Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar 27. nóvember 2024 07:32 Lýðræðisflokkurinn er nýtt stjórnmálaafl hér á landi, utan hefðbundinna vinstri-hægri kvarða. Áhersla flokksins á að auka skilvirkni og gæði í skólakerfinu, heilbrigðismálum, öldrunarmálum og umhverfismálum myndi vanalega flokkast sem vinstri stefnumál, meðan áhersla á sjálfræði Íslands og einkaframtak myndi flokkast hægra megin. Góðar hugmyndir geta komið úr öllum áttum. Þess vegna segjum við flokkinn vilja nota raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun til að bæta líf landsmanna og afkomu fyrirtækja, öllum til hagsbóta. Þess vegna vill Lýðræðisflokkurinn efla vísindalega hugsun og skynsemi hér á landi. Dæmi um það gæti verið að nú eru vísindamenn að mæla með því að minnka kolefnislosun hér á landi til þess að breyta hafstraumum langt suður í hafi. Að mínu mati er losun Íslendinga það lítil að hún mælist ekki á heimsvísu, þannig að við getum aldrei haft áhrif á loftslagsmál sama hvað við gerum hér. Hins vegar erum við með eldfjöll og hraungos sem losa margskonar gastegundir út í andrúmsloftið, og eru mörg önnur lönd í sömu sporum hvað það varðar. En samfélagið okkar mengar mjög lítið, ekki vegna þess að við Íslendingar erum svo umhverfisvænir, heldur af því við erum mjög fámenn þjóð í stóru landi. Eins og úthverfi í stórborg erlendis. Ég bjó einu sinni við Connecticut Avenue í Washington DC, en einhver snillingur hafði þá lagt saman að við þessa götu búi jafn margir og á okkar fagra landi til samans. Við ættum því að vera hógvær og ekki ofmeta mikilvægi okkar í heiminum. Ríkidæmi landsins okkar stafar ekki að af vinnusemi okkar eða snilligáfu, heldur af því að alþjóðasamfélagið, sérlega hinn vestræni heimur, ákvað eftir síðustu heimsstyrjöld að „hafa okkur með“. Það var ekki gert af góðmennsku eða vorkunn við þjóð sem þarf að búa við hörð umhverfis- og veðurskilyrði. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti BNA, sagði að Ísland sé ósökkvandi flugmóðurskip (unsinkable aircraft carrrier). Þótt við höfum þau forréttindi að fá að vera með í klúbbi hinna stóru, ættum við að muna að við skiptum í raun afar litlu máli í gangi heimsmála. Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að spila sig stóra með því að taka beinan þátt í stríðsrekstri erlendis. Lýðræðisflokkurinn vill loka á þessa þátttöku, en í staðinn efla samskipti við öll lönd, sér í lagi þau sem hafa sýnt okkur velvilja og þolinmæði. Að sama skapi ættum við að reyna að hjálpa „eins og við getum“, t.d. með aðstoð til flóttafólks. Allt ætti þetta þó að vera innan ramma þess sem við getum gert fjárhagslega án þess að varanlega skemma samfélagið okkar og menningu. Þannig er málum háttað hjá flestum löndum sem við berum okkur saman við. Við þurfum ekki að steypa okkur í skuldir vegna krafna annarra landa eða ESB. Það erum við sem munum borga brúsann að lokum og því leggur x-L áherslu á hallalaus fjárlög, í áætlun og í framkvæmd, þ.e. hallalausa afkomu ríkissjóðs. Takist það, má lækka skatta á almenning og fyrirtæki sem er eitt enn undirstöðuatriði í stefnuskrá flokksins. Hvert heimili í landinu veit en ríkistjórn verður að læra: Gerum það sem við höfum efni á á hverjum tíma. Kjósum skynsemi og hófsemi. Kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Umhverfismál Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn er nýtt stjórnmálaafl hér á landi, utan hefðbundinna vinstri-hægri kvarða. Áhersla flokksins á að auka skilvirkni og gæði í skólakerfinu, heilbrigðismálum, öldrunarmálum og umhverfismálum myndi vanalega flokkast sem vinstri stefnumál, meðan áhersla á sjálfræði Íslands og einkaframtak myndi flokkast hægra megin. Góðar hugmyndir geta komið úr öllum áttum. Þess vegna segjum við flokkinn vilja nota raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun til að bæta líf landsmanna og afkomu fyrirtækja, öllum til hagsbóta. Þess vegna vill Lýðræðisflokkurinn efla vísindalega hugsun og skynsemi hér á landi. Dæmi um það gæti verið að nú eru vísindamenn að mæla með því að minnka kolefnislosun hér á landi til þess að breyta hafstraumum langt suður í hafi. Að mínu mati er losun Íslendinga það lítil að hún mælist ekki á heimsvísu, þannig að við getum aldrei haft áhrif á loftslagsmál sama hvað við gerum hér. Hins vegar erum við með eldfjöll og hraungos sem losa margskonar gastegundir út í andrúmsloftið, og eru mörg önnur lönd í sömu sporum hvað það varðar. En samfélagið okkar mengar mjög lítið, ekki vegna þess að við Íslendingar erum svo umhverfisvænir, heldur af því við erum mjög fámenn þjóð í stóru landi. Eins og úthverfi í stórborg erlendis. Ég bjó einu sinni við Connecticut Avenue í Washington DC, en einhver snillingur hafði þá lagt saman að við þessa götu búi jafn margir og á okkar fagra landi til samans. Við ættum því að vera hógvær og ekki ofmeta mikilvægi okkar í heiminum. Ríkidæmi landsins okkar stafar ekki að af vinnusemi okkar eða snilligáfu, heldur af því að alþjóðasamfélagið, sérlega hinn vestræni heimur, ákvað eftir síðustu heimsstyrjöld að „hafa okkur með“. Það var ekki gert af góðmennsku eða vorkunn við þjóð sem þarf að búa við hörð umhverfis- og veðurskilyrði. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti BNA, sagði að Ísland sé ósökkvandi flugmóðurskip (unsinkable aircraft carrrier). Þótt við höfum þau forréttindi að fá að vera með í klúbbi hinna stóru, ættum við að muna að við skiptum í raun afar litlu máli í gangi heimsmála. Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að spila sig stóra með því að taka beinan þátt í stríðsrekstri erlendis. Lýðræðisflokkurinn vill loka á þessa þátttöku, en í staðinn efla samskipti við öll lönd, sér í lagi þau sem hafa sýnt okkur velvilja og þolinmæði. Að sama skapi ættum við að reyna að hjálpa „eins og við getum“, t.d. með aðstoð til flóttafólks. Allt ætti þetta þó að vera innan ramma þess sem við getum gert fjárhagslega án þess að varanlega skemma samfélagið okkar og menningu. Þannig er málum háttað hjá flestum löndum sem við berum okkur saman við. Við þurfum ekki að steypa okkur í skuldir vegna krafna annarra landa eða ESB. Það erum við sem munum borga brúsann að lokum og því leggur x-L áherslu á hallalaus fjárlög, í áætlun og í framkvæmd, þ.e. hallalausa afkomu ríkissjóðs. Takist það, má lækka skatta á almenning og fyrirtæki sem er eitt enn undirstöðuatriði í stefnuskrá flokksins. Hvert heimili í landinu veit en ríkistjórn verður að læra: Gerum það sem við höfum efni á á hverjum tíma. Kjósum skynsemi og hófsemi. Kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun