Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 18:03 Á eftirhrunsárunum var hægt að gera góða „díla“ í fasteignakaupum. Verð var lágt og gjarnan undir byggingakostnaði. Á þessum tímum ríkti þórðargleði hjá fjárfestum sem sáu fram á mikinn hagnað bæði af leigu og sölu húsnæðis. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma. Fjársterkum aðilum stóðu til boða lán sem báru á þeim tíma lága vexti að undaförnu greiðslumati sem almenningur komst oft ekki í gegn um. Þetta gerði það að verkum að braskarar sem lögðu saman í „púkkið“ gátu hagnast verulega. Hver er skýringin á háu fasteignaverði? Verð húsnæðis, í fullkomnum heimi þar sem framboð helst í hendur við eftirspurn, ætti að myndast af lóðarverði, byggingarkostnaði og öðrum þáttum eins og staðsetningu. Þær húsnæðisframkvæmdir sem nú eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu eru flestar á vegum verktaka. Ýmist er hent fram rökum um að þörf sé fyrir litlar íbúðir, án bílastæða, það þurfi að þétta byggð, og að markaðurinn kalli á hinar eða þessar gerðir eigna. Öll umræða um að aldrei hafi verið byggt jafn mikið og undanfarið er „mantra“ sem telur almenningi þá trú að innan skamms verði ofgnótt húsnæðis, sem hefur ekki raungerst hingað til. Það er hins vegar nauðsynlegt að ætíð sé nægt lóðaframboð á eðlilegum kjörum. Einstaklingar verða að hafa val um hvernig húsnæði þeir vilja búa í. Lóðaframboð þarf að vera meira en eftirspurn. Hvernig leysum við vandamálið ? Stóra óleysta vandamálið er hvernig fólk eigi að eignast eða leigja fasteign. Skynsamlegasta leiðin er að tryggja framboð lóða á eðlilegu verði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Foreldrum og fjölskyldum með fleira en eitt barn dugar stundum ekki að minnka við sig til að hjálpa börnunum. Það þarf mikið eigið fé í útborgun, meira en hægt er að nokkur vinnandi maður geti lagt fyrir, jafnvel með aðstoð. Miðflokkurinn hefur lagt til 14 lausnir fyrir húsnæðismarkaðinn.Þar á meðal um að fyrirkomulag hlutdeildarlána verði lagfært auk þess sem lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum verður heimilað að veita hlutdeildarlán.Þá verði komið á kynslóðabrú svokallaðri. Kynslóðabrú gengur út á það að foreldrum verði heimilað að fella fyrirgreiðslu undir fyrirframgreiddan arf þannig að hann nýtist til kaupa á fyrstu eign. Samhliða þessu verði frítekjumark erfðafjárskatt hækkað svo ríkið taki ekki af upphæðinni. Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á eftirhrunsárunum var hægt að gera góða „díla“ í fasteignakaupum. Verð var lágt og gjarnan undir byggingakostnaði. Á þessum tímum ríkti þórðargleði hjá fjárfestum sem sáu fram á mikinn hagnað bæði af leigu og sölu húsnæðis. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma. Fjársterkum aðilum stóðu til boða lán sem báru á þeim tíma lága vexti að undaförnu greiðslumati sem almenningur komst oft ekki í gegn um. Þetta gerði það að verkum að braskarar sem lögðu saman í „púkkið“ gátu hagnast verulega. Hver er skýringin á háu fasteignaverði? Verð húsnæðis, í fullkomnum heimi þar sem framboð helst í hendur við eftirspurn, ætti að myndast af lóðarverði, byggingarkostnaði og öðrum þáttum eins og staðsetningu. Þær húsnæðisframkvæmdir sem nú eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu eru flestar á vegum verktaka. Ýmist er hent fram rökum um að þörf sé fyrir litlar íbúðir, án bílastæða, það þurfi að þétta byggð, og að markaðurinn kalli á hinar eða þessar gerðir eigna. Öll umræða um að aldrei hafi verið byggt jafn mikið og undanfarið er „mantra“ sem telur almenningi þá trú að innan skamms verði ofgnótt húsnæðis, sem hefur ekki raungerst hingað til. Það er hins vegar nauðsynlegt að ætíð sé nægt lóðaframboð á eðlilegum kjörum. Einstaklingar verða að hafa val um hvernig húsnæði þeir vilja búa í. Lóðaframboð þarf að vera meira en eftirspurn. Hvernig leysum við vandamálið ? Stóra óleysta vandamálið er hvernig fólk eigi að eignast eða leigja fasteign. Skynsamlegasta leiðin er að tryggja framboð lóða á eðlilegu verði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Foreldrum og fjölskyldum með fleira en eitt barn dugar stundum ekki að minnka við sig til að hjálpa börnunum. Það þarf mikið eigið fé í útborgun, meira en hægt er að nokkur vinnandi maður geti lagt fyrir, jafnvel með aðstoð. Miðflokkurinn hefur lagt til 14 lausnir fyrir húsnæðismarkaðinn.Þar á meðal um að fyrirkomulag hlutdeildarlána verði lagfært auk þess sem lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum verður heimilað að veita hlutdeildarlán.Þá verði komið á kynslóðabrú svokallaðri. Kynslóðabrú gengur út á það að foreldrum verði heimilað að fella fyrirgreiðslu undir fyrirframgreiddan arf þannig að hann nýtist til kaupa á fyrstu eign. Samhliða þessu verði frítekjumark erfðafjárskatt hækkað svo ríkið taki ekki af upphæðinni. Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun