Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir og Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifa 27. nóvember 2024 09:00 Við verðum að tala um kynbundið ofbeldi – en til þess að geta stuðlað að frelsi frá ofbeldi fyrir allar konur þurfum við að hafa hugfast að konur eru ekki einsleitur hópur. Konur sem tilheyra einnig öðrum jaðarhópum verða frekar fyrir ofbeldi og geta mismunabreyturnar verið margar, t.a.m. kynþáttur, fötlun, félagsleg staða. Hinsegin konur hafa í það minnsta tvöfalda jaðarsetningu. Þær eru jaðarsettar vegna þess að þær eru konur og þær eru jaðarsettar fyrir hinseginleika sinn. Lesbíur, tvíkynhneigðar konur, trans konur, intersex konur tilheyra allar jaðarhóp sem er útsettari fyrir ofbeldi, sér í lagi í nánum samböndum. Þessar konur verða bæði fyrir ofbeldi vegna hinseginleika síns og vegna þess að þær eru konur. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu EL*C, evrópskum samtökum hinsegin kvenna, hefur ofbeldi og hatursorðræða gagnvart lesbíum og tvíkynhneigðum konum færst í aukana á sama tíma og við sem samfélag verðum ónæmari fyrir ofbeldinu. Í skýrslunni eru tiltekin einstaka atvik ofbeldis og er meðal annars sagt frá ofbeldi í almannarýmum þar sem ráðist var á hinsegin konur vegna kynhneigðar og kyntjáningar sinnar. Listinn er ekki tæmandi en dæmin eru mörg og þau gefa mynd af veruleika hinsegin kvenna sem lítið er talað um. Lesbíur, trans konur og fólk með óhefðbundna kyntjáningu verður fyrir áreitni á almenningssalernum eða er meinaður aðgangur. Hinsegin konur eru kynferðislegar áreittar á vinnustöðum, skemmtistöðum og á samfélagsmiðlum. Ráðist er að hinsegin konum sem leiðast á almannafæri og þeim nauðgað til þess að leiðrétta kynhneigð og kyntjáningu þeirra. Þetta er ekki fjarlægur veruleiki þó að ekki séu dæmi frá Íslandi í skýrslunni. Við vitum að þetta er einnig veruleiki margra hinsegin kvenna á Íslandi. Ofbeldi gegn hinsegin konum er ekki bara í almannarýmum. Það getur verið lúmskt og falið, sérstaklega í nánum samböndum, en dæmin sýna að gerendur nýta oft hinseginleikann til þess að niðurlægja, til dæmis með því að koma í veg fyrir að maki fái aðgang að hormónalyfjum, gaslýsa eða hóta að koma upp um hinseginleika. Konur sem ekki eru hinsegin en eru grunaðar um hinseginleika eru einnig beittar ofbeldi. Þær eru kannski bara með stutt hár, eru óvenju hávaxnar eða bera einhver einkenni þess sem gerandanum þykir hinsegin. Það er þess vegna mikilvægt að fordæma hatursorðræðu og áreitni, því hún hefur áhrif á allar konur. Bakslag í málefnum kvenna og hinsegin fólks er raunverulegt á heimsvísu, líka á Íslandi. Það hefur óneitanlega mikil áhrif á þær sem tilheyra báðum hópum: hinsegin konur. En við getum barist gegn því með aukinni meðvitund og samstilltu átaki. Bjarndís er formaður Samtakanna '78 og Bergrún er skrifstofustjóri Samtakanna '78.Samtökin ‘78 eru hagsmunasamtök alls hinsegin fólks og veita gjaldfrjálsa ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur lent í ofbeldi vegna hinseginleika veita Samtökin ‘78 aðstoð og stuðning. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Hinsegin Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Við verðum að tala um kynbundið ofbeldi – en til þess að geta stuðlað að frelsi frá ofbeldi fyrir allar konur þurfum við að hafa hugfast að konur eru ekki einsleitur hópur. Konur sem tilheyra einnig öðrum jaðarhópum verða frekar fyrir ofbeldi og geta mismunabreyturnar verið margar, t.a.m. kynþáttur, fötlun, félagsleg staða. Hinsegin konur hafa í það minnsta tvöfalda jaðarsetningu. Þær eru jaðarsettar vegna þess að þær eru konur og þær eru jaðarsettar fyrir hinseginleika sinn. Lesbíur, tvíkynhneigðar konur, trans konur, intersex konur tilheyra allar jaðarhóp sem er útsettari fyrir ofbeldi, sér í lagi í nánum samböndum. Þessar konur verða bæði fyrir ofbeldi vegna hinseginleika síns og vegna þess að þær eru konur. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu EL*C, evrópskum samtökum hinsegin kvenna, hefur ofbeldi og hatursorðræða gagnvart lesbíum og tvíkynhneigðum konum færst í aukana á sama tíma og við sem samfélag verðum ónæmari fyrir ofbeldinu. Í skýrslunni eru tiltekin einstaka atvik ofbeldis og er meðal annars sagt frá ofbeldi í almannarýmum þar sem ráðist var á hinsegin konur vegna kynhneigðar og kyntjáningar sinnar. Listinn er ekki tæmandi en dæmin eru mörg og þau gefa mynd af veruleika hinsegin kvenna sem lítið er talað um. Lesbíur, trans konur og fólk með óhefðbundna kyntjáningu verður fyrir áreitni á almenningssalernum eða er meinaður aðgangur. Hinsegin konur eru kynferðislegar áreittar á vinnustöðum, skemmtistöðum og á samfélagsmiðlum. Ráðist er að hinsegin konum sem leiðast á almannafæri og þeim nauðgað til þess að leiðrétta kynhneigð og kyntjáningu þeirra. Þetta er ekki fjarlægur veruleiki þó að ekki séu dæmi frá Íslandi í skýrslunni. Við vitum að þetta er einnig veruleiki margra hinsegin kvenna á Íslandi. Ofbeldi gegn hinsegin konum er ekki bara í almannarýmum. Það getur verið lúmskt og falið, sérstaklega í nánum samböndum, en dæmin sýna að gerendur nýta oft hinseginleikann til þess að niðurlægja, til dæmis með því að koma í veg fyrir að maki fái aðgang að hormónalyfjum, gaslýsa eða hóta að koma upp um hinseginleika. Konur sem ekki eru hinsegin en eru grunaðar um hinseginleika eru einnig beittar ofbeldi. Þær eru kannski bara með stutt hár, eru óvenju hávaxnar eða bera einhver einkenni þess sem gerandanum þykir hinsegin. Það er þess vegna mikilvægt að fordæma hatursorðræðu og áreitni, því hún hefur áhrif á allar konur. Bakslag í málefnum kvenna og hinsegin fólks er raunverulegt á heimsvísu, líka á Íslandi. Það hefur óneitanlega mikil áhrif á þær sem tilheyra báðum hópum: hinsegin konur. En við getum barist gegn því með aukinni meðvitund og samstilltu átaki. Bjarndís er formaður Samtakanna '78 og Bergrún er skrifstofustjóri Samtakanna '78.Samtökin ‘78 eru hagsmunasamtök alls hinsegin fólks og veita gjaldfrjálsa ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur lent í ofbeldi vegna hinseginleika veita Samtökin ‘78 aðstoð og stuðning. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar