Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 07:00 Jöfn tækifæri óháð búsetu Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu. Fjárfestum í unga fólkinu Það hefur sýnt sig að það er mikil ávinningur í því að ungt fólk kjósi að setjast að á landsbyggðunum og nýta krafta sína og menntun til að byggja upp gott samfélag. Það er ekki sjálfgefið og landsbyggðin verður að vera samkeppnisfær við höfuðborgarsvæðið þegar lífsgæði og kostnaður við rekstur heimilis og fjölskyldu er veginn og metinn. Tækifærin eru til staðar Þegar grunnþarfir fjölskyldu eru til staðar eins og gott heilbrigðiskerfi, menntun, félagsþjónusta, samgöngur, húsnæði, verslun, þjónusta og atvinnutækifæri þá hefur landsbyggðin til viðbótar marga kosti sem ekki eru sjálfgefnir. Nálægð við náttúruna og meiri möguleika á dýrmætri samveru með fjölskyldunni þegar ferðatími í umferðinni sparast. Samfélög fólks á öllum aldri með ólíkar þarfir Það er mikilvægt að samfélög byggjast upp þannig að vel sé búið að fólki á öllum aldri og að góð þjónusta sé til staðar fyrir fatlaða og íbúa með mismunandi þjónustu þarfir. Þess vegna leggur Flokkur fólksins áherslu á að tryggja öllum frá vöggu til grafar góðan aðbúnað og lífskjör með áherslu á að tryggja fólki húsnæði og mannsæmandi lífskjör og sérstaklega er horft til fátækra og þeirra sem minna mega sín. Menningin blómstrar á landsbyggðinni Sjónvarpsþátturinn Landinn hefur sýnt í hnotskurn hve mikil menning og gróska þrífst í fjölmenningar samfélögum um land allt. Við þurfum að standa vörð um og varðveita menningarminjar okkar og efla söfn og fjölbreyttar listir um land allt því maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Mikil einstaklings þátttaka er á landsbyggðunum í menningar og félagsstarfi og íþróttaiðkun ungra sem eldri er öflug sem skilar sér í heilbrigðara samfélagi. Fjárfestum því líka í félagsstarfi og skapandi greinum um land allt. Það er gott að búa á landsbyggðunum Svo landsbyggðirnar fái jöfn tækifæri og séu samkeppnishæfar til búsetu verður að hraða allri innviðauppbyggingu og þar eru samgöngur og jöfnun orkuverðs mikilvægir þættir og að tryggja afhendingaröryggi rafmagns til allra byggða með umhverfisvænum orkugjöfum. Nýsköpun og framþróun á landsbyggðinni helst í hendur við að þessir þættir séu í lagi og að öflugar háhraðatengingar séu um land allt. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar Sveitir landsins og sjávarbyggðirnar byggjast á að vel sé gengið um náttúru landsins og nýtingin sé með sjálfbærum hætti. Flokkur fólksins vill banna jarðarkaup erlendra auðjöfra og vill efla íslenskan landbúnað og fjölskyldubú. Landsbyggðirnar eiga mikið undir því að vel sé gengið um auðlindir okkar til lands og sjávar þar sem atvinnuvegir eins og ferðaþjónusta, sjávarútvegur/fiskeldi og landbúnaður eru grunnstoðir byggðanna. Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á að íbúar geta nýtt auðlindir sínar í nærumhverfinu með sjálfbærum hætti og að arðurinn skili sér í nærsamfélögin og tryggi þannig öfluga atvinnuuppbyggingu og hvetji þar með ungt fólk til búsetu um land allt. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri óháð búsetu Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu. Fjárfestum í unga fólkinu Það hefur sýnt sig að það er mikil ávinningur í því að ungt fólk kjósi að setjast að á landsbyggðunum og nýta krafta sína og menntun til að byggja upp gott samfélag. Það er ekki sjálfgefið og landsbyggðin verður að vera samkeppnisfær við höfuðborgarsvæðið þegar lífsgæði og kostnaður við rekstur heimilis og fjölskyldu er veginn og metinn. Tækifærin eru til staðar Þegar grunnþarfir fjölskyldu eru til staðar eins og gott heilbrigðiskerfi, menntun, félagsþjónusta, samgöngur, húsnæði, verslun, þjónusta og atvinnutækifæri þá hefur landsbyggðin til viðbótar marga kosti sem ekki eru sjálfgefnir. Nálægð við náttúruna og meiri möguleika á dýrmætri samveru með fjölskyldunni þegar ferðatími í umferðinni sparast. Samfélög fólks á öllum aldri með ólíkar þarfir Það er mikilvægt að samfélög byggjast upp þannig að vel sé búið að fólki á öllum aldri og að góð þjónusta sé til staðar fyrir fatlaða og íbúa með mismunandi þjónustu þarfir. Þess vegna leggur Flokkur fólksins áherslu á að tryggja öllum frá vöggu til grafar góðan aðbúnað og lífskjör með áherslu á að tryggja fólki húsnæði og mannsæmandi lífskjör og sérstaklega er horft til fátækra og þeirra sem minna mega sín. Menningin blómstrar á landsbyggðinni Sjónvarpsþátturinn Landinn hefur sýnt í hnotskurn hve mikil menning og gróska þrífst í fjölmenningar samfélögum um land allt. Við þurfum að standa vörð um og varðveita menningarminjar okkar og efla söfn og fjölbreyttar listir um land allt því maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Mikil einstaklings þátttaka er á landsbyggðunum í menningar og félagsstarfi og íþróttaiðkun ungra sem eldri er öflug sem skilar sér í heilbrigðara samfélagi. Fjárfestum því líka í félagsstarfi og skapandi greinum um land allt. Það er gott að búa á landsbyggðunum Svo landsbyggðirnar fái jöfn tækifæri og séu samkeppnishæfar til búsetu verður að hraða allri innviðauppbyggingu og þar eru samgöngur og jöfnun orkuverðs mikilvægir þættir og að tryggja afhendingaröryggi rafmagns til allra byggða með umhverfisvænum orkugjöfum. Nýsköpun og framþróun á landsbyggðinni helst í hendur við að þessir þættir séu í lagi og að öflugar háhraðatengingar séu um land allt. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar Sveitir landsins og sjávarbyggðirnar byggjast á að vel sé gengið um náttúru landsins og nýtingin sé með sjálfbærum hætti. Flokkur fólksins vill banna jarðarkaup erlendra auðjöfra og vill efla íslenskan landbúnað og fjölskyldubú. Landsbyggðirnar eiga mikið undir því að vel sé gengið um auðlindir okkar til lands og sjávar þar sem atvinnuvegir eins og ferðaþjónusta, sjávarútvegur/fiskeldi og landbúnaður eru grunnstoðir byggðanna. Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á að íbúar geta nýtt auðlindir sínar í nærumhverfinu með sjálfbærum hætti og að arðurinn skili sér í nærsamfélögin og tryggi þannig öfluga atvinnuuppbyggingu og hvetji þar með ungt fólk til búsetu um land allt. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar