Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2024 13:02 100 stiga maðurinn Danny Shouse er viðmælandi í fyrsta þættinum. mynd/aðsend Heimildarþáttaröðin Kaninn verður frumsýnd á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið. Í fyrsta þætti verður fjallað um ævintýraleg upphafsár um miðbik áttunda áratugarins þegar fyrstu Kanarnir hófu að koma hingað til lands til að leika sem atvinnumenn. Tveir aðstandenda þáttaraðarinnar, þeir Andri Ólafsson og Jóhann Alfreð Kristinsson ræddu efni þáttanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Yfir 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum „Hingað hafa komið um 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum, karlar og konur. Þetta eru persónur sem hafa tekið ofboðslegan séns, komið alla leið hingað norður í Atlantshaf í skammdegið og kuldann. Við fórum að hugsa hvort þarna væru ekki að finna margar áhugaverðar sögur,“ sagði Andri. Þeir héldu til Bandaríkjanna ásamt Hrafni Jónssyni leikstjóra og Ívari Kristjáni Ívarssyni tökumanni og hittu nokkra þessara leikmanna. „Enginn þessara leikmanna sem við hittum átti sér kannski þann draum að koma til Íslands. Oft hafði eitthvað komið upp á. Það voru meiðsli eða eitthvað annað sem hafði sett strik í reikninginn. Þetta eru örlagasögur líka. En flestir þeirra sem við ræddum við, bæði karlar og konur, eiga hins vegar mjög fallegar og skemmtilegar minningar frá tíma sínum á Íslandi og lýsa honum sem miklu ævintýri,“ bætir Andri við. Í fyrsta þætti er spjótunum beint að komu fyrstu Kananna árið 1975. „Í kjölfarið verður hálfgerð körfuboltasprenging á Íslandi. Þetta eru vissulega þættir um körfubolta en þetta er líka samfélags- og tíðarandasaga. Ísland á þessum tíma var miklu fábrotnara samfélag en það sem við þekkjum í dag,“ segir Jóhann Alfreð. Umboðsmaðurinn skrautlegi Margir af Könunum á þessum tíma komu hingað á vegum nokkuð sérkennilegs umboðsmanns að nafni Bob Starr sem teymið hafði upp á í sumar. Starr var nokkuð áberandi fígura á Íslandi á þessum árum og þjálfaði meðal annars lið Ármanns um tíma. Hann hreiðraði um sig á Hótel Esju, þar sem finna mátti forláta Telex-vél og samdi um komu margra bandarískra leikmanna. Meðal annars stórstjörnunnar Stew Johnson en sagan af þeim vistaskiptum er sögð í þættinum og er frekar ótrúleg. Bob Starr stelur senunni í fyrsta þættinum. Mögnuð týpa.mynd/aðsend Einn leikmannanna sem Bob kom með hingað til lands var Danny Shouse sem varð besti leikmaður deildarinnar og leiddi lið Njarðvíkur til tveggja Íslandsmeistaratitla. Shouse er meðal viðmælenda í fyrsta þætti og ræðir þar meðal annars ótrúlegan 100 stiga leik sinn í Borgarnesi fyrir lið Ármanns sem slegið var upp sem jöfnun á heimsmeti Wilt Chamberlain á sínum tíma. „Íslenskir strákar sem voru í körfunni á þessum tíma höfðu jafnvel aldrei séð körfubolta á þessu leveli sem spilaður var í Bandaríkjunum á þessu tíma. Það opnast bara nýjar víddir þegar leikmenn eins og Shouse mæta. Hvað er hægt að gera inn á körfuboltavelli og bara í íþróttum almennt,“ segir Andri. Gekk á ýmsu Kanarnir urðu ansi áberandi í mannlífinu og varð ákveðinn stjörnuljómi í kringum þá á skemmtistöðum borgarinnar eins og Hollywood, enda áberandi og skáru sig úr. En það gekk þó ekki alltaf árekstralaust fyrir sig. Þættirnir eru fjórir og verður fikrað sig áfram í tíma með hverjum þætti. Í þeim næsta segja piltarnir að NBA-æðið í upphafi tíunda áratugarins verði undir en segja má að stjörnuljóminn í kringum Kanana í íslenskum körfubolta hafi aldrei verið meiri en þá. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 19.00 á Stöð 2 á sunnudag en klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Kaninn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Tveir aðstandenda þáttaraðarinnar, þeir Andri Ólafsson og Jóhann Alfreð Kristinsson ræddu efni þáttanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Yfir 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum „Hingað hafa komið um 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum, karlar og konur. Þetta eru persónur sem hafa tekið ofboðslegan séns, komið alla leið hingað norður í Atlantshaf í skammdegið og kuldann. Við fórum að hugsa hvort þarna væru ekki að finna margar áhugaverðar sögur,“ sagði Andri. Þeir héldu til Bandaríkjanna ásamt Hrafni Jónssyni leikstjóra og Ívari Kristjáni Ívarssyni tökumanni og hittu nokkra þessara leikmanna. „Enginn þessara leikmanna sem við hittum átti sér kannski þann draum að koma til Íslands. Oft hafði eitthvað komið upp á. Það voru meiðsli eða eitthvað annað sem hafði sett strik í reikninginn. Þetta eru örlagasögur líka. En flestir þeirra sem við ræddum við, bæði karlar og konur, eiga hins vegar mjög fallegar og skemmtilegar minningar frá tíma sínum á Íslandi og lýsa honum sem miklu ævintýri,“ bætir Andri við. Í fyrsta þætti er spjótunum beint að komu fyrstu Kananna árið 1975. „Í kjölfarið verður hálfgerð körfuboltasprenging á Íslandi. Þetta eru vissulega þættir um körfubolta en þetta er líka samfélags- og tíðarandasaga. Ísland á þessum tíma var miklu fábrotnara samfélag en það sem við þekkjum í dag,“ segir Jóhann Alfreð. Umboðsmaðurinn skrautlegi Margir af Könunum á þessum tíma komu hingað á vegum nokkuð sérkennilegs umboðsmanns að nafni Bob Starr sem teymið hafði upp á í sumar. Starr var nokkuð áberandi fígura á Íslandi á þessum árum og þjálfaði meðal annars lið Ármanns um tíma. Hann hreiðraði um sig á Hótel Esju, þar sem finna mátti forláta Telex-vél og samdi um komu margra bandarískra leikmanna. Meðal annars stórstjörnunnar Stew Johnson en sagan af þeim vistaskiptum er sögð í þættinum og er frekar ótrúleg. Bob Starr stelur senunni í fyrsta þættinum. Mögnuð týpa.mynd/aðsend Einn leikmannanna sem Bob kom með hingað til lands var Danny Shouse sem varð besti leikmaður deildarinnar og leiddi lið Njarðvíkur til tveggja Íslandsmeistaratitla. Shouse er meðal viðmælenda í fyrsta þætti og ræðir þar meðal annars ótrúlegan 100 stiga leik sinn í Borgarnesi fyrir lið Ármanns sem slegið var upp sem jöfnun á heimsmeti Wilt Chamberlain á sínum tíma. „Íslenskir strákar sem voru í körfunni á þessum tíma höfðu jafnvel aldrei séð körfubolta á þessu leveli sem spilaður var í Bandaríkjunum á þessu tíma. Það opnast bara nýjar víddir þegar leikmenn eins og Shouse mæta. Hvað er hægt að gera inn á körfuboltavelli og bara í íþróttum almennt,“ segir Andri. Gekk á ýmsu Kanarnir urðu ansi áberandi í mannlífinu og varð ákveðinn stjörnuljómi í kringum þá á skemmtistöðum borgarinnar eins og Hollywood, enda áberandi og skáru sig úr. En það gekk þó ekki alltaf árekstralaust fyrir sig. Þættirnir eru fjórir og verður fikrað sig áfram í tíma með hverjum þætti. Í þeim næsta segja piltarnir að NBA-æðið í upphafi tíunda áratugarins verði undir en segja má að stjörnuljóminn í kringum Kanana í íslenskum körfubolta hafi aldrei verið meiri en þá. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 19.00 á Stöð 2 á sunnudag en klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Kaninn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira