Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 07:31 Skammdegið hefur gengið í garð með sínu alltumlykjandi myrkri þar sem dagsbirtan er af skornum skammti. Á þessum tíma sem nú fer í hönd, aðventunni, þar sem við undirbúum jólahátíðina byrjum við að prýða umhverfi okkar, tendra ljós, innan- sem utandyra og leggjum áherslu á samveru með því fólki sem okkur þykir vænt um. Ljósin gleðja og samveran yljar og við tengjum við góðar og uppbyggilegar tilfinningar. Aðventan sem og jólahátíðín sjálf er þó ekki endilega ætíð tilhlökkunarefni heldur getur sannarlega vakið með sér kvíða, áhyggjur og almenna vanlíðan. Ástæður þess geta verið margs konar þar sem t.d. áföll sem við höfum orðið fyrir í lífinu hafa getað mótað hvernig við upplifum þennan árstíma og haft þau áhrif að við sem manneskjur finnum fyrir sársauka fremur en gleði, friði eða jákvæðum og gefandi tilfinningum. Þegar við stöndum frammi fyrir ástvinamissi getur tími jóla og aðventu jafnvel frekar haft í för með sér vanlíðan svo sem kvíða og sorg heldur en tilfinningar tengdar tilhlökkun, eftirvæntingu eða gleði. Sorgin verður einhvern veginn áþreifanlegri en ella og við finnum sárt fyrir því að það vantar í hópinn kæran ástvin, vin eða vinkonu. Við myndum vilja gera allt til þess að við fengjum enn ein jólin með þeim, enn einn jólaundirbúninginn og að við hefðum þau í kringum okkur. Fengjum að njóta nærveru þeirra. Þegar við erum í þessum sporum skiptir máli að við tökum tillit til tilfinninga okkar og bregðumst við þeim. Það getum við gert t.d. með því að einfalda jólaundirbúninginn og jólahald okkar og hugsanlega skapað nýjar hefðir þar sem við minnumst á sérstakan hátt þeirra sem við syrgjum. Margar fjölskyldur og vinahópar safnast t.d. saman á aðventu, Þorláksmessu eða aðfangadag við gröf þess sem saknað er og aðrir leggja áherslu á að tendra ljós á heimilum sínum og eiga sérstaka minningarstund. Að skapa hefðir og geta fengið farveg fyrir sorgina er gríðarlega mikilvægt. Til að mæta fólki sem er að takast á við sorg og ástvinamissi í aðdraganda jóla hefur um áratugaskeið verið haldin samvera á aðventu fyrir syrgjendur í samstarfi Landspítala og Þjóðkirkjunnar. Að þessu sinni verður samveran haldin 28. nóvember n.k. kl. 20:00 í Háteigskirkju. Áhersla er lögð á fallega tónlist og uppörvandi texta auk þess sem sérstök minningarstund er í samverunni þar sem ljós eru tendruð. Samveran hefur í gegnum áratugina einkennst af mikilli hlýju, virðingu og samkennd og er opin öllum þeim sem á þurfa að halda. Fyrir hönd deildar sálgæslu presta og djákna á Landspítalanum Höfundur er sjúkrahúsprestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Sorg Landspítalinn Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Skammdegið hefur gengið í garð með sínu alltumlykjandi myrkri þar sem dagsbirtan er af skornum skammti. Á þessum tíma sem nú fer í hönd, aðventunni, þar sem við undirbúum jólahátíðina byrjum við að prýða umhverfi okkar, tendra ljós, innan- sem utandyra og leggjum áherslu á samveru með því fólki sem okkur þykir vænt um. Ljósin gleðja og samveran yljar og við tengjum við góðar og uppbyggilegar tilfinningar. Aðventan sem og jólahátíðín sjálf er þó ekki endilega ætíð tilhlökkunarefni heldur getur sannarlega vakið með sér kvíða, áhyggjur og almenna vanlíðan. Ástæður þess geta verið margs konar þar sem t.d. áföll sem við höfum orðið fyrir í lífinu hafa getað mótað hvernig við upplifum þennan árstíma og haft þau áhrif að við sem manneskjur finnum fyrir sársauka fremur en gleði, friði eða jákvæðum og gefandi tilfinningum. Þegar við stöndum frammi fyrir ástvinamissi getur tími jóla og aðventu jafnvel frekar haft í för með sér vanlíðan svo sem kvíða og sorg heldur en tilfinningar tengdar tilhlökkun, eftirvæntingu eða gleði. Sorgin verður einhvern veginn áþreifanlegri en ella og við finnum sárt fyrir því að það vantar í hópinn kæran ástvin, vin eða vinkonu. Við myndum vilja gera allt til þess að við fengjum enn ein jólin með þeim, enn einn jólaundirbúninginn og að við hefðum þau í kringum okkur. Fengjum að njóta nærveru þeirra. Þegar við erum í þessum sporum skiptir máli að við tökum tillit til tilfinninga okkar og bregðumst við þeim. Það getum við gert t.d. með því að einfalda jólaundirbúninginn og jólahald okkar og hugsanlega skapað nýjar hefðir þar sem við minnumst á sérstakan hátt þeirra sem við syrgjum. Margar fjölskyldur og vinahópar safnast t.d. saman á aðventu, Þorláksmessu eða aðfangadag við gröf þess sem saknað er og aðrir leggja áherslu á að tendra ljós á heimilum sínum og eiga sérstaka minningarstund. Að skapa hefðir og geta fengið farveg fyrir sorgina er gríðarlega mikilvægt. Til að mæta fólki sem er að takast á við sorg og ástvinamissi í aðdraganda jóla hefur um áratugaskeið verið haldin samvera á aðventu fyrir syrgjendur í samstarfi Landspítala og Þjóðkirkjunnar. Að þessu sinni verður samveran haldin 28. nóvember n.k. kl. 20:00 í Háteigskirkju. Áhersla er lögð á fallega tónlist og uppörvandi texta auk þess sem sérstök minningarstund er í samverunni þar sem ljós eru tendruð. Samveran hefur í gegnum áratugina einkennst af mikilli hlýju, virðingu og samkennd og er opin öllum þeim sem á þurfa að halda. Fyrir hönd deildar sálgæslu presta og djákna á Landspítalanum Höfundur er sjúkrahúsprestur.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar