Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar 24. nóvember 2024 13:47 Í vikunni sóttum við, fyrir hönd Lýðræðisflokksins, fund með erlendum konum á Íslandi, W.O.M.A.N. Helsta áhyggjuefni þeirra var skortur á íslenskukennslu. Að hún væri dýr og fólk of þreytt á kvöldin til að sækja kennslu. Helst vildu konurnar að atvinnurekandinn stæði fyrir námskeiðum á vinnutíma og kostaði þau líka. Sumar þeirra skildu ekki hægaganginn og líktu okkur við Talibana. Tekið var dæmi af konu hér á landi, hælisleitanda sem hvorki talar ensku né íslensku og gat þar með ekki sótt sér menntunar. Af hverju við værum ekki búin að opna fleiri íslenskuskóla? Við erum fámennt samfélag og fengum á örfáum árum yfir okkur holskeflu af ferðamönnum, erlendu vinnuafli og flóttamönnum. Til dæmis fjölgaði íbúum Íslands um 8.508 bara á síðasta ári. Áratuginn þar á undan hafði íbúum fjölgað um 65.901. Þetta þýðir 20% fjölgun sem aftur veldur gríðarlegu álagi á húsnæðismarkaðinn, heilbrigðiskerfið, skólakerfið og atvinnumarkaðinn auk þess sem kostnaðurinn sem fylgir umsýslu við flóttamenn og hælisleitendur er allt of mikill fyrir fámenna þjóð. Íslenskuskóli á hverju götuhorni og opið allan sólarhringinn? Við viljum taka vel á móti fólki, hjálpa því að aðlagast og læra tungumálið, en það er takmarkað hvað lítil þjóð getur áorkað á stuttum tíma. Auðvitað myndum við vilja að allir fengju ókeypis íslenskukennslu og að hún væri aðgengileg kvölds og morgna. Ef við ætluðum að uppfylla þessar væntingar myndi stór hluti þeirra þurfa að henda frá sér öðrum verkefnum og helga sig íslenskukennslu fyrir útlendinga. Lýðræðisflokkurinn leggur einmitt áherslu á að íslenskukunnátta sé lykilatriði til að innflytjendur aðlagist þjóðfélaginu og að viðunandi kunnátta verði forsenda fyrir framlengingu dvalarleyfis. Það tekur tíma og kostar peninga. Innviðir löngu sprungnir Við þurfum rými til að byggja upp heilbrigðiskerfið til að anna öllum þessum fjölda sem nú þegar býr á landinu auk ferðamannanna sem flykkjast hér í milljónatali. Það vantar fleiri ódýrar íbúðir handa íbúum, skólakerfið er hætt að geta sinnt þessum fjölda og gatnakerfið sprungið. Loka landamærunum eins og á hinum Norðurlöndunum Markmið Lýðræðisflokksins er að loka landamærunum á sambærilegan hátt og lagt er til á Norðurlöndunum. Hælisleitendakerfið verði lagt niður og Ísland taki eingöngu á móti kvótaflóttamönnum eða á grundvelli fjöldaflótta. Það tekur allt of langan tíma að vinna úr umsóknum hælisleitenda, sérstaklega þar sem endalaust bætist við. Í staðinn viljum við frekar hjálpa flóttamönnum þar sem þeir eru staðsettir hvort sem það er í heimalandi eða öðru landi, í samstarfi við UN og Norðurlöndin. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun og ekki verði hægt að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Svo þurfum við ekki að hika við að senda veika einstaklinga aftur til fyrsta landsins sem veitti þeim hæli, ef þar fá þeir betri heilbrigðisþjónustu en hér. Erlendu fólki er enginn greiði gerður með því að láta það velkjast hér í löngu sprungnu heilbrigðiskerfi og bíða með okkur hinum í mörg ár eftir þjónustu. Það er heldur ekki sanngjarnt gagnvart íbúum þessa lands að fá enga heilbrigðisþjónustu vegna þess að hælisleitendur og ferðamenn ganga fyrir. Fólk þorir ekki að segja þetta upphátt því þar með er það stimplað útlendingahatarar (sem reyndar er hræðileg íslenska) og eitthvað þaðan af verra. Við verðum að vera raunsæ og þora að leysa málið. Lýðræðisflokkurinn hefur hugrekki til að breyta þessu. Höfundur er rithöfundur og í 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Sjá meira
Í vikunni sóttum við, fyrir hönd Lýðræðisflokksins, fund með erlendum konum á Íslandi, W.O.M.A.N. Helsta áhyggjuefni þeirra var skortur á íslenskukennslu. Að hún væri dýr og fólk of þreytt á kvöldin til að sækja kennslu. Helst vildu konurnar að atvinnurekandinn stæði fyrir námskeiðum á vinnutíma og kostaði þau líka. Sumar þeirra skildu ekki hægaganginn og líktu okkur við Talibana. Tekið var dæmi af konu hér á landi, hælisleitanda sem hvorki talar ensku né íslensku og gat þar með ekki sótt sér menntunar. Af hverju við værum ekki búin að opna fleiri íslenskuskóla? Við erum fámennt samfélag og fengum á örfáum árum yfir okkur holskeflu af ferðamönnum, erlendu vinnuafli og flóttamönnum. Til dæmis fjölgaði íbúum Íslands um 8.508 bara á síðasta ári. Áratuginn þar á undan hafði íbúum fjölgað um 65.901. Þetta þýðir 20% fjölgun sem aftur veldur gríðarlegu álagi á húsnæðismarkaðinn, heilbrigðiskerfið, skólakerfið og atvinnumarkaðinn auk þess sem kostnaðurinn sem fylgir umsýslu við flóttamenn og hælisleitendur er allt of mikill fyrir fámenna þjóð. Íslenskuskóli á hverju götuhorni og opið allan sólarhringinn? Við viljum taka vel á móti fólki, hjálpa því að aðlagast og læra tungumálið, en það er takmarkað hvað lítil þjóð getur áorkað á stuttum tíma. Auðvitað myndum við vilja að allir fengju ókeypis íslenskukennslu og að hún væri aðgengileg kvölds og morgna. Ef við ætluðum að uppfylla þessar væntingar myndi stór hluti þeirra þurfa að henda frá sér öðrum verkefnum og helga sig íslenskukennslu fyrir útlendinga. Lýðræðisflokkurinn leggur einmitt áherslu á að íslenskukunnátta sé lykilatriði til að innflytjendur aðlagist þjóðfélaginu og að viðunandi kunnátta verði forsenda fyrir framlengingu dvalarleyfis. Það tekur tíma og kostar peninga. Innviðir löngu sprungnir Við þurfum rými til að byggja upp heilbrigðiskerfið til að anna öllum þessum fjölda sem nú þegar býr á landinu auk ferðamannanna sem flykkjast hér í milljónatali. Það vantar fleiri ódýrar íbúðir handa íbúum, skólakerfið er hætt að geta sinnt þessum fjölda og gatnakerfið sprungið. Loka landamærunum eins og á hinum Norðurlöndunum Markmið Lýðræðisflokksins er að loka landamærunum á sambærilegan hátt og lagt er til á Norðurlöndunum. Hælisleitendakerfið verði lagt niður og Ísland taki eingöngu á móti kvótaflóttamönnum eða á grundvelli fjöldaflótta. Það tekur allt of langan tíma að vinna úr umsóknum hælisleitenda, sérstaklega þar sem endalaust bætist við. Í staðinn viljum við frekar hjálpa flóttamönnum þar sem þeir eru staðsettir hvort sem það er í heimalandi eða öðru landi, í samstarfi við UN og Norðurlöndin. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun og ekki verði hægt að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Svo þurfum við ekki að hika við að senda veika einstaklinga aftur til fyrsta landsins sem veitti þeim hæli, ef þar fá þeir betri heilbrigðisþjónustu en hér. Erlendu fólki er enginn greiði gerður með því að láta það velkjast hér í löngu sprungnu heilbrigðiskerfi og bíða með okkur hinum í mörg ár eftir þjónustu. Það er heldur ekki sanngjarnt gagnvart íbúum þessa lands að fá enga heilbrigðisþjónustu vegna þess að hælisleitendur og ferðamenn ganga fyrir. Fólk þorir ekki að segja þetta upphátt því þar með er það stimplað útlendingahatarar (sem reyndar er hræðileg íslenska) og eitthvað þaðan af verra. Við verðum að vera raunsæ og þora að leysa málið. Lýðræðisflokkurinn hefur hugrekki til að breyta þessu. Höfundur er rithöfundur og í 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun