ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 11:44 Eyjamenn hafa oft náð langt í bikarkeppninni og ekki er útilokað að þeir komist í 8-liða úrslitin þrátt fyrir tapið gegn Haukum. vísir/Anton Eyjamenn bíða nú eftir niðurstöðu Dómstóls HSÍ eftir að hafa kært Hauka fyrir að nota ólöglegan leikmann, í leik liðanna í Powerade-bikar karla í handbolta fyrir viku. Haukar unnu leikinn 37-29 en Eyjamenn krefjast þess að verða dæmdur 10-0 sigur vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Það gerðu Haukar hins vegar með því að setja Andra Fannar Elísson á skýrslu í stað Helga Marinós Kristóferssonar þegar fresturinn var liðinn. Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins, sem Vísir hefur undir höndum, segir að venju samkvæmt hafi fulltrúar liðanna mætt á tæknifund 70 mínútum fyrir leik. Þeir hafi svo staðfest leikskýrslur í „HB ritara“, tölvukerfinu sem notað er til að fylla út skýrslur. Vandræði með prentun en eftirlitsmaður benti á reglurnar Leikurinn fór fram á Ásvöllum, heimavelli Hauka, og vegna vandræða við að fá prentara til að virka tókst ekki að fá útprentaða skýrslu fyrr en eftir að frestur til að breyta skýrslu var liðinn. Þá tók starfsmaður Hauka eftir því að rangur maður var á leikskýrslu og breytti skýrslunni í HB ritara. Eftirlitsmaður segist þá hafa tekið fram að frestur til að breyta skýrslu væri runninn út og að gerð yrði athugasemd við þetta í skýrslu, og var starfsmaður ÍBV upplýstur um þetta. Haukar unnu stórstigur gegn ÍBV í bikarnum en breyting á leikskýrslu gæti orðið til þess að þeir falli úr keppni.vísir/Anton Í leikjahandbók sem HSÍ gaf út fyrir tímabilið segir um tæknifundi: „Á þeim fundi skal leikskýrsla vera tilbúin til yfirferðar í HB ritara. Ekki er heimilt að bæta við leikmönnum eða breyta leikskýrslu á nokkurn hátt minna en 60 mínútum fyrir leik og geta breytingar eftir það leitt til kæru á framkvæmd leiksins, sjá nánar í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót.“ Og í reglugerðinni um handknattleiksmót segir: „Leikskýrsla í meistaraflokki skal liggja fyrir eigi síðar en 60 mínútum fyrir leik og eftir þann tíma er óheimilt að gera breytingar á henni.“ „Algjör óþarfi að óska eftir þessu áliti“ Jóhann Pétursson, lögmaður ÍBV, segir að þannig sé alveg á hreinu að Haukar hafi brotið reglurnar – reglur sem fylgt hafi verið fast eftir á tímabilinu. Þannig hafa leikmenn orðið að gera sér að góðu að sitja á áhorfendapöllunum vegna mistaka við útfyllingu leikskýrslu, og nefnir Jóhann að kvennalið ÍBV hafi tvívegis þurft að súpa seyðið af slíkum mistökum. Ekki geti annað fengið að gilda um Hauka að þessu sinni, burtséð frá þeirra eigin tölvuvandræðum. Beðið er eftir dómi í málinu en Jóhann segir Hauka hafa óskað eftir áliti HSÍ í málinu, sem Jóhann segir í raun algjöran óþarfa í ljósi þess að reglurnar séu skýrar. „Það er algjör óþarfi að óska eftir þessu áliti, því hvernig getur HSÍ verið annarrar skoðunar en það sem fram kemur í þeirra eigin reglum og mótahandbók?“ segir Jóhann. Reglurnar skýrar og ættu að gilda um alla „Haukarnir hafa lagt áherslu á að tæknifundurinn hafi dregist en það stendur skýrt að sextíu mínútum fyrir leik sé ekki hægt að breyta leikskýrslu. Það mætti alveg hafa tímamörkin önnur, í stað þess að þau séu sextíu mínútur. Þau gætu þess vegna verið þrjátíu mínútur eða tíu mínútur, en reglurnar eru svona, þær eru skýrar og ættu að gilda um alla,“ segir Jóhann. Álit HSÍ ætti að berast í síðasta lagi í fyrramálið, segir Jóhann, og í kjölfarið hefur ÍBV sólarhrings frest til þess að setja fram sínar lokaathugasemdir áður en dómur gæti fallið. Áætlað er að næsta umferð í bikarnum verði spiluð 17. og 18. desember. Dregið verður í hádeginu á miðvikudag, í 8-liða úrslit. Kári í bann eftir leikinn Bikarleikur Hauka og ÍBV hefur þegar dregið dilk á eftir sér en þá vegna þess sem á gekk innan vallar. Kári Kristján Kristjánsson fékk tveggja leikja bann fyrir það sem aganefnd kallaði „illkvittið“ högg í andlit leikmanns Hauka. Fyrrnefndur Andri Fannar Elísson, sem ekki var upphaflega á leikskýrslu, fékk rautt spjald í leiknum fyrir vítakast í höfuð Pavels Miskevich, markmanns Hauka, sem brást illur við og fékk einnig rautt spjald fyrir. Hvorugur þeirra var þó úrskurðaður í bann. Powerade-bikarinn Haukar ÍBV Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Fleiri fréttir Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Sjá meira
Haukar unnu leikinn 37-29 en Eyjamenn krefjast þess að verða dæmdur 10-0 sigur vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Það gerðu Haukar hins vegar með því að setja Andra Fannar Elísson á skýrslu í stað Helga Marinós Kristóferssonar þegar fresturinn var liðinn. Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins, sem Vísir hefur undir höndum, segir að venju samkvæmt hafi fulltrúar liðanna mætt á tæknifund 70 mínútum fyrir leik. Þeir hafi svo staðfest leikskýrslur í „HB ritara“, tölvukerfinu sem notað er til að fylla út skýrslur. Vandræði með prentun en eftirlitsmaður benti á reglurnar Leikurinn fór fram á Ásvöllum, heimavelli Hauka, og vegna vandræða við að fá prentara til að virka tókst ekki að fá útprentaða skýrslu fyrr en eftir að frestur til að breyta skýrslu var liðinn. Þá tók starfsmaður Hauka eftir því að rangur maður var á leikskýrslu og breytti skýrslunni í HB ritara. Eftirlitsmaður segist þá hafa tekið fram að frestur til að breyta skýrslu væri runninn út og að gerð yrði athugasemd við þetta í skýrslu, og var starfsmaður ÍBV upplýstur um þetta. Haukar unnu stórstigur gegn ÍBV í bikarnum en breyting á leikskýrslu gæti orðið til þess að þeir falli úr keppni.vísir/Anton Í leikjahandbók sem HSÍ gaf út fyrir tímabilið segir um tæknifundi: „Á þeim fundi skal leikskýrsla vera tilbúin til yfirferðar í HB ritara. Ekki er heimilt að bæta við leikmönnum eða breyta leikskýrslu á nokkurn hátt minna en 60 mínútum fyrir leik og geta breytingar eftir það leitt til kæru á framkvæmd leiksins, sjá nánar í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót.“ Og í reglugerðinni um handknattleiksmót segir: „Leikskýrsla í meistaraflokki skal liggja fyrir eigi síðar en 60 mínútum fyrir leik og eftir þann tíma er óheimilt að gera breytingar á henni.“ „Algjör óþarfi að óska eftir þessu áliti“ Jóhann Pétursson, lögmaður ÍBV, segir að þannig sé alveg á hreinu að Haukar hafi brotið reglurnar – reglur sem fylgt hafi verið fast eftir á tímabilinu. Þannig hafa leikmenn orðið að gera sér að góðu að sitja á áhorfendapöllunum vegna mistaka við útfyllingu leikskýrslu, og nefnir Jóhann að kvennalið ÍBV hafi tvívegis þurft að súpa seyðið af slíkum mistökum. Ekki geti annað fengið að gilda um Hauka að þessu sinni, burtséð frá þeirra eigin tölvuvandræðum. Beðið er eftir dómi í málinu en Jóhann segir Hauka hafa óskað eftir áliti HSÍ í málinu, sem Jóhann segir í raun algjöran óþarfa í ljósi þess að reglurnar séu skýrar. „Það er algjör óþarfi að óska eftir þessu áliti, því hvernig getur HSÍ verið annarrar skoðunar en það sem fram kemur í þeirra eigin reglum og mótahandbók?“ segir Jóhann. Reglurnar skýrar og ættu að gilda um alla „Haukarnir hafa lagt áherslu á að tæknifundurinn hafi dregist en það stendur skýrt að sextíu mínútum fyrir leik sé ekki hægt að breyta leikskýrslu. Það mætti alveg hafa tímamörkin önnur, í stað þess að þau séu sextíu mínútur. Þau gætu þess vegna verið þrjátíu mínútur eða tíu mínútur, en reglurnar eru svona, þær eru skýrar og ættu að gilda um alla,“ segir Jóhann. Álit HSÍ ætti að berast í síðasta lagi í fyrramálið, segir Jóhann, og í kjölfarið hefur ÍBV sólarhrings frest til þess að setja fram sínar lokaathugasemdir áður en dómur gæti fallið. Áætlað er að næsta umferð í bikarnum verði spiluð 17. og 18. desember. Dregið verður í hádeginu á miðvikudag, í 8-liða úrslit. Kári í bann eftir leikinn Bikarleikur Hauka og ÍBV hefur þegar dregið dilk á eftir sér en þá vegna þess sem á gekk innan vallar. Kári Kristján Kristjánsson fékk tveggja leikja bann fyrir það sem aganefnd kallaði „illkvittið“ högg í andlit leikmanns Hauka. Fyrrnefndur Andri Fannar Elísson, sem ekki var upphaflega á leikskýrslu, fékk rautt spjald í leiknum fyrir vítakast í höfuð Pavels Miskevich, markmanns Hauka, sem brást illur við og fékk einnig rautt spjald fyrir. Hvorugur þeirra var þó úrskurðaður í bann.
Powerade-bikarinn Haukar ÍBV Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Fleiri fréttir Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Sjá meira