Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2024 13:18 Unnið að viðgerð á Njarðvíkurlögn í vetur. Vísir/Ívar Fannar Undirbúningur gengur vel við Rockville borholuna á Reykjanesi og standa vonir til að hún verði tilbúin til notkunar í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í morgun. Þegar svokölluð Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur í febrúar á þessu ári vegna hraunflæðis raungerðist sú erfiða staða að Suðurnesin voru heitavatnslaus. „Í kjölfarið tóku stjórnvöld forystu um leit að heitu vatni á Reykjanesi. Lagður var til 1 milljarður kr. í jarðhitaleit á Suðurnesjum til að tryggja neyðarhitaveitu á svæðinu. Árangur átaksins benti til þess að svonefnd Rockville borhola lofaði góðu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Í kjölfarið var sett af stað vinna við borholuna og stóðu vonir til að hún yrði komin í notkun í lok desember. Vegna seinkunar í afhendingu á sértækum búnaði er hins vegar nú gert ráð fyrir að borholan verði komin í notkun í janúar 2025. „Vinna er þó í fullum gangi og er þegar er búið að setja upp spennistöð fyrir rafmagn við borstæðið, gufukatlar sem leigðir voru eru á leið til landsins og unnið er að lagningu stofnlagna. Þá er gert ráð fyrir að álagsprófunum verði lokið um áramótin.“ Með Rockville borholunni til forhitunar og einni varmaskiptistöð, sem kynnt er með olíuknúnum gufukötlum, áætla sérfræðingar Verkís að hægt verði að framleiða samtals um 50 l/sek. af 80-85°C heitu vatni, sem nægir til að halda veitukerfi HS Orku frostfríu. Um 150-200 l/sek. af 80-85°C heitu vatni þarf hins vegar til að halda húsnæði á Suðurnesjum frostfríu, og er nú unnið að undirbúningi þess að leigja fleiri gufukatla svo hægt sé að bregðast við, komi sú staða upp aftur að virkjunarinnar í Svartsengi njóti ekki við. „Mikil vinna hefur átt sér stað frá því Njarðvíkurlögnin frá Svartsengi fór í sundur síðastliðinn vetur og erum við betur í stakk búin en áður til að mæta slíkum vanda. Jarðhitaleitin sem farið var í skilaði okkur Rockville borholunni, sem komast ætti í notkun strax í upphafi næsta árs og verður þá góð viðbót við jarðhita á Suðurnesjunum. Ítarleg kortlagning verkefna og sá lærdómur sem við höfum dregið af eldgosum undanfarinna missera hefur líka skilað sínu. Þannig hefur sú ákvörðun að fergja lagnir með jarðvegslagi til að mynda skilað því að þær eru betur varðar en áður og hefur sú einangrun haldið enn sem komið er, þó hraun hafi runnið yfir Njarðvíkurlínu í þessu gosi. Þessari vinnu er þó ekki lokið og þurfa stjórnvöld, ásamt sveitarfélögum og orkufyrirtækjum að halda áfram að bæta orkuöryggi á Suðurnesjum og fylgjast grannt áfram með framvindu mála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Orkumál Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þegar svokölluð Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur í febrúar á þessu ári vegna hraunflæðis raungerðist sú erfiða staða að Suðurnesin voru heitavatnslaus. „Í kjölfarið tóku stjórnvöld forystu um leit að heitu vatni á Reykjanesi. Lagður var til 1 milljarður kr. í jarðhitaleit á Suðurnesjum til að tryggja neyðarhitaveitu á svæðinu. Árangur átaksins benti til þess að svonefnd Rockville borhola lofaði góðu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Í kjölfarið var sett af stað vinna við borholuna og stóðu vonir til að hún yrði komin í notkun í lok desember. Vegna seinkunar í afhendingu á sértækum búnaði er hins vegar nú gert ráð fyrir að borholan verði komin í notkun í janúar 2025. „Vinna er þó í fullum gangi og er þegar er búið að setja upp spennistöð fyrir rafmagn við borstæðið, gufukatlar sem leigðir voru eru á leið til landsins og unnið er að lagningu stofnlagna. Þá er gert ráð fyrir að álagsprófunum verði lokið um áramótin.“ Með Rockville borholunni til forhitunar og einni varmaskiptistöð, sem kynnt er með olíuknúnum gufukötlum, áætla sérfræðingar Verkís að hægt verði að framleiða samtals um 50 l/sek. af 80-85°C heitu vatni, sem nægir til að halda veitukerfi HS Orku frostfríu. Um 150-200 l/sek. af 80-85°C heitu vatni þarf hins vegar til að halda húsnæði á Suðurnesjum frostfríu, og er nú unnið að undirbúningi þess að leigja fleiri gufukatla svo hægt sé að bregðast við, komi sú staða upp aftur að virkjunarinnar í Svartsengi njóti ekki við. „Mikil vinna hefur átt sér stað frá því Njarðvíkurlögnin frá Svartsengi fór í sundur síðastliðinn vetur og erum við betur í stakk búin en áður til að mæta slíkum vanda. Jarðhitaleitin sem farið var í skilaði okkur Rockville borholunni, sem komast ætti í notkun strax í upphafi næsta árs og verður þá góð viðbót við jarðhita á Suðurnesjunum. Ítarleg kortlagning verkefna og sá lærdómur sem við höfum dregið af eldgosum undanfarinna missera hefur líka skilað sínu. Þannig hefur sú ákvörðun að fergja lagnir með jarðvegslagi til að mynda skilað því að þær eru betur varðar en áður og hefur sú einangrun haldið enn sem komið er, þó hraun hafi runnið yfir Njarðvíkurlínu í þessu gosi. Þessari vinnu er þó ekki lokið og þurfa stjórnvöld, ásamt sveitarfélögum og orkufyrirtækjum að halda áfram að bæta orkuöryggi á Suðurnesjum og fylgjast grannt áfram með framvindu mála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Orkumál Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira