Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 07:00 Jöfn tækifæri óháð búsetu Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu. Fjárfestum í unga fólkinu Það hefur sýnt sig að það er mikil ávinningur í því að ungt fólk kjósi að setjast að á landsbyggðunum og nýta krafta sína og menntun til að byggja upp gott samfélag. Það er ekki sjálfgefið og landsbyggðin verður að vera samkeppnisfær við höfuðborgarsvæðið þegar lífsgæði og kostnaður við rekstur heimilis og fjölskyldu er veginn og metinn. Tækifærin eru til staðar Þegar grunnþarfir fjölskyldu eru til staðar eins og gott heilbrigðiskerfi, menntun, félagsþjónusta, samgöngur, húsnæði, verslun, þjónusta og atvinnutækifæri þá hefur landsbyggðin til viðbótar marga kosti sem ekki eru sjálfgefnir. Nálægð við náttúruna og meiri möguleika á dýrmætri samveru með fjölskyldunni þegar ferðatími í umferðinni sparast. Samfélög fólks á öllum aldri með ólíkar þarfir Það er mikilvægt að samfélög byggjast upp þannig að vel sé búið að fólki á öllum aldri og að góð þjónusta sé til staðar fyrir fatlaða og íbúa með mismunandi þjónustu þarfir. Þess vegna leggur Flokkur fólksins áherslu á að tryggja öllum frá vöggu til grafar góðan aðbúnað og lífskjör með áherslu á að tryggja fólki húsnæði og mannsæmandi lífskjör og sérstaklega er horft til fátækra og þeirra sem minna mega sín. Menningin blómstrar á landsbyggðinni Sjónvarpsþátturinn Landinn hefur sýnt í hnotskurn hve mikil menning og gróska þrífst í fjölmenningar samfélögum um land allt. Við þurfum að standa vörð um og varðveita menningarminjar okkar og efla söfn og fjölbreyttar listir um land allt því maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Mikil einstaklings þátttaka er á landsbyggðunum í menningar og félagsstarfi og íþróttaiðkun ungra sem eldri er öflug sem skilar sér í heilbrigðara samfélagi. Fjárfestum því líka í félagsstarfi og skapandi greinum um land allt. Það er gott að búa á landsbyggðunum Svo landsbyggðirnar fái jöfn tækifæri og séu samkeppnishæfar til búsetu verður að hraða allri innviðauppbyggingu og þar eru samgöngur og jöfnun orkuverðs mikilvægir þættir og að tryggja afhendingaröryggi rafmagns til allra byggða með umhverfisvænum orkugjöfum. Nýsköpun og framþróun á landsbyggðinni helst í hendur við að þessir þættir séu í lagi og að öflugar háhraðatengingar séu um land allt. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar Sveitir landsins og sjávarbyggðirnar byggjast á að vel sé gengið um náttúru landsins og nýtingin sé með sjálfbærum hætti. Flokkur fólksins vill banna jarðarkaup erlendra auðjöfra og vill efla íslenskan landbúnað og fjölskyldubú. Landsbyggðirnar eiga mikið undir því að vel sé gengið um auðlindir okkar til lands og sjávar þar sem atvinnuvegir eins og ferðaþjónusta, sjávarútvegur/fiskeldi og landbúnaður eru grunnstoðir byggðanna. Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á að íbúar geta nýtt auðlindir sínar í nærumhverfinu með sjálfbærum hætti og að arðurinn skili sér í nærsamfélögin og tryggi þannig öfluga atvinnuuppbyggingu og hvetji þar með ungt fólk til búsetu um land allt. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri óháð búsetu Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu. Fjárfestum í unga fólkinu Það hefur sýnt sig að það er mikil ávinningur í því að ungt fólk kjósi að setjast að á landsbyggðunum og nýta krafta sína og menntun til að byggja upp gott samfélag. Það er ekki sjálfgefið og landsbyggðin verður að vera samkeppnisfær við höfuðborgarsvæðið þegar lífsgæði og kostnaður við rekstur heimilis og fjölskyldu er veginn og metinn. Tækifærin eru til staðar Þegar grunnþarfir fjölskyldu eru til staðar eins og gott heilbrigðiskerfi, menntun, félagsþjónusta, samgöngur, húsnæði, verslun, þjónusta og atvinnutækifæri þá hefur landsbyggðin til viðbótar marga kosti sem ekki eru sjálfgefnir. Nálægð við náttúruna og meiri möguleika á dýrmætri samveru með fjölskyldunni þegar ferðatími í umferðinni sparast. Samfélög fólks á öllum aldri með ólíkar þarfir Það er mikilvægt að samfélög byggjast upp þannig að vel sé búið að fólki á öllum aldri og að góð þjónusta sé til staðar fyrir fatlaða og íbúa með mismunandi þjónustu þarfir. Þess vegna leggur Flokkur fólksins áherslu á að tryggja öllum frá vöggu til grafar góðan aðbúnað og lífskjör með áherslu á að tryggja fólki húsnæði og mannsæmandi lífskjör og sérstaklega er horft til fátækra og þeirra sem minna mega sín. Menningin blómstrar á landsbyggðinni Sjónvarpsþátturinn Landinn hefur sýnt í hnotskurn hve mikil menning og gróska þrífst í fjölmenningar samfélögum um land allt. Við þurfum að standa vörð um og varðveita menningarminjar okkar og efla söfn og fjölbreyttar listir um land allt því maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Mikil einstaklings þátttaka er á landsbyggðunum í menningar og félagsstarfi og íþróttaiðkun ungra sem eldri er öflug sem skilar sér í heilbrigðara samfélagi. Fjárfestum því líka í félagsstarfi og skapandi greinum um land allt. Það er gott að búa á landsbyggðunum Svo landsbyggðirnar fái jöfn tækifæri og séu samkeppnishæfar til búsetu verður að hraða allri innviðauppbyggingu og þar eru samgöngur og jöfnun orkuverðs mikilvægir þættir og að tryggja afhendingaröryggi rafmagns til allra byggða með umhverfisvænum orkugjöfum. Nýsköpun og framþróun á landsbyggðinni helst í hendur við að þessir þættir séu í lagi og að öflugar háhraðatengingar séu um land allt. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar Sveitir landsins og sjávarbyggðirnar byggjast á að vel sé gengið um náttúru landsins og nýtingin sé með sjálfbærum hætti. Flokkur fólksins vill banna jarðarkaup erlendra auðjöfra og vill efla íslenskan landbúnað og fjölskyldubú. Landsbyggðirnar eiga mikið undir því að vel sé gengið um auðlindir okkar til lands og sjávar þar sem atvinnuvegir eins og ferðaþjónusta, sjávarútvegur/fiskeldi og landbúnaður eru grunnstoðir byggðanna. Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á að íbúar geta nýtt auðlindir sínar í nærumhverfinu með sjálfbærum hætti og að arðurinn skili sér í nærsamfélögin og tryggi þannig öfluga atvinnuuppbyggingu og hvetji þar með ungt fólk til búsetu um land allt. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar