Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2024 20:38 Jasmina hlaut ekki brautargengi hjá Viðreisn í Suðurkjördæmi en hún sóttist eftir oddvitasæti. Vísir Jasmina Vajovic Crnac, sem sóttist eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi en fékk ekki sæti á lista, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir framboðslista Viðreisnar ekki endurspegla fjölbreytileikann sem þau tala fyrir. Hún segist svikin af flokknum. Jasmina segir að þegar hún fékk símtal um að henni byðist ekki sæti á listanum hefði henni verið sagt að horfa þyrfti til aldurs og breiddarinnar í hópnum. Jasmina kom að stofnun Viðreisnar í Reykjanesbæ og var áður bæjarfulltrúi Frjáls afls. Einnig sat hún í stjórn Viðreisnar í tvö ár ásamt öðrum trúnaðarstörfum. Viðreisn standi ekki við það sem þau segja „Þú getur ekki talað um eitt og svo gert eitthvað annað. Í Suðurkjördæmi er enginn innflytjandi á listanum. Það endurspeglar ekki fjölbreytileikann sem þau tala fyrir,“ segir Jasmina. Hún segir að svörin sem hún hafi fengið séu ekkert í samræmi við listann sem svo var samþykktur. „Breiddin er ekki falin í því að velja 21 á lista, og hafa engan innflytjanda. Ég velti líka fyrir mér hvort að flokkur sem telur sig tala fyrir inngildingu, jafnrétti og jöfnum tækifærum, eru það bara útvaldir einstaklingar með rætur á Íslandi?“ Jasmina kom til Íslands frá Bosníu og Hersegóvínu árið 1996. Innflytjendur þurfi málsvara á Alþingi Jasmina segir að nauðsynlegt sé að gefa innflytjendum á Íslandi rödd. Henni finnst undarlegt þegar innfæddir Íslendingar hafa meira að segja um málaflokk innflytjenda en innflytjendur sjálfir. „Áskoranir þeirra 80þúsund innflytjenda eru ekki þær sömu og hjá innfæddum Íslendingum. Börn þeirra fá oft ekki nægilega góða þjónustu, og þar erum við að búa til ójafnrétti,“ segir Jasmina. Hún segir að henni hafi brugðið þegar hún hlustaði á Rás 2 í gær og heyrði stjórnmálaflokkana vera að tala um „þetta fólk.“ „Þetta er ekki inngildandi fyrir einn eða neinn. Við erum að horfa á fulltrúa allra flokka nota þennan orðaforða. Það er ekkert þetta fólk það erum bara við öll,“ segir hún. Jasmina segir að hún vilji koma því á framfæri að hún hafi ekki farið í fýlu þegar henni bauðst ekki oddvitasætið, og þess vegna ekki þegið annað sæti á listanum. Henni hafi hreinlega ekki verið boðið neitt sæti á listanum. „Fólk hefur verið að óska mér til hamingju með minn flokk! Ég vildi koma því til skila að þau vildu ekki bjóða mér á lista,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Jasmina segir að þegar hún fékk símtal um að henni byðist ekki sæti á listanum hefði henni verið sagt að horfa þyrfti til aldurs og breiddarinnar í hópnum. Jasmina kom að stofnun Viðreisnar í Reykjanesbæ og var áður bæjarfulltrúi Frjáls afls. Einnig sat hún í stjórn Viðreisnar í tvö ár ásamt öðrum trúnaðarstörfum. Viðreisn standi ekki við það sem þau segja „Þú getur ekki talað um eitt og svo gert eitthvað annað. Í Suðurkjördæmi er enginn innflytjandi á listanum. Það endurspeglar ekki fjölbreytileikann sem þau tala fyrir,“ segir Jasmina. Hún segir að svörin sem hún hafi fengið séu ekkert í samræmi við listann sem svo var samþykktur. „Breiddin er ekki falin í því að velja 21 á lista, og hafa engan innflytjanda. Ég velti líka fyrir mér hvort að flokkur sem telur sig tala fyrir inngildingu, jafnrétti og jöfnum tækifærum, eru það bara útvaldir einstaklingar með rætur á Íslandi?“ Jasmina kom til Íslands frá Bosníu og Hersegóvínu árið 1996. Innflytjendur þurfi málsvara á Alþingi Jasmina segir að nauðsynlegt sé að gefa innflytjendum á Íslandi rödd. Henni finnst undarlegt þegar innfæddir Íslendingar hafa meira að segja um málaflokk innflytjenda en innflytjendur sjálfir. „Áskoranir þeirra 80þúsund innflytjenda eru ekki þær sömu og hjá innfæddum Íslendingum. Börn þeirra fá oft ekki nægilega góða þjónustu, og þar erum við að búa til ójafnrétti,“ segir Jasmina. Hún segir að henni hafi brugðið þegar hún hlustaði á Rás 2 í gær og heyrði stjórnmálaflokkana vera að tala um „þetta fólk.“ „Þetta er ekki inngildandi fyrir einn eða neinn. Við erum að horfa á fulltrúa allra flokka nota þennan orðaforða. Það er ekkert þetta fólk það erum bara við öll,“ segir hún. Jasmina segir að hún vilji koma því á framfæri að hún hafi ekki farið í fýlu þegar henni bauðst ekki oddvitasætið, og þess vegna ekki þegið annað sæti á listanum. Henni hafi hreinlega ekki verið boðið neitt sæti á listanum. „Fólk hefur verið að óska mér til hamingju með minn flokk! Ég vildi koma því til skila að þau vildu ekki bjóða mér á lista,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira