Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2024 13:02 100 stiga maðurinn Danny Shouse er viðmælandi í fyrsta þættinum. mynd/aðsend Heimildarþáttaröðin Kaninn verður frumsýnd á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið. Í fyrsta þætti verður fjallað um ævintýraleg upphafsár um miðbik áttunda áratugarins þegar fyrstu Kanarnir hófu að koma hingað til lands til að leika sem atvinnumenn. Tveir aðstandenda þáttaraðarinnar, þeir Andri Ólafsson og Jóhann Alfreð Kristinsson ræddu efni þáttanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Yfir 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum „Hingað hafa komið um 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum, karlar og konur. Þetta eru persónur sem hafa tekið ofboðslegan séns, komið alla leið hingað norður í Atlantshaf í skammdegið og kuldann. Við fórum að hugsa hvort þarna væru ekki að finna margar áhugaverðar sögur,“ sagði Andri. Þeir héldu til Bandaríkjanna ásamt Hrafni Jónssyni leikstjóra og Ívari Kristjáni Ívarssyni tökumanni og hittu nokkra þessara leikmanna. „Enginn þessara leikmanna sem við hittum átti sér kannski þann draum að koma til Íslands. Oft hafði eitthvað komið upp á. Það voru meiðsli eða eitthvað annað sem hafði sett strik í reikninginn. Þetta eru örlagasögur líka. En flestir þeirra sem við ræddum við, bæði karlar og konur, eiga hins vegar mjög fallegar og skemmtilegar minningar frá tíma sínum á Íslandi og lýsa honum sem miklu ævintýri,“ bætir Andri við. Í fyrsta þætti er spjótunum beint að komu fyrstu Kananna árið 1975. „Í kjölfarið verður hálfgerð körfuboltasprenging á Íslandi. Þetta eru vissulega þættir um körfubolta en þetta er líka samfélags- og tíðarandasaga. Ísland á þessum tíma var miklu fábrotnara samfélag en það sem við þekkjum í dag,“ segir Jóhann Alfreð. Umboðsmaðurinn skrautlegi Margir af Könunum á þessum tíma komu hingað á vegum nokkuð sérkennilegs umboðsmanns að nafni Bob Starr sem teymið hafði upp á í sumar. Starr var nokkuð áberandi fígura á Íslandi á þessum árum og þjálfaði meðal annars lið Ármanns um tíma. Hann hreiðraði um sig á Hótel Esju, þar sem finna mátti forláta Telex-vél og samdi um komu margra bandarískra leikmanna. Meðal annars stórstjörnunnar Stew Johnson en sagan af þeim vistaskiptum er sögð í þættinum og er frekar ótrúleg. Bob Starr stelur senunni í fyrsta þættinum. Mögnuð týpa.mynd/aðsend Einn leikmannanna sem Bob kom með hingað til lands var Danny Shouse sem varð besti leikmaður deildarinnar og leiddi lið Njarðvíkur til tveggja Íslandsmeistaratitla. Shouse er meðal viðmælenda í fyrsta þætti og ræðir þar meðal annars ótrúlegan 100 stiga leik sinn í Borgarnesi fyrir lið Ármanns sem slegið var upp sem jöfnun á heimsmeti Wilt Chamberlain á sínum tíma. „Íslenskir strákar sem voru í körfunni á þessum tíma höfðu jafnvel aldrei séð körfubolta á þessu leveli sem spilaður var í Bandaríkjunum á þessu tíma. Það opnast bara nýjar víddir þegar leikmenn eins og Shouse mæta. Hvað er hægt að gera inn á körfuboltavelli og bara í íþróttum almennt,“ segir Andri. Gekk á ýmsu Kanarnir urðu ansi áberandi í mannlífinu og varð ákveðinn stjörnuljómi í kringum þá á skemmtistöðum borgarinnar eins og Hollywood, enda áberandi og skáru sig úr. En það gekk þó ekki alltaf árekstralaust fyrir sig. Þættirnir eru fjórir og verður fikrað sig áfram í tíma með hverjum þætti. Í þeim næsta segja piltarnir að NBA-æðið í upphafi tíunda áratugarins verði undir en segja má að stjörnuljóminn í kringum Kanana í íslenskum körfubolta hafi aldrei verið meiri en þá. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 19.00 á Stöð 2 á sunnudag en klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Kaninn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Tveir aðstandenda þáttaraðarinnar, þeir Andri Ólafsson og Jóhann Alfreð Kristinsson ræddu efni þáttanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Yfir 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum „Hingað hafa komið um 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum, karlar og konur. Þetta eru persónur sem hafa tekið ofboðslegan séns, komið alla leið hingað norður í Atlantshaf í skammdegið og kuldann. Við fórum að hugsa hvort þarna væru ekki að finna margar áhugaverðar sögur,“ sagði Andri. Þeir héldu til Bandaríkjanna ásamt Hrafni Jónssyni leikstjóra og Ívari Kristjáni Ívarssyni tökumanni og hittu nokkra þessara leikmanna. „Enginn þessara leikmanna sem við hittum átti sér kannski þann draum að koma til Íslands. Oft hafði eitthvað komið upp á. Það voru meiðsli eða eitthvað annað sem hafði sett strik í reikninginn. Þetta eru örlagasögur líka. En flestir þeirra sem við ræddum við, bæði karlar og konur, eiga hins vegar mjög fallegar og skemmtilegar minningar frá tíma sínum á Íslandi og lýsa honum sem miklu ævintýri,“ bætir Andri við. Í fyrsta þætti er spjótunum beint að komu fyrstu Kananna árið 1975. „Í kjölfarið verður hálfgerð körfuboltasprenging á Íslandi. Þetta eru vissulega þættir um körfubolta en þetta er líka samfélags- og tíðarandasaga. Ísland á þessum tíma var miklu fábrotnara samfélag en það sem við þekkjum í dag,“ segir Jóhann Alfreð. Umboðsmaðurinn skrautlegi Margir af Könunum á þessum tíma komu hingað á vegum nokkuð sérkennilegs umboðsmanns að nafni Bob Starr sem teymið hafði upp á í sumar. Starr var nokkuð áberandi fígura á Íslandi á þessum árum og þjálfaði meðal annars lið Ármanns um tíma. Hann hreiðraði um sig á Hótel Esju, þar sem finna mátti forláta Telex-vél og samdi um komu margra bandarískra leikmanna. Meðal annars stórstjörnunnar Stew Johnson en sagan af þeim vistaskiptum er sögð í þættinum og er frekar ótrúleg. Bob Starr stelur senunni í fyrsta þættinum. Mögnuð týpa.mynd/aðsend Einn leikmannanna sem Bob kom með hingað til lands var Danny Shouse sem varð besti leikmaður deildarinnar og leiddi lið Njarðvíkur til tveggja Íslandsmeistaratitla. Shouse er meðal viðmælenda í fyrsta þætti og ræðir þar meðal annars ótrúlegan 100 stiga leik sinn í Borgarnesi fyrir lið Ármanns sem slegið var upp sem jöfnun á heimsmeti Wilt Chamberlain á sínum tíma. „Íslenskir strákar sem voru í körfunni á þessum tíma höfðu jafnvel aldrei séð körfubolta á þessu leveli sem spilaður var í Bandaríkjunum á þessu tíma. Það opnast bara nýjar víddir þegar leikmenn eins og Shouse mæta. Hvað er hægt að gera inn á körfuboltavelli og bara í íþróttum almennt,“ segir Andri. Gekk á ýmsu Kanarnir urðu ansi áberandi í mannlífinu og varð ákveðinn stjörnuljómi í kringum þá á skemmtistöðum borgarinnar eins og Hollywood, enda áberandi og skáru sig úr. En það gekk þó ekki alltaf árekstralaust fyrir sig. Þættirnir eru fjórir og verður fikrað sig áfram í tíma með hverjum þætti. Í þeim næsta segja piltarnir að NBA-æðið í upphafi tíunda áratugarins verði undir en segja má að stjörnuljóminn í kringum Kanana í íslenskum körfubolta hafi aldrei verið meiri en þá. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 19.00 á Stöð 2 á sunnudag en klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Kaninn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira