Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir og Anna Lára Steindal skrifa 22. nóvember 2024 13:45 Nú styttist í alþingiskosningar og þá fáum við tækifæri til þess að kjósa stjórnmálaflokka í næstu ríkisstjórn. Frambjóðendur kappkosta þessa dagana við að koma sínum áherslu- og stefnumálum á framfæri. Vandamálið við kosningaloforð stjórnmálaflokka er að þau eiga það til að gleymast, jafnvel daginn eftir að kosningar eru afstaðnar. Málefni fatlaðs fólks hafa almennt lítið sem ekkert verið til umræðu, sem er mikið áhyggjuefni. Að gefnu tilefni vill Þroskahjálp því koma eftirfarandi á framfæri: Til að uppfylla þær skyldur sem stjórnvöld hafa undirgengist, m.a. með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þurfa stjórnvöld og þeir sem kosnir eru til forystu að axla ábyrgð. Grundvallarforsenda samningsins er að fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í samfélagi sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreyttum þörfum. Verkefnið er því að breyta samfélaginu svo allir fái tækifæri til þátttöku á eigin forsendum en ekki að breyta fötluðu fólki til að passa inn í samfélagið – eða skilja það út undan. Allt fatlað fólk á að hafa tækifæri til jafns við aðra til þess að lifa sjálfstæðu lífi, búa við mannsæmandi lífskjör, hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og vinnumarkaði, eiga möguleika á að búa á eigin heimili og njóta einkalífs og fjölskyldulífs til jafns við aðra. Helstu áherslumál Landssamtakanna Þroskahjálpar Að fötluðu fólki verði tryggð sú þjónusta sem það þarf og á rétt á til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Leysa þarf deiluna á milli ríkis og sveitarfélaga varðandi kostnaðarskiptingu og ábyrgð. Að stjórnvöld axli ábyrgð á því að tækni, s.s. rafræn skilríki og gervigreind, sem notuð er til þess að veita aðgegni að mikilvægri þjónustu sé aðgengileg öllum. Að ríki og sveitarfélög ráðist í alvöru átak til að byggja íbúðir fyrir fatlað fólk, en um 450 fatlaðir einstaklingar eru á biðlista eftir íbúð. Einnig þarf að gera lagfæringar á stofnframlagakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svo hægt sé að byggja íbúðir fyrir fatlað fólk í gegnum stofnframlagakerfið og innan þess ramma sem kerfið leyfir. Það er mjög hæpið reikningsdæmi í dag. Að grunnörorkulífeyrirgreiðslur verði hækkaðar hjá þeim hóp sem hefur engar aðrar greiðslur en örorkulífeyrisgreiðslur. Að stjórnvöld auki aðgengi allra án aðgreiningar að námi á öllum skólastigum og að aukið verði fjármagn í tengslum við inngildandi nám fatlaðra barna og ungmenna. Að stjórnvöld bæti þjónustu við fötluð börn og ungmenni og að ráðist verði í átak til að vinna á biðlistum (Ráðgjafa- og greiningarstöðin, Geðheilsumiðstöð barna, Heyrnar- og talmeinastöð) til að lögin um farsæld barna skili því sem þeim er ætlað. Að stjórnvöld tryggi aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fólk með þroskahömlun, einhverft fólk og fólk með fjölþættan vanda hefur hingað til ekki verið í boði, nema fyrir alvarlegustu tilfellin. Engin meðferðarúrræði eru til fyrir fólk með þroskahömlun eða einhverft fólk með fíknivanda. Að stjórnvöld fari í átak í atvinnutækifærum fyrir fatlað fólk hjá opinberum stofnunum. Að stjórnvöld lögfesti samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks án tafar. Að stjórnvöld standi við áætlanir sínar um stofnun á burðugri og sjálfstæðri Mannréttindastofnun Íslands og að Réttindagæsla fatlaðs fólks verði styrkt til muna undir nýrri stofnun og viðeigandi fjármagn verði tryggt til rekstursins. Að stjórnvöld tryggi að Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027 verði fyllt eftir og að þær 60 aðgerðir sem áætlunin inniheldur komist til framkvæmda. Að lokum viljum við vekja athygli á því að á fulltrúafundi Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldinn var 19. okt. sl. sendi fundurinn frá sér eftirfarandi ályktanir. Má lesa nánar um þessar ályktanir hér. Samtökin hvetja frambjóðendur til þess að láta sig málefni fatlaðs fólks varða. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í alþingiskosningar og þá fáum við tækifæri til þess að kjósa stjórnmálaflokka í næstu ríkisstjórn. Frambjóðendur kappkosta þessa dagana við að koma sínum áherslu- og stefnumálum á framfæri. Vandamálið við kosningaloforð stjórnmálaflokka er að þau eiga það til að gleymast, jafnvel daginn eftir að kosningar eru afstaðnar. Málefni fatlaðs fólks hafa almennt lítið sem ekkert verið til umræðu, sem er mikið áhyggjuefni. Að gefnu tilefni vill Þroskahjálp því koma eftirfarandi á framfæri: Til að uppfylla þær skyldur sem stjórnvöld hafa undirgengist, m.a. með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þurfa stjórnvöld og þeir sem kosnir eru til forystu að axla ábyrgð. Grundvallarforsenda samningsins er að fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í samfélagi sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreyttum þörfum. Verkefnið er því að breyta samfélaginu svo allir fái tækifæri til þátttöku á eigin forsendum en ekki að breyta fötluðu fólki til að passa inn í samfélagið – eða skilja það út undan. Allt fatlað fólk á að hafa tækifæri til jafns við aðra til þess að lifa sjálfstæðu lífi, búa við mannsæmandi lífskjör, hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og vinnumarkaði, eiga möguleika á að búa á eigin heimili og njóta einkalífs og fjölskyldulífs til jafns við aðra. Helstu áherslumál Landssamtakanna Þroskahjálpar Að fötluðu fólki verði tryggð sú þjónusta sem það þarf og á rétt á til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Leysa þarf deiluna á milli ríkis og sveitarfélaga varðandi kostnaðarskiptingu og ábyrgð. Að stjórnvöld axli ábyrgð á því að tækni, s.s. rafræn skilríki og gervigreind, sem notuð er til þess að veita aðgegni að mikilvægri þjónustu sé aðgengileg öllum. Að ríki og sveitarfélög ráðist í alvöru átak til að byggja íbúðir fyrir fatlað fólk, en um 450 fatlaðir einstaklingar eru á biðlista eftir íbúð. Einnig þarf að gera lagfæringar á stofnframlagakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svo hægt sé að byggja íbúðir fyrir fatlað fólk í gegnum stofnframlagakerfið og innan þess ramma sem kerfið leyfir. Það er mjög hæpið reikningsdæmi í dag. Að grunnörorkulífeyrirgreiðslur verði hækkaðar hjá þeim hóp sem hefur engar aðrar greiðslur en örorkulífeyrisgreiðslur. Að stjórnvöld auki aðgengi allra án aðgreiningar að námi á öllum skólastigum og að aukið verði fjármagn í tengslum við inngildandi nám fatlaðra barna og ungmenna. Að stjórnvöld bæti þjónustu við fötluð börn og ungmenni og að ráðist verði í átak til að vinna á biðlistum (Ráðgjafa- og greiningarstöðin, Geðheilsumiðstöð barna, Heyrnar- og talmeinastöð) til að lögin um farsæld barna skili því sem þeim er ætlað. Að stjórnvöld tryggi aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fólk með þroskahömlun, einhverft fólk og fólk með fjölþættan vanda hefur hingað til ekki verið í boði, nema fyrir alvarlegustu tilfellin. Engin meðferðarúrræði eru til fyrir fólk með þroskahömlun eða einhverft fólk með fíknivanda. Að stjórnvöld fari í átak í atvinnutækifærum fyrir fatlað fólk hjá opinberum stofnunum. Að stjórnvöld lögfesti samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks án tafar. Að stjórnvöld standi við áætlanir sínar um stofnun á burðugri og sjálfstæðri Mannréttindastofnun Íslands og að Réttindagæsla fatlaðs fólks verði styrkt til muna undir nýrri stofnun og viðeigandi fjármagn verði tryggt til rekstursins. Að stjórnvöld tryggi að Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027 verði fyllt eftir og að þær 60 aðgerðir sem áætlunin inniheldur komist til framkvæmda. Að lokum viljum við vekja athygli á því að á fulltrúafundi Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldinn var 19. okt. sl. sendi fundurinn frá sér eftirfarandi ályktanir. Má lesa nánar um þessar ályktanir hér. Samtökin hvetja frambjóðendur til þess að láta sig málefni fatlaðs fólks varða. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar