Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 22. nóvember 2024 08:16 Aldrei verið „high“ á VONÍUM? Kjaftæði! Reyniði ekki að þræta fyrir það. Þið eruð búin að veltast um útúrvímuð upp um alla veggi. Einmitt núna þar sem framboð á VONÍUM er nánast óþrjótandi. Það er líka „ókeypis“ á sama hátt og Facebook aðrir samfélagsmiðlar eru „ókeypis“. Þú færð að nota án þess að greiða krónu en geldur dýru verði fyrir þegar upp er staðið. En í guðanna bænum ekki halda að ég sé að rífa ykkur niður. Ég var einn af ykkur og ekkert vímuefni hef ég „tekið“ sem gefur eins sæta vímu og VONÍUM. Þessi yndislega tilfinning að einmitt núna sé stundin runnin upp þar sem breytinga sé að vænta og að forystufólki sé treystandi og allt sé satt sem það segir og máttur þess og vilji, gæska og mannúð til að breyta öllu til betri vegar sé óendanleg. VONÍUM er náskylt KAUPÍUM sem veldur einnig vímu, einkum fyrir stórhátíðir, sem fær fólk til að kaupa hluti sem það þarf ekki á að halda fyrir peninga sem það á ekki til. VONÍUM er orð sem búið er til úr orðunum von og ópíum. Það er bruggað úr vonum okkar og þrám. Ekki um stórkostleg auðæfi og völd heldur um venjulegt gott líf með til dæmis húsnæðis- og afkomu öryggi fyrir okkur og börnin okkar. En vegna þess að samfélagið líkist æ meira kartöflugarði fyrir auðstéttina til að taka upp úr þarf að búa til stórkostlega skrautsýningu sem þenur út skilningarvitin og fyllir þau af VONÍUM. Það fólk og flokkar sem er búið að vera í ríkistjórn í 7 ár eða jafnvel í 70 ár eru allt í einu fólk og flokkar án fortíðar og framtíðin sem er til sölu undir 1000 vatta blikkandi leikhúsljósi kosningabaráttunnar skín beint í augun. Samkvæmt könnun sem ASÍ lét gera telja 69% þjóðarinnar að Ísland stefni í ranga átt – ég ætla að slá því fram í bríaríi, þó ég viti auðvita enga nákvæma prósentutölu að 69% af þessum 69% muni kjósa flokka sem annaðhvort hafa sannað með ríkisstjórnarsamstarfi að þeir stefni lóðbeint í röngu áttina eða þá flokka sem ætla að beita sömu aðferðum og alltaf hafa verið notaðar en lofa því að ná annarri niðurstöðu. Tveir plús tveir geta verið fimm og eiga að vera fimm? Það þarf úrvals óblandað VONÍUM og mikið af því til að framkvæma slík töfrabrögð. En á maður þá ekki að eiga von? Jú svo sannarlega! En slagorðið gæti verið; „Von án vímu“. Svona geri ég það. Ég veit að þær aðferðir sem kenndar eru við svokallað „frjálsa“ markaðskerfi ( hlutdræga markaðskerfið væri miklu nær að kalla það) – eru einmitt þær aðferðir sem skilað hafa samfálaginu í ranga átt. Og ég veit allir þeir flokkar sem eru á Alþingi styðja meira og minna þessar aðferðir. Ég er á móti þeim aðferðum þær hafa leitt til gríðarlegrar misskiptingar bæði efnalegrar og félagslegrar. Og ég vil eins og hin 69%-in að Ísland fari að stefna í rétta átt. Utan Alþingis er lítill flokkur sem vill beita annarskonar þrautreyndri aðferðafræði sem kölluð er félagshyggja sem leiðir í aðra átt, til efnahagslegs- og félagslegs jafnaðar. Það vil ég, fyrir mig, börnin mín og barnabörn. Mín litla og hógværa „von án vímu“ er að þessi flokkur, Sósíalistaflokkurinn, nái fulltrúum á Alþingi. En nei! NEI! Ég er ekki að biðja ykkur um að kjósa það sama og ég. Langt því í frá. Leitið sjálf. En ég vil gefa ykkur það vinarráð að þið komið ykkur upp ykkar eigin ”von án vímu” og látið það fólk og flokka sem þið veljið með þeirri aðferð standa reikniskil gjörða sinna eftir kosningar. Það er það eina sem skiptir máli. Það eina sem skiptir máli er hvað stjórnmálastéttin framkvæmir. Kosningakjaftæðið skiptir engu og skilur ekkert eftir sig nema heiftarleg VONÍUM timburmenn. Höfundur er eftirlaunamaður og óvirkur VONÍUM-fíkill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Aldrei verið „high“ á VONÍUM? Kjaftæði! Reyniði ekki að þræta fyrir það. Þið eruð búin að veltast um útúrvímuð upp um alla veggi. Einmitt núna þar sem framboð á VONÍUM er nánast óþrjótandi. Það er líka „ókeypis“ á sama hátt og Facebook aðrir samfélagsmiðlar eru „ókeypis“. Þú færð að nota án þess að greiða krónu en geldur dýru verði fyrir þegar upp er staðið. En í guðanna bænum ekki halda að ég sé að rífa ykkur niður. Ég var einn af ykkur og ekkert vímuefni hef ég „tekið“ sem gefur eins sæta vímu og VONÍUM. Þessi yndislega tilfinning að einmitt núna sé stundin runnin upp þar sem breytinga sé að vænta og að forystufólki sé treystandi og allt sé satt sem það segir og máttur þess og vilji, gæska og mannúð til að breyta öllu til betri vegar sé óendanleg. VONÍUM er náskylt KAUPÍUM sem veldur einnig vímu, einkum fyrir stórhátíðir, sem fær fólk til að kaupa hluti sem það þarf ekki á að halda fyrir peninga sem það á ekki til. VONÍUM er orð sem búið er til úr orðunum von og ópíum. Það er bruggað úr vonum okkar og þrám. Ekki um stórkostleg auðæfi og völd heldur um venjulegt gott líf með til dæmis húsnæðis- og afkomu öryggi fyrir okkur og börnin okkar. En vegna þess að samfélagið líkist æ meira kartöflugarði fyrir auðstéttina til að taka upp úr þarf að búa til stórkostlega skrautsýningu sem þenur út skilningarvitin og fyllir þau af VONÍUM. Það fólk og flokkar sem er búið að vera í ríkistjórn í 7 ár eða jafnvel í 70 ár eru allt í einu fólk og flokkar án fortíðar og framtíðin sem er til sölu undir 1000 vatta blikkandi leikhúsljósi kosningabaráttunnar skín beint í augun. Samkvæmt könnun sem ASÍ lét gera telja 69% þjóðarinnar að Ísland stefni í ranga átt – ég ætla að slá því fram í bríaríi, þó ég viti auðvita enga nákvæma prósentutölu að 69% af þessum 69% muni kjósa flokka sem annaðhvort hafa sannað með ríkisstjórnarsamstarfi að þeir stefni lóðbeint í röngu áttina eða þá flokka sem ætla að beita sömu aðferðum og alltaf hafa verið notaðar en lofa því að ná annarri niðurstöðu. Tveir plús tveir geta verið fimm og eiga að vera fimm? Það þarf úrvals óblandað VONÍUM og mikið af því til að framkvæma slík töfrabrögð. En á maður þá ekki að eiga von? Jú svo sannarlega! En slagorðið gæti verið; „Von án vímu“. Svona geri ég það. Ég veit að þær aðferðir sem kenndar eru við svokallað „frjálsa“ markaðskerfi ( hlutdræga markaðskerfið væri miklu nær að kalla það) – eru einmitt þær aðferðir sem skilað hafa samfálaginu í ranga átt. Og ég veit allir þeir flokkar sem eru á Alþingi styðja meira og minna þessar aðferðir. Ég er á móti þeim aðferðum þær hafa leitt til gríðarlegrar misskiptingar bæði efnalegrar og félagslegrar. Og ég vil eins og hin 69%-in að Ísland fari að stefna í rétta átt. Utan Alþingis er lítill flokkur sem vill beita annarskonar þrautreyndri aðferðafræði sem kölluð er félagshyggja sem leiðir í aðra átt, til efnahagslegs- og félagslegs jafnaðar. Það vil ég, fyrir mig, börnin mín og barnabörn. Mín litla og hógværa „von án vímu“ er að þessi flokkur, Sósíalistaflokkurinn, nái fulltrúum á Alþingi. En nei! NEI! Ég er ekki að biðja ykkur um að kjósa það sama og ég. Langt því í frá. Leitið sjálf. En ég vil gefa ykkur það vinarráð að þið komið ykkur upp ykkar eigin ”von án vímu” og látið það fólk og flokka sem þið veljið með þeirri aðferð standa reikniskil gjörða sinna eftir kosningar. Það er það eina sem skiptir máli. Það eina sem skiptir máli er hvað stjórnmálastéttin framkvæmir. Kosningakjaftæðið skiptir engu og skilur ekkert eftir sig nema heiftarleg VONÍUM timburmenn. Höfundur er eftirlaunamaður og óvirkur VONÍUM-fíkill.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar