun fyrir starfið,“ var haft eftir henni fyrr í haust. Þessar hugmyndir fela þannig í sér að dregið verði úr möguleikum kennara á að undirbúa kennslustundir og að dregið verði úr möguleikum á endurmenntun. Þetta eru ótrúlegar hugmyndir frá konu sem starfar í umboði kjörins sveitarstjórnarfólks og nýtur trausts þeirra. Rétt eins og lögmenn þurfa að undirbúa málflutning og sálfræðingar þurfa að undirbúa sálfræðiviðtöl þá þurfa kennarar að undirbúa kennslustundir. Kennsla krefst skipulags, svo ekki sé minnst á aðra hluti sem tengjast skólastarfi eins og til dæmis samskipti við foreldra/forsjáraðila. Með því að draga úr undirbúningstíma kennara væri vegið að faglegu starfi í skólunum. Allt skólastarf yrði ómarkvissara og velferð nemenda stefnt í hættu. Ég þori að fullyrða að enginn kennari myndi greiða samningi atkvæði sitt sem fæli í sér slíkar tillögur. Tilboð um slíkan samning eru því algerlega óraunhæf. Eins og staðan er í dag er um fimmtungur starfsfólks við kennslu í grunnskólum ófagmenntað. Í leikskólunum er þetta hlutfall miklu hærra eða um 70 prósent. Þegar ég skoðaði ráðningavef Reykjavíkurborgar um helgina sýndist mér lauslega talið að um 30 stöður væru lausar við kennslu í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík einni. Þá eru ótalin önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu. Auglýst er eftir kennurum eða ófagmenntuðum leiðbeinendum, vegna þess að þeir sem bera ábyrgð á að ráða í stöðurnar vita að í mörgum tilfellum er óraunhæft að fá fagmenntað fólk. Þessu viljum við breyta. Börnum er mismunað þegar lök kjör kennara leiða til þess að sum þeirra njóta kennslu fagmenntaðra kennara en önnur ekki. Það er því miður alveg augljóst að þau verkföll sem nú standa yfir hitta illa fyrir þá nemendur sem fyrir þeim verða og fjölskyldur þeirra. En það er mikil skammsýni að beina pirringi sínum í átt að kennurum sem gengur það eitt til að bæta skólastarf. Það er beinlínis ósanngjarnt að saka þá um mismuna börnum með þeim löglegu verkfallsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Við ættum frekar að sameinast um að leiða kjaradeiluna til lykta, bæta kjör kennara og stórefla skólastarf til framtíðar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
„Við erum með tilboð sem við höfum lagt fyrir þá, þó að Magnús hafi sagt annað í fjölmiðlum, þá hafa þeir fengið tilboð frá okkur sem þeir hafa hafnað, tvö.” Þetta sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við mbl.is í gær um stöðuna í kjaraviðræðum við kennara. Þessi orð Ingu Rúnar verður að skoða í ljósi þess sem hún hefur áður sagt um kjaradeiluna, mikilvægi þess að auka kennsluskyldu og lengja skólaárið. „Við sjáum tækifæri til þess að auka verðmæti starfsins. Það eru fleiri atriði sem geta haft í för með sér að starfið verði verðmætara þannig við getum borgað hærri laun fyrir starfið,“ var haft eftir henni fyrr í haust. Þessar hugmyndir fela þannig í sér að dregið verði úr möguleikum kennara á að undirbúa kennslustundir og að dregið verði úr möguleikum á endurmenntun. Þetta eru ótrúlegar hugmyndir frá konu sem starfar í umboði kjörins sveitarstjórnarfólks og nýtur trausts þeirra. Rétt eins og lögmenn þurfa að undirbúa málflutning og sálfræðingar þurfa að undirbúa sálfræðiviðtöl þá þurfa kennarar að undirbúa kennslustundir. Kennsla krefst skipulags, svo ekki sé minnst á aðra hluti sem tengjast skólastarfi eins og til dæmis samskipti við foreldra/forsjáraðila. Með því að draga úr undirbúningstíma kennara væri vegið að faglegu starfi í skólunum. Allt skólastarf yrði ómarkvissara og velferð nemenda stefnt í hættu. Ég þori að fullyrða að enginn kennari myndi greiða samningi atkvæði sitt sem fæli í sér slíkar tillögur. Tilboð um slíkan samning eru því algerlega óraunhæf. Eins og staðan er í dag er um fimmtungur starfsfólks við kennslu í grunnskólum ófagmenntað. Í leikskólunum er þetta hlutfall miklu hærra eða um 70 prósent. Þegar ég skoðaði ráðningavef Reykjavíkurborgar um helgina sýndist mér lauslega talið að um 30 stöður væru lausar við kennslu í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík einni. Þá eru ótalin önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu. Auglýst er eftir kennurum eða ófagmenntuðum leiðbeinendum, vegna þess að þeir sem bera ábyrgð á að ráða í stöðurnar vita að í mörgum tilfellum er óraunhæft að fá fagmenntað fólk. Þessu viljum við breyta. Börnum er mismunað þegar lök kjör kennara leiða til þess að sum þeirra njóta kennslu fagmenntaðra kennara en önnur ekki. Það er því miður alveg augljóst að þau verkföll sem nú standa yfir hitta illa fyrir þá nemendur sem fyrir þeim verða og fjölskyldur þeirra. En það er mikil skammsýni að beina pirringi sínum í átt að kennurum sem gengur það eitt til að bæta skólastarf. Það er beinlínis ósanngjarnt að saka þá um mismuna börnum með þeim löglegu verkfallsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Við ættum frekar að sameinast um að leiða kjaradeiluna til lykta, bæta kjör kennara og stórefla skólastarf til framtíðar. Höfundur er kennari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun