Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar 22. nóvember 2024 07:15 Umhverfismál eru heilbrigðismál Heilbrigð náttúra er undirstaða afkomu okkar og velsældar líkt og verið hefur alla tíð. Umgengni okkar um náttúru og náttúruleg gæði þarf því ekki bara að vera góð, heldur líka á forsendum náttúrunnar sjálfrar, svo sem frekast er unnt. Andi laga um náttúruvernd býður okkur að gera það, nokkuð sem ég fullyrði hins vegar að við gerum ekki sem skyldi. Hugum aðeins að eignarhaldi á náttúrunni áður en lengra er haldið. Hver á og fyrir hvern er náttúran? Þegar við tölum um að varðveita tiltekin landsvæði fyrir komandi kynslóðir, þá felst mögulega í því tvíþættur misskilningur; að maður og náttúra séu tvennt og að náttúran sé til fyrir manninn. Maðurinn á ekki náttúruna og hún er ekki til fyrir hann umfram annað líf. Viðkvæman vef lífsins spinna margir og ekki síst smáar og örsmáar lífverur, sem við gjarnan köllum óæðri. Maðurinn eins og aðrar lífverur er hluti þessa flókna vefs, en er líka ábyrgur fyrir mestum skemmdum á honum og þannig veikasti hlekkurinn í keðju alls jarðlífsins. Það ætti að vera okkur hvati til að láta náttúruna ávallt njóta bæði vísindalegs vafa og vissu, sem í dag er ekki. Því til staðfestingar lengist stöðugt listinn yfir útdauðar lífverur af mannavöldum. Jörðin er sameiginlegt heimili alls lífs sem á henni lifir og maðurinn bara einn margra fjölskyldumeðlima. Heilsa fyrir allt og öll Allir þeir þættir sem áhrif hafa á heilsu fólks til góðs eða ills nefnast áhrifaþættir heilsu, sjá mynd á heimasíðu Landlæknis; https://island.is/heilsueflandi-samfelag/heimsmarkmidin Náttúrulegt umhverfi á mjög stóran hlut í þeirri mynd. Mun yngra er hugtakið One Health (Ein heilsa), sem felur í sér samþætta og sameinandi nálgun með það að markmiði að hámarka heilsu fólks, dýra og vistkerfa, þ.e. alls lífs á jörðinni og um leið sjálfrar jarðarinnar. Fólksfjölgun, fólksflótti og útþensla, m.a. og ekki síst vegna stríða og hnattrænnar hlýnunar hafa aukið snertifleti fólks þvert á heimsálfur, sem og á milli manna og villtra dýra og milli húsdýra og villtra dýra. Yfir 60% nýrra bráðra sýkinga í mönnum eru upprunnar í dýraríkinu. Þessi nálgun er því ekki bara rökrétt, heldur líka nauðsynleg til að koma í veg fyrir og undirbúa samfélög til að takast á við hnattrænar ógnir eins og t.d. Covid-19 nýverið. Við öll, þ.e. plöntur, menn og dýr, tilheyrum einni fjölskyldu og sameiginlegt heimili okkar er jörðin. Allir fjölskyldumeðlimir eiga í grunninn rétt til lífs og erfitt er að færa fyrir því rök að einn fjölskyldumeðlimur, maðurinn, eigi þann rétt umfram hina. Umhverfis- og náttúruverndarmál eru því sameiginlegt og brýnasta heilbrigðismál allra meðlima jarðarfjölskyldunnar. Friðun lífvera er megin reglan í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og nýting er undantekning frá þeirri reglu. Hliðstæðan rétt þarf íslensk náttúra að öðlast að lögum. Höfundur er heimilislæknir og á sæti í Umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings fyrir VG og situr í stjórn hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Heimisson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Umhverfismál Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Umhverfismál eru heilbrigðismál Heilbrigð náttúra er undirstaða afkomu okkar og velsældar líkt og verið hefur alla tíð. Umgengni okkar um náttúru og náttúruleg gæði þarf því ekki bara að vera góð, heldur líka á forsendum náttúrunnar sjálfrar, svo sem frekast er unnt. Andi laga um náttúruvernd býður okkur að gera það, nokkuð sem ég fullyrði hins vegar að við gerum ekki sem skyldi. Hugum aðeins að eignarhaldi á náttúrunni áður en lengra er haldið. Hver á og fyrir hvern er náttúran? Þegar við tölum um að varðveita tiltekin landsvæði fyrir komandi kynslóðir, þá felst mögulega í því tvíþættur misskilningur; að maður og náttúra séu tvennt og að náttúran sé til fyrir manninn. Maðurinn á ekki náttúruna og hún er ekki til fyrir hann umfram annað líf. Viðkvæman vef lífsins spinna margir og ekki síst smáar og örsmáar lífverur, sem við gjarnan köllum óæðri. Maðurinn eins og aðrar lífverur er hluti þessa flókna vefs, en er líka ábyrgur fyrir mestum skemmdum á honum og þannig veikasti hlekkurinn í keðju alls jarðlífsins. Það ætti að vera okkur hvati til að láta náttúruna ávallt njóta bæði vísindalegs vafa og vissu, sem í dag er ekki. Því til staðfestingar lengist stöðugt listinn yfir útdauðar lífverur af mannavöldum. Jörðin er sameiginlegt heimili alls lífs sem á henni lifir og maðurinn bara einn margra fjölskyldumeðlima. Heilsa fyrir allt og öll Allir þeir þættir sem áhrif hafa á heilsu fólks til góðs eða ills nefnast áhrifaþættir heilsu, sjá mynd á heimasíðu Landlæknis; https://island.is/heilsueflandi-samfelag/heimsmarkmidin Náttúrulegt umhverfi á mjög stóran hlut í þeirri mynd. Mun yngra er hugtakið One Health (Ein heilsa), sem felur í sér samþætta og sameinandi nálgun með það að markmiði að hámarka heilsu fólks, dýra og vistkerfa, þ.e. alls lífs á jörðinni og um leið sjálfrar jarðarinnar. Fólksfjölgun, fólksflótti og útþensla, m.a. og ekki síst vegna stríða og hnattrænnar hlýnunar hafa aukið snertifleti fólks þvert á heimsálfur, sem og á milli manna og villtra dýra og milli húsdýra og villtra dýra. Yfir 60% nýrra bráðra sýkinga í mönnum eru upprunnar í dýraríkinu. Þessi nálgun er því ekki bara rökrétt, heldur líka nauðsynleg til að koma í veg fyrir og undirbúa samfélög til að takast á við hnattrænar ógnir eins og t.d. Covid-19 nýverið. Við öll, þ.e. plöntur, menn og dýr, tilheyrum einni fjölskyldu og sameiginlegt heimili okkar er jörðin. Allir fjölskyldumeðlimir eiga í grunninn rétt til lífs og erfitt er að færa fyrir því rök að einn fjölskyldumeðlimur, maðurinn, eigi þann rétt umfram hina. Umhverfis- og náttúruverndarmál eru því sameiginlegt og brýnasta heilbrigðismál allra meðlima jarðarfjölskyldunnar. Friðun lífvera er megin reglan í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og nýting er undantekning frá þeirri reglu. Hliðstæðan rétt þarf íslensk náttúra að öðlast að lögum. Höfundur er heimilislæknir og á sæti í Umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings fyrir VG og situr í stjórn hreyfingarinnar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun