Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Bjarki Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2024 19:52 Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Rúnar Hraun ógnar nú innviðum af ýmsu tagi í Svartsengi, þar sem unnið er hörðum höndum að því að hækka varnargarða og bjarga mikilvægum rafmagnsmöstrum. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir brýnt að Bláa lónið verði opnað um leið og það er öruggt. Hann óttast ekki að sláandi myndir frá síðustu dögum hafi fælingarmátt. Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga miðvikudagskvöld hefur valdið þónokkrum usla. Hraunstraumar valda álagi á varnargarða og hraun streymir enn til vesturs með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið. Hraunið bunkast upp og víða er hraunið orðið hærra en varnargarðarnir sjálfir. Því hefur verið unnið að því í dag að hækka varnargarða við Svartsengi um allt að fjóra metra. Landsnet hefur einnig unnið að því að bjarga möstrum á Svartsengislínu. „Í gærkvöldi þá byrjaði að flæða hraun yfir varnargarða. Þá byrjar að flæða hraun að mastrinu og við höfum áhyggjur af því að vandamálið verði meira og við myndum missa annað mastur. Þannig síðan í gærkvöldi höfum við verið að sprauta á hraunið með vatni til að kæla það, fengum svo jarðýtur og allskyns vinnuvélar til að stækka varnargarðinn og forða mastrinu frá því að hrynja,“ segir Örn Davíðsson, verkstjóri hjá Landsneti. Örn Davíðsson er verkstjóri hjá Landsneti.Vísir/Rúnar Það er ljóst að bláa lónið opnar ekki á næstu dögum en bílastæði lónsins fóru undir hraun á fimmtudag. Þau stefna þó á opnun á föstudaginn en ferðaþjónustan segir mikilvægt að lónið opni sem allra fyrst. „Það er mjög mikilvægt, ég myndi segja það. Um leið og það er öruggt, vonum við öll að fyrirtækið geti hafið starfsemi að nýju. Við vonum að það verði bara sem fyrst,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Lónið sé ótrúlegt aðdráttarafl. „Við sjáum það eins og á bandaríska markaðinum, stór hluti af Íslandsferðum margra er að fara í Bláa lónið. Þetta er okkar Eiffel-turninn í París,“ segir Pétur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að eldgos fæli ferðamenn frá. „Það eru ekki eins mikil viðbrögð og þeim hefur farið minnkandi eftir því sem gosunum hefur fjölgað. Það er eins og að fólk venjist þessu. Þetta er bara hluti af lífinu á Íslandi. Við verðum að minnsta kosti ekki vör við það að fólk sé að óttast þetta eins mikið í dag og það gerði í upphafi,“ segir Pétur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga miðvikudagskvöld hefur valdið þónokkrum usla. Hraunstraumar valda álagi á varnargarða og hraun streymir enn til vesturs með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið. Hraunið bunkast upp og víða er hraunið orðið hærra en varnargarðarnir sjálfir. Því hefur verið unnið að því í dag að hækka varnargarða við Svartsengi um allt að fjóra metra. Landsnet hefur einnig unnið að því að bjarga möstrum á Svartsengislínu. „Í gærkvöldi þá byrjaði að flæða hraun yfir varnargarða. Þá byrjar að flæða hraun að mastrinu og við höfum áhyggjur af því að vandamálið verði meira og við myndum missa annað mastur. Þannig síðan í gærkvöldi höfum við verið að sprauta á hraunið með vatni til að kæla það, fengum svo jarðýtur og allskyns vinnuvélar til að stækka varnargarðinn og forða mastrinu frá því að hrynja,“ segir Örn Davíðsson, verkstjóri hjá Landsneti. Örn Davíðsson er verkstjóri hjá Landsneti.Vísir/Rúnar Það er ljóst að bláa lónið opnar ekki á næstu dögum en bílastæði lónsins fóru undir hraun á fimmtudag. Þau stefna þó á opnun á föstudaginn en ferðaþjónustan segir mikilvægt að lónið opni sem allra fyrst. „Það er mjög mikilvægt, ég myndi segja það. Um leið og það er öruggt, vonum við öll að fyrirtækið geti hafið starfsemi að nýju. Við vonum að það verði bara sem fyrst,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Lónið sé ótrúlegt aðdráttarafl. „Við sjáum það eins og á bandaríska markaðinum, stór hluti af Íslandsferðum margra er að fara í Bláa lónið. Þetta er okkar Eiffel-turninn í París,“ segir Pétur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að eldgos fæli ferðamenn frá. „Það eru ekki eins mikil viðbrögð og þeim hefur farið minnkandi eftir því sem gosunum hefur fjölgað. Það er eins og að fólk venjist þessu. Þetta er bara hluti af lífinu á Íslandi. Við verðum að minnsta kosti ekki vör við það að fólk sé að óttast þetta eins mikið í dag og það gerði í upphafi,“ segir Pétur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira