Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2024 01:07 Ljósmyndari Vísis Vilhelm Gunnarsson stendur vaktina á eldgosasvæðinu sem fyrr. Hann hefur myndað níu eldgos á svæðinu í bak og fyrir. Nú bætist það tíunda við. Vísir/vilhelm Vísindamenn á Veðurstofu Íslands sögðust síðdegis á þriðjudag telja ólíklegt að nægur þrýstingur yrði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember, kosningagosi. Önnur varð sannarlega raunin því rúmum sólarhring síðar er eldgos hafið norðan Grindavíkur, það sjöunda á árinu og það tíunda síðan eldgosahrinan á svæðinu hófst í mars 2021. Það er óhætt að segja að eldgosið sem hófst klukkan 23:14 í gærkvöld hafi verið óvænt. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands á þriðjudag sagði að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni væri áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hefðu mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Ekki var að merkja mikla skjálftavirkni í aðdraganda eldgossins í kvöld sem er allajafna vísbending um yfirvofandi eldgos. Tilkynning barst frá Veðurstofu um kvikuhlaup rétt upp úr klukkan ellefu og rúmum tíu mínútum síðar var staðfest að eldgos væri hafið. Landris og kvikusöfnun hefur þó verið stöðug undanfarnar vikur eða síðan níunda eldgosinu lauk þann 6. september. Það hafði þá staðið yfir frá 22. ágúst. Vísindamenn Veðurstofunnar merktu vísbendingar um að hægt hefði á landrisinu síðustu daga. Of snemmt væri að fullyrða að þessar breytingar væri merki um hægagang á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sæjust víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi væri því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif væri að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun væri að ræða og að hægst hefði á landrisi og kvikusöfnun myndi það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir bærust sem hægt yrði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Það væri áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt væri að nægur þrýstingur næði að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Lítil skjálftavirkni væri til marks um það. Var gefið út hættumat við það tilefni sem átti að gilda til 26. nóvember en ljóst að það mat heyrir nú sögunni til. Allar nýjustu vendingar má finna í vaktinni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. 20. nóvember 2024 23:51 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Það er óhætt að segja að eldgosið sem hófst klukkan 23:14 í gærkvöld hafi verið óvænt. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands á þriðjudag sagði að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni væri áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hefðu mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Ekki var að merkja mikla skjálftavirkni í aðdraganda eldgossins í kvöld sem er allajafna vísbending um yfirvofandi eldgos. Tilkynning barst frá Veðurstofu um kvikuhlaup rétt upp úr klukkan ellefu og rúmum tíu mínútum síðar var staðfest að eldgos væri hafið. Landris og kvikusöfnun hefur þó verið stöðug undanfarnar vikur eða síðan níunda eldgosinu lauk þann 6. september. Það hafði þá staðið yfir frá 22. ágúst. Vísindamenn Veðurstofunnar merktu vísbendingar um að hægt hefði á landrisinu síðustu daga. Of snemmt væri að fullyrða að þessar breytingar væri merki um hægagang á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sæjust víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi væri því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif væri að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun væri að ræða og að hægst hefði á landrisi og kvikusöfnun myndi það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir bærust sem hægt yrði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Það væri áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt væri að nægur þrýstingur næði að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Lítil skjálftavirkni væri til marks um það. Var gefið út hættumat við það tilefni sem átti að gilda til 26. nóvember en ljóst að það mat heyrir nú sögunni til. Allar nýjustu vendingar má finna í vaktinni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. 20. nóvember 2024 23:51 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10
Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. 20. nóvember 2024 23:51