Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson, Jónína Guðmundsdóttir og Karl Andreassen skrifa 22. nóvember 2024 16:33 Staða innviða á Íslandi kallar á tafarlausar aðgerðir. Forgangsraða þarf fjárfestingum í innviðum og tryggja fyrirsjáanleika í framkvæmdum til að mæta þörfum atvinnulífsins og samfélagsins. Samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand og framtíðarhorfur innviða hefur ófullnægjandi fjárfesting leitt til umfangsmikillar viðhaldsskuldar, sem metin er á 420 milljarða króna. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að bæta stöðu innviða svo að unnt verði að styðja við fjölbreytta verðmætasköpun og auka samkeppnishæfni landsins. Könnun meðal stjórnenda verktakafyrirtækja sýnir að heilt yfir bera stjórnendur verktakafyrirtækja lítið traust til áforma stjórnvalda um innviða- og húsnæðisuppbyggingu eða 71% þeirra. 53% stjórnendanna segjast bera mjög lítið traust til fyrirheita stjórnvalda og 18% lítið. Tryggja þarf betri eftirfylgni með áformum stjórnvalda en áætlanir þeirra hafa oft ekki gengið eftir. Samgönguáætlun er dæmi um það en nú um stundir er engin fimm ára aðgerðaráætlun í gildi og Vegagerðin hefur ekki boðið út stórt verkefni í rúmt ár. Þetta hefur dregið úr trúverðugleika. Eins má nefna að Útboðsþing SI, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka innviðaverktaka, fer fram í upphafi hvers árs þar sem opinberir verkkaupar kynna áform ársins. Undanfarin ár hefur komið í ljós að mikill munur er á þeim áformum sem kynnt eru og þeim verkefnum sem raunverulega fara af stað. Einungis helmingur fyrirheita um útboð sem gefin voru í upphafi árs 2023 voru efnd. Á nýju kjörtímabili þarf einnig að ráðast í það verkefni að móta bætta umgjörð innviðauppbyggingar en slík vinna mun leiða til sparnaðar fyrir skattgreiðendur. Stjórnendur verktakafyrirtækja segja að ófyrirsjáanleiki og sveiflur í opinberum innviðaframkvæmdum hafa aukið kostnað verulega. 91% stjórnenda telja að með bættum fyrirsjáanleika gætu þeir boðið allt að 11% lægra verð í opinber útboð. Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir ef litið er til þess að heildarfjárfestingar í innviðum hins opinbera eru áætlaðar 175 milljarða króna í ár. 11% lækkun á þeim kostnaði væri 19 milljarða króna sparnaður sem jafngildir byggingu einnar Ölfusárbrúar á ári. Miklar og ófyrirséðar sveiflur í umfangi framkvæmda milli ára gera verktakafyrirtækjum einnig erfitt fyrir þegar kemur að áætlanagerð og skipulagningu verkefna fram í tímann. 88% stjórnenda verktakafyrirtækja nefna að of stuttur undirbúningstími valdi auknum kostnaði við verklegar framkvæmdir á vegum hins opinbera en 9% telja að svo sé ekki. Stjórnendurnir segja að þeir gætu boðið tæplega 10% lægra í opinberar framkvæmdir ef nægur undirbúningstími væri til staðar. Nauðsynlegt er að ný ríkisstjórn móti heildstæða stefnu fyrir uppbyggingu innviða sem tekur mið af raunverulegri viðhaldsþörf og þjóðhagslegri arðsemi. Verkefni á borð við viðhald þjóðvegakerfisins, sem þarfnast 18 milljarða króna árlega til að halda núverandi kerfi í horfinu, sýna mikilvægi stöðugrar fjármögnunar. Þar fyrir utan þarf fjármagn til nýframkvæmda en aukin umferð samhliða vexti samfélagsins og atvinnuvega kallar á bætta innviði. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á mikilvægi þess að starfsumhverfi mannvirkjagerðar hér á landi sé fyrirsjáanlegt og stöðugt. Því kalla samtökin eftir aukinni skilvirkni í skipulags- og leyfisveitingarferlum, að stefnumörkun sé skýr og að áætlanagerð og fjármögnun til lengri tíma sé tryggð. Hið síðastnefnda er forsenda þess að opinberir verkkaupar geti viðhaft fyrirsjáanleika í framkvæmdum gagnvart markaðnum til að tryggja hagkvæmni. Samtök iðnaðarins hvetja ný stjórnvöld til samvinnu við atvinnulífið til að byggja upp trausta innviði sem eru undirstaða verðmætasköpunar og öflugs hagkerfis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Staða innviða á Íslandi kallar á tafarlausar aðgerðir. Forgangsraða þarf fjárfestingum í innviðum og tryggja fyrirsjáanleika í framkvæmdum til að mæta þörfum atvinnulífsins og samfélagsins. Samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand og framtíðarhorfur innviða hefur ófullnægjandi fjárfesting leitt til umfangsmikillar viðhaldsskuldar, sem metin er á 420 milljarða króna. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að bæta stöðu innviða svo að unnt verði að styðja við fjölbreytta verðmætasköpun og auka samkeppnishæfni landsins. Könnun meðal stjórnenda verktakafyrirtækja sýnir að heilt yfir bera stjórnendur verktakafyrirtækja lítið traust til áforma stjórnvalda um innviða- og húsnæðisuppbyggingu eða 71% þeirra. 53% stjórnendanna segjast bera mjög lítið traust til fyrirheita stjórnvalda og 18% lítið. Tryggja þarf betri eftirfylgni með áformum stjórnvalda en áætlanir þeirra hafa oft ekki gengið eftir. Samgönguáætlun er dæmi um það en nú um stundir er engin fimm ára aðgerðaráætlun í gildi og Vegagerðin hefur ekki boðið út stórt verkefni í rúmt ár. Þetta hefur dregið úr trúverðugleika. Eins má nefna að Útboðsþing SI, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka innviðaverktaka, fer fram í upphafi hvers árs þar sem opinberir verkkaupar kynna áform ársins. Undanfarin ár hefur komið í ljós að mikill munur er á þeim áformum sem kynnt eru og þeim verkefnum sem raunverulega fara af stað. Einungis helmingur fyrirheita um útboð sem gefin voru í upphafi árs 2023 voru efnd. Á nýju kjörtímabili þarf einnig að ráðast í það verkefni að móta bætta umgjörð innviðauppbyggingar en slík vinna mun leiða til sparnaðar fyrir skattgreiðendur. Stjórnendur verktakafyrirtækja segja að ófyrirsjáanleiki og sveiflur í opinberum innviðaframkvæmdum hafa aukið kostnað verulega. 91% stjórnenda telja að með bættum fyrirsjáanleika gætu þeir boðið allt að 11% lægra verð í opinber útboð. Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir ef litið er til þess að heildarfjárfestingar í innviðum hins opinbera eru áætlaðar 175 milljarða króna í ár. 11% lækkun á þeim kostnaði væri 19 milljarða króna sparnaður sem jafngildir byggingu einnar Ölfusárbrúar á ári. Miklar og ófyrirséðar sveiflur í umfangi framkvæmda milli ára gera verktakafyrirtækjum einnig erfitt fyrir þegar kemur að áætlanagerð og skipulagningu verkefna fram í tímann. 88% stjórnenda verktakafyrirtækja nefna að of stuttur undirbúningstími valdi auknum kostnaði við verklegar framkvæmdir á vegum hins opinbera en 9% telja að svo sé ekki. Stjórnendurnir segja að þeir gætu boðið tæplega 10% lægra í opinberar framkvæmdir ef nægur undirbúningstími væri til staðar. Nauðsynlegt er að ný ríkisstjórn móti heildstæða stefnu fyrir uppbyggingu innviða sem tekur mið af raunverulegri viðhaldsþörf og þjóðhagslegri arðsemi. Verkefni á borð við viðhald þjóðvegakerfisins, sem þarfnast 18 milljarða króna árlega til að halda núverandi kerfi í horfinu, sýna mikilvægi stöðugrar fjármögnunar. Þar fyrir utan þarf fjármagn til nýframkvæmda en aukin umferð samhliða vexti samfélagsins og atvinnuvega kallar á bætta innviði. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á mikilvægi þess að starfsumhverfi mannvirkjagerðar hér á landi sé fyrirsjáanlegt og stöðugt. Því kalla samtökin eftir aukinni skilvirkni í skipulags- og leyfisveitingarferlum, að stefnumörkun sé skýr og að áætlanagerð og fjármögnun til lengri tíma sé tryggð. Hið síðastnefnda er forsenda þess að opinberir verkkaupar geti viðhaft fyrirsjáanleika í framkvæmdum gagnvart markaðnum til að tryggja hagkvæmni. Samtök iðnaðarins hvetja ný stjórnvöld til samvinnu við atvinnulífið til að byggja upp trausta innviði sem eru undirstaða verðmætasköpunar og öflugs hagkerfis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun