Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar 21. nóvember 2024 13:30 Frelsi einstaklinga til skoðana og athafna er ekkert sérlega umdeilt lengur á Íslandi, sem betur fer. En það þarf þó að standa vörð um það sem endranær. Þá setur að manni ugg þegar maður les um stórfelldar takmarkanir á einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum, sérstaklega gagnvart konum, en þangað var jú horft í miklum mæli áður þegar rætt var um einstaklingsfrelsi. Hvernig hægt var að rjúfa fimmtíu ára gamla sátt um þungunarrof fyrir skemmstu er í raun nánast óskiljanlegt fyrir okkur sem búum í frjálslyndu landi þar sem sjálfsagt þykir að konur ráði sér sjálfar án afskipta af stjórnvöldum. Sem betur fer hefur persónuvernd hér á landi aukist jafnt og þétt á síðustu árum og með sífellt fullkomnari auðkenningartækni hefur frelsi einstaklingsins tekið framförum í samræmi við það. Þá þykir sífellt sjálfsagðara að horfast í augu við að gamlar staðalímyndir eru á margan hátt barn síns tíma og úreltar sem slíkar. Viðreisn fagnar fjölbreytileikanum og tekur sérstaklega fram í stefnuskrá sinni að hver og einn fái að elska þann sem þeim sýnist og kemur það einfaldlega stjórnvöldum ekki við hvert ástin leitar. Hvað á barnið að heita? Þessari spurningu svara foreldrar best sjálfir. Frekar en mannanafnanefnd. Það má þó réttlæta það að halda til haga sem fjölbreyttustu tillögum um mannanöfn til fróðleiks og skoðunar, en í öllum meginatriðum ættu foreldrar að ráða ferðinni. Það má líka horfa til þess hvernig nafn beygist í íslenskri málfræði svona til hliðsjónar sem fróðleiksmola en ekki endilega úrslitaatriðis um nafngift. Nefnt er stundum að varast beri að skrá nöfn gild sem gætu valdið barninu áreiti og stríðni þegar fram líða stundir og má það til sanns vegar færa, en vísast er það afar óalgengt. Nú berast líka fréttir frá BNA þess efnis að sótt er að litríkum fána hinsegins samfélagsins og víða stungið upp á því að láta fjarlægja hann úr skólastofum þar sem mest ríkir fáfræðin. Það er dapurlegt ef satt reynist. Hér hjá okkur á litla Íslandi er hins vegar tekið til þess hversu viðurkenndan sess hann skipar í okkar samfélagi. Við lútum reyndar ansi ströngum fánalögum miðað við nágrannalönd og mætti kannski endurskoða þau til meira frjálsræðis. Varla verður hins vegar um það deilt að fánarnir okkar tveir, fara einstaklega vel saman og bæta við vel þeginni litadýrð í svartasta skammdeginu. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Frelsi einstaklinga til skoðana og athafna er ekkert sérlega umdeilt lengur á Íslandi, sem betur fer. En það þarf þó að standa vörð um það sem endranær. Þá setur að manni ugg þegar maður les um stórfelldar takmarkanir á einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum, sérstaklega gagnvart konum, en þangað var jú horft í miklum mæli áður þegar rætt var um einstaklingsfrelsi. Hvernig hægt var að rjúfa fimmtíu ára gamla sátt um þungunarrof fyrir skemmstu er í raun nánast óskiljanlegt fyrir okkur sem búum í frjálslyndu landi þar sem sjálfsagt þykir að konur ráði sér sjálfar án afskipta af stjórnvöldum. Sem betur fer hefur persónuvernd hér á landi aukist jafnt og þétt á síðustu árum og með sífellt fullkomnari auðkenningartækni hefur frelsi einstaklingsins tekið framförum í samræmi við það. Þá þykir sífellt sjálfsagðara að horfast í augu við að gamlar staðalímyndir eru á margan hátt barn síns tíma og úreltar sem slíkar. Viðreisn fagnar fjölbreytileikanum og tekur sérstaklega fram í stefnuskrá sinni að hver og einn fái að elska þann sem þeim sýnist og kemur það einfaldlega stjórnvöldum ekki við hvert ástin leitar. Hvað á barnið að heita? Þessari spurningu svara foreldrar best sjálfir. Frekar en mannanafnanefnd. Það má þó réttlæta það að halda til haga sem fjölbreyttustu tillögum um mannanöfn til fróðleiks og skoðunar, en í öllum meginatriðum ættu foreldrar að ráða ferðinni. Það má líka horfa til þess hvernig nafn beygist í íslenskri málfræði svona til hliðsjónar sem fróðleiksmola en ekki endilega úrslitaatriðis um nafngift. Nefnt er stundum að varast beri að skrá nöfn gild sem gætu valdið barninu áreiti og stríðni þegar fram líða stundir og má það til sanns vegar færa, en vísast er það afar óalgengt. Nú berast líka fréttir frá BNA þess efnis að sótt er að litríkum fána hinsegins samfélagsins og víða stungið upp á því að láta fjarlægja hann úr skólastofum þar sem mest ríkir fáfræðin. Það er dapurlegt ef satt reynist. Hér hjá okkur á litla Íslandi er hins vegar tekið til þess hversu viðurkenndan sess hann skipar í okkar samfélagi. Við lútum reyndar ansi ströngum fánalögum miðað við nágrannalönd og mætti kannski endurskoða þau til meira frjálsræðis. Varla verður hins vegar um það deilt að fánarnir okkar tveir, fara einstaklega vel saman og bæta við vel þeginni litadýrð í svartasta skammdeginu. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun