Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2024 23:01 Amorim er mættur til leiks. Ash Donelon/Getty Images Rúben Amorim sagði alla réttu hlutina og sjálfstraustið hreinlega lak af hinum 39 ára gamla Portúgala þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir leik Manchester United og Ipswich Town í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Amorim tók eins og flest sem fylgjast með knattspyrnu vita við stjórnartaumunum á Old Trafford nú í landsleikjahléinu sem er nýlokið. Eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn tók Ruud van Nistelrooy við tímabundið og stóð sig með prýði. Framherjinn fyrrverandi er hins vegar horfinn á braut og nú er komið að Amorim. Á hann að reyna snúa gengi liðsins við, eitthvað sem David Moyes, Ryan Giggs, Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick, Ralf Rangnick og Erik ten Hag tókst ekki. „Það hafa verið mismunandi þjálfarar en sama niðurstaðan. Við munum reyna að fara Ineos-leiðina (eigendur félagsins), mína leið,“ sagði Amorim meðal annars á blaðamannafundinum. Portúgalinn er mikill aðdáandi José Mourinho og var spurður út í hvað þeir ættu sameiginlegt. Þjálfarinn hrósaði Mourinho en tók fram að „ég er annar maður.“ Jafnframt benti hann á hversu ungur hann væri og það gæti hjálpað honum að tengja við nýja kynslóð leikmanna. Amorim var þó ekki eingöngu jákvæðnin uppmáluð og benti á að leikmenn liðsins þyrftu að vera duglegri að hlaupa til baka. „Ég vil taka smá áhættu. Ég trúi á leikstílinn og hvernig við viljum spila. Leikmennirnir munu trúa leika, það er engin önnur leið. Við munum aðlaga leikmenn að því sem við viljum. Á sunnudag munuð þið ekki sjá mikla breytingu á byrjunarliðinu en þið munuð sjá mun í leiknum. Hvernig leikmenn staðsetja sig og hvernig þeir taka við boltanum.“ Amorim náði hins vegar ekki að tjá sig um meidda leikmenn Rauðu djöflanna en Kobbie Mainoo sást á fyrstu æfingum Portúgalans en enski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli. Leikur nýliða Ipswich Town og Man Utd fer fram klukkan 16.30 á sunnudaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Amorim tók eins og flest sem fylgjast með knattspyrnu vita við stjórnartaumunum á Old Trafford nú í landsleikjahléinu sem er nýlokið. Eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn tók Ruud van Nistelrooy við tímabundið og stóð sig með prýði. Framherjinn fyrrverandi er hins vegar horfinn á braut og nú er komið að Amorim. Á hann að reyna snúa gengi liðsins við, eitthvað sem David Moyes, Ryan Giggs, Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick, Ralf Rangnick og Erik ten Hag tókst ekki. „Það hafa verið mismunandi þjálfarar en sama niðurstaðan. Við munum reyna að fara Ineos-leiðina (eigendur félagsins), mína leið,“ sagði Amorim meðal annars á blaðamannafundinum. Portúgalinn er mikill aðdáandi José Mourinho og var spurður út í hvað þeir ættu sameiginlegt. Þjálfarinn hrósaði Mourinho en tók fram að „ég er annar maður.“ Jafnframt benti hann á hversu ungur hann væri og það gæti hjálpað honum að tengja við nýja kynslóð leikmanna. Amorim var þó ekki eingöngu jákvæðnin uppmáluð og benti á að leikmenn liðsins þyrftu að vera duglegri að hlaupa til baka. „Ég vil taka smá áhættu. Ég trúi á leikstílinn og hvernig við viljum spila. Leikmennirnir munu trúa leika, það er engin önnur leið. Við munum aðlaga leikmenn að því sem við viljum. Á sunnudag munuð þið ekki sjá mikla breytingu á byrjunarliðinu en þið munuð sjá mun í leiknum. Hvernig leikmenn staðsetja sig og hvernig þeir taka við boltanum.“ Amorim náði hins vegar ekki að tjá sig um meidda leikmenn Rauðu djöflanna en Kobbie Mainoo sást á fyrstu æfingum Portúgalans en enski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli. Leikur nýliða Ipswich Town og Man Utd fer fram klukkan 16.30 á sunnudaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira