Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 18:59 Ásgeir Jónsson segir útlit fyrir að verðbólga hjaðni hratt næstu misseri en þó sé óvissa í kortunum. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur segir að verði samið um miklar launahækkanir í yfirstandandi kjarasamningum geti það haft skaðleg áhrif . Vísir Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í í annað skipti í röð í morgun og nú um 0,5 prósentur. Stýrivextir eru nú 8,5 prósent. Nefndin býst við að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu misserum. Mikið hafi dregið úr hagvexti sem nefndin spáir að verði samanlagt lítill sem enginn á þessu ári. Lækkunarferlið hafið „Við erum að sjá skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna tiltölulega hratt. Við sjáum að Grindavíkuráhrifin svokölluðu, þar sem íbúar Grindavíkur keyptu fasteignir í öðrum sveitarfélögum, eru farin af fasteignamarkaði. Það er að hægja á. Það er mjög jákvætt því stór hluti af þeirri verðbólgu sem við höfum séð er tengd húsnæðiskostnaði,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að lækkunarferlið haldi áfram á næstu misserum. „Ég held að við munum sjá stöðuga og nokkuð myndarlega stýrivaxtahækkun allt næsta ár,“ segir hann. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að búist sé við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósenta markmið bankans árið 2026. Ýmsir óvissuþættir séu þó fram undan eins og aukinn sparnaður heimila sem geti leitt til aukinnar einkaneyslu á næstu misserum sem geti svo haft áhrif á að verðbólga aukist á ný. „Það er mikill sparnaður sem er jákvætt en auðvitað höfum við áhyggjur af því að þegar við slökum á peningalegu aðhaldi að þá muni peningarnir aftur leita út í hagkerfið,“ segir hann. Hækkanir umfram núverandi kjarasamninga geti haft skaðleg áhrif Ásgeir segir að hóflegir kjarasamningar sem voru gerðir í vor hafi haft jákvæð áhrif á verðbólguþróun. Aðspurður um hvort það hefði neikvæð áhrif á þróunina ef kennarar og læknar semja um meiri launahækkanir en í vor svarar hann: Við erum mjög ánægð með þá kjarasamninga sem voru gerðir í vor sem eru til langs tíma og við teljum að þeir skapi langtímastöðugleika. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að komi til mun meiri launahækkanna í yfirstandandi kjarasamningum en samið var um í vor geti það haft afdrifaríkar afleiðingar. „Ég vona svo sannarlega að þarna verði ekki sleginn allt annar taktur en búið er að gera á almenna markaðnum. Það væri til vansa og væri skaðlegt ef samningar sem eru nú að almenna markaðnum myndu flosna upp,“ segir Jón. Kjaramál Seðlabankinn Íslandsbanki Kennaraverkfall 2024 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í í annað skipti í röð í morgun og nú um 0,5 prósentur. Stýrivextir eru nú 8,5 prósent. Nefndin býst við að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu misserum. Mikið hafi dregið úr hagvexti sem nefndin spáir að verði samanlagt lítill sem enginn á þessu ári. Lækkunarferlið hafið „Við erum að sjá skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna tiltölulega hratt. Við sjáum að Grindavíkuráhrifin svokölluðu, þar sem íbúar Grindavíkur keyptu fasteignir í öðrum sveitarfélögum, eru farin af fasteignamarkaði. Það er að hægja á. Það er mjög jákvætt því stór hluti af þeirri verðbólgu sem við höfum séð er tengd húsnæðiskostnaði,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að lækkunarferlið haldi áfram á næstu misserum. „Ég held að við munum sjá stöðuga og nokkuð myndarlega stýrivaxtahækkun allt næsta ár,“ segir hann. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að búist sé við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósenta markmið bankans árið 2026. Ýmsir óvissuþættir séu þó fram undan eins og aukinn sparnaður heimila sem geti leitt til aukinnar einkaneyslu á næstu misserum sem geti svo haft áhrif á að verðbólga aukist á ný. „Það er mikill sparnaður sem er jákvætt en auðvitað höfum við áhyggjur af því að þegar við slökum á peningalegu aðhaldi að þá muni peningarnir aftur leita út í hagkerfið,“ segir hann. Hækkanir umfram núverandi kjarasamninga geti haft skaðleg áhrif Ásgeir segir að hóflegir kjarasamningar sem voru gerðir í vor hafi haft jákvæð áhrif á verðbólguþróun. Aðspurður um hvort það hefði neikvæð áhrif á þróunina ef kennarar og læknar semja um meiri launahækkanir en í vor svarar hann: Við erum mjög ánægð með þá kjarasamninga sem voru gerðir í vor sem eru til langs tíma og við teljum að þeir skapi langtímastöðugleika. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að komi til mun meiri launahækkanna í yfirstandandi kjarasamningum en samið var um í vor geti það haft afdrifaríkar afleiðingar. „Ég vona svo sannarlega að þarna verði ekki sleginn allt annar taktur en búið er að gera á almenna markaðnum. Það væri til vansa og væri skaðlegt ef samningar sem eru nú að almenna markaðnum myndu flosna upp,“ segir Jón.
Kjaramál Seðlabankinn Íslandsbanki Kennaraverkfall 2024 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira