Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2024 16:39 Frá vettvangi slyssins á mótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í nóvember 2021. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Kristni Eiðssyni og sviptingu á ökuréttindum til hálfs árs vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Kristinn ók strætisvagni suðvestur Skeiðarvog og beygði til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi kona gengið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætisvagninn hafnað á henni. Konan féll til jarðar, hafnaði undir dekki vagnsins og lést nær samstundis. Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Á henni mátti sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygði í átt að henni. Þrátt fyrir það hefði bílstjórinn ekið óhikað að konunni. Hún sæist á upptöku lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum en án árangurs. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæður hefðu orðið þess valdandi að hann hefði ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæður átt að gefa tilefni til aksturs með aukinni aðgát. Landsréttur sagði ekkert nýtt hafa komið fram við málsmeðferðina sem kallaði á endurskoðun á niðurstöðuna í héraði. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Héraðsdómur dæmdi þeim hvoru tvær milljónir króna en Landsréttur lækkaði bæturnar í 350 þúsund krónur. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér. Dómsmál Strætó Samgönguslys Reykjavík Banaslys við Gnoðarvog Tengdar fréttir Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. 3. janúar 2024 18:02 Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi. 18. desember 2022 07:01 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Sjá meira
Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Kristinn ók strætisvagni suðvestur Skeiðarvog og beygði til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi kona gengið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætisvagninn hafnað á henni. Konan féll til jarðar, hafnaði undir dekki vagnsins og lést nær samstundis. Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Á henni mátti sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygði í átt að henni. Þrátt fyrir það hefði bílstjórinn ekið óhikað að konunni. Hún sæist á upptöku lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum en án árangurs. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæður hefðu orðið þess valdandi að hann hefði ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæður átt að gefa tilefni til aksturs með aukinni aðgát. Landsréttur sagði ekkert nýtt hafa komið fram við málsmeðferðina sem kallaði á endurskoðun á niðurstöðuna í héraði. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Héraðsdómur dæmdi þeim hvoru tvær milljónir króna en Landsréttur lækkaði bæturnar í 350 þúsund krónur. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér.
Dómsmál Strætó Samgönguslys Reykjavík Banaslys við Gnoðarvog Tengdar fréttir Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. 3. janúar 2024 18:02 Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi. 18. desember 2022 07:01 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Sjá meira
Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. 3. janúar 2024 18:02
Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi. 18. desember 2022 07:01