Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 25. nóvember 2024 07:17 Nú styttist í aðventuna, undirbúningstíma jólanna. Ég er líkast til ekki að koma neinum stórkostlega á óvart þegar ég segi að ég hlakka mikið til jólanna. Ég er jólabarn. Hefðirnar, maturinn, samveran. Jólin fyrir mér, er þegar ég geng inn í kirkjuna um fimm leitið á aðfangadag að undirbúa mig fyrir aftansönginn. Jólin fyrir mér eru biðin eftir síðust nótunni í forspili orgelleikarans svo að ég geti óskað söfnuðinum gleðilegra jóla. Þá eru jólin komin. Ég lærði nýverið að ár eftir ár, er vinsælasti dagskrárliður útvarpsins þögnin. Ekki hvaða þögn sem er, heldur okkar þögn. Þögnin á undan kirkjuklukkunum sem hringja inn jólin vítt og breitt um landið, og um allan heim kl. 18:00 á aðfangadagskvöld. Á tímum þar sem okkur er sífellt stíað í sundur, við flokkuð í hópa eftir pólitískum skoðunum, áhugamálum, aldri, kyni, kynhneigð eða búsetu þykir mér fallegt að hugsa til þess að einu sinni á ári leggja hundruð þúsunda Íslendinga, nýir og gamlir, hér heima og erlendis, jólastressið til hliðar í eitt andartak, hækka í þögninni og bíða eftir jólunum. Gleðileg jól. Klukkan er sex á aðfangadagskvöld, ég lít yfir söfnuðinn minn. Fólk er í sína fínasta pússi, jólastressið er runnið af fólkinu, forspilinu er lokið. Gleðileg jól. Hvernig eru þín jól? Ég held jól til þess að fagna komu frelsarans í heiminn. Vissulega er ólíklegt að Jesús hafi fæðst á þessum árstíma, en í óvissunni hefur hinn kristni heimur sameinast um að fagna fæðingunni þegar sólin fer að hækka á lofti. Margar ástæður eru fyrir því að þessi tími var valinn en hann er einmitt svo viðeigandi því Jesúbarnið færir heiminum ljós og birtu og sýnir okkur hve mikið Guð elskar manneskjuna. Hvers vegna heldur þú jól? Við höldum ekki öll jól vegna þess að við erum kristin, þó meirihluti þjóðarinnar geri það af þeirri ástæðu. Sum okkar halda jól til þess að fagna birtunni og enn önnur taka þátt í hefðinni vegna þess að hún er falleg og góð. Það er mikilvægt að við virðum þessar ólíku ástæður fyrir jólahaldi, en á sama tíma megum við ekki verða feimin við kristna arfleifð þjóðarinnar. Í kristnitökunni var það meðvituð ákvörðun að leyfa blót á laun. Þannig er umburðarlyndi fyrir öðrum trúarbrögðum, og jafnvel trúfrelsi, rist í sjálfar rætur kristninnar hér á landi. Engu að síður erum við, og höfum verið alla tíð síðan, kristin þjóð. Lang stærsti hluti þeirra sem hér búa tilheyra kristnum söfnuðum og sækja gildi sín til kristninnar. Fyrir nokkrum árum fór fram mikil umræða hér á landi um heimsóknir skólabarna í kirkju fyrir jólin. Kjarni þeirrar umræðu var sá að þar sem ekki öll börnin eru kristin þá væri óboðlegt að fara í kirkju og skilja hluta barnanna eftir í skólanum á meðan meirihlutinn fór með. Þá komu einnig fram áhyggjur af því að prestar safnaða Þjóðkirkjunnar boðuðu börnum trú á skólatíma. Niðurstaða þessara umræðna, sem ég tel að hafi verið góðar og heilbrigðar í samfélagi sem var að breytast, varð sú að Reykjavíkurborg og nokkur bæjar- og sveitafélög komu sér saman um samskiptareglur á milli leik- og grunnskóla og trúfélaga. Hvergi í þeim reglum er skólum bannað að heimsækja kirkjur, og allra síst á hátíðum, svo lengi sem þar fer fram fræðsla en ekki boðun og að heimsóknir séu unnar í samstarfi við skólastjórnendur. Þá hefur Félags- og barnamálaráðuneytið útbúið samskiptareglur skóla og trúfélaga. Þær má finna á vef ráðuneytisins. Þessar reglur eru harla góðar og því hafa söfnuðir Þjóðkirkjunnar sem taka á móti skólabörnum á aðventunni lagt sig fram um að vera í góðu samstarfi við skólastjórnendur sem yfirleitt ráða dagskránni. Mig langar því að hvetja skólastjórnendur og foreldra til þess að koma í kirkjuna í hverfinu/bænum/sveitinni ykkar á aðventunni þar sem það er í boði. Þá vil ég ekki síður hvetja skólastjórnendur til þess að vera opna fyrir því að heimsækja önnur trúfélög á þeirra hátíðum þar sem það er í boði. Börnin okkar hljóta að verða ríkari af því að kynnast ólíkum trúarbrögðum því þegar upp er staðið eru það foreldrarnir eða nánustu aðstandendur sem eru mikilvægustu áhrifavaldarnir í lífi barna. Ekki trúarleiðtogi í söfnuði. Ég held að skólar ættu einnig að skoða að bjóða sem allra flestum börnum að koma með í slíkar heimsóknir, ekki aðeins þeim er tilheyra viðkomandi trúarbrögðum. Í því felst möguleiki á að auka þekkingu og um leið umburðarlyndi fyrir ólíkum trúarbrögðum og uppruna fólks. Nú á aðventunni bjóða fjölmargir söfnuðir Þjóðkirkjunnar upp á aðventustundir fyrir skólabörn í samráði við skólastjórnendur og gjarnan er hlutverk prestsins, djáknans eða æskulýðsfulltrúans aðeins að stýra samkomunni og segja fallega jólasögu. Þá er oftar en ekki organisti með sem heldur utan um tónlistina. Í þeim söfnuðum þar sem ekki eru haldnar sérstakar stundir fyrir skólabörn er oft boðið upp á aðventustund fjölskyldunnar í kirkjunni og er hún þá alveg óháð skólunum. Á þessum undirbúningstíma jólanna er einstakt að geta komið inn í kirkju, sungið jólalög, heyrt jólasögur, kveikt á kertum og fundið fyrir helgi og frið í hjarta auk þess sem stundum er boðið upp á góðgæti. Mögulega koma börnin heim úr þessum heimsóknum með virðingu fyrir helgi þeirra sjálfra og annarra. Um leið og ég óska þér kyrrðar og friðar á þessari aðventu vil ég hvetja skólastjórnendur og foreldra til þess að þiggja boð safnaðanna um að koma í heimsókn í kirkjuna sína um jólin. Höfundur er biskup Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Karls Helgudóttir Þjóðkirkjan Trúmál Jól Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í aðventuna, undirbúningstíma jólanna. Ég er líkast til ekki að koma neinum stórkostlega á óvart þegar ég segi að ég hlakka mikið til jólanna. Ég er jólabarn. Hefðirnar, maturinn, samveran. Jólin fyrir mér, er þegar ég geng inn í kirkjuna um fimm leitið á aðfangadag að undirbúa mig fyrir aftansönginn. Jólin fyrir mér eru biðin eftir síðust nótunni í forspili orgelleikarans svo að ég geti óskað söfnuðinum gleðilegra jóla. Þá eru jólin komin. Ég lærði nýverið að ár eftir ár, er vinsælasti dagskrárliður útvarpsins þögnin. Ekki hvaða þögn sem er, heldur okkar þögn. Þögnin á undan kirkjuklukkunum sem hringja inn jólin vítt og breitt um landið, og um allan heim kl. 18:00 á aðfangadagskvöld. Á tímum þar sem okkur er sífellt stíað í sundur, við flokkuð í hópa eftir pólitískum skoðunum, áhugamálum, aldri, kyni, kynhneigð eða búsetu þykir mér fallegt að hugsa til þess að einu sinni á ári leggja hundruð þúsunda Íslendinga, nýir og gamlir, hér heima og erlendis, jólastressið til hliðar í eitt andartak, hækka í þögninni og bíða eftir jólunum. Gleðileg jól. Klukkan er sex á aðfangadagskvöld, ég lít yfir söfnuðinn minn. Fólk er í sína fínasta pússi, jólastressið er runnið af fólkinu, forspilinu er lokið. Gleðileg jól. Hvernig eru þín jól? Ég held jól til þess að fagna komu frelsarans í heiminn. Vissulega er ólíklegt að Jesús hafi fæðst á þessum árstíma, en í óvissunni hefur hinn kristni heimur sameinast um að fagna fæðingunni þegar sólin fer að hækka á lofti. Margar ástæður eru fyrir því að þessi tími var valinn en hann er einmitt svo viðeigandi því Jesúbarnið færir heiminum ljós og birtu og sýnir okkur hve mikið Guð elskar manneskjuna. Hvers vegna heldur þú jól? Við höldum ekki öll jól vegna þess að við erum kristin, þó meirihluti þjóðarinnar geri það af þeirri ástæðu. Sum okkar halda jól til þess að fagna birtunni og enn önnur taka þátt í hefðinni vegna þess að hún er falleg og góð. Það er mikilvægt að við virðum þessar ólíku ástæður fyrir jólahaldi, en á sama tíma megum við ekki verða feimin við kristna arfleifð þjóðarinnar. Í kristnitökunni var það meðvituð ákvörðun að leyfa blót á laun. Þannig er umburðarlyndi fyrir öðrum trúarbrögðum, og jafnvel trúfrelsi, rist í sjálfar rætur kristninnar hér á landi. Engu að síður erum við, og höfum verið alla tíð síðan, kristin þjóð. Lang stærsti hluti þeirra sem hér búa tilheyra kristnum söfnuðum og sækja gildi sín til kristninnar. Fyrir nokkrum árum fór fram mikil umræða hér á landi um heimsóknir skólabarna í kirkju fyrir jólin. Kjarni þeirrar umræðu var sá að þar sem ekki öll börnin eru kristin þá væri óboðlegt að fara í kirkju og skilja hluta barnanna eftir í skólanum á meðan meirihlutinn fór með. Þá komu einnig fram áhyggjur af því að prestar safnaða Þjóðkirkjunnar boðuðu börnum trú á skólatíma. Niðurstaða þessara umræðna, sem ég tel að hafi verið góðar og heilbrigðar í samfélagi sem var að breytast, varð sú að Reykjavíkurborg og nokkur bæjar- og sveitafélög komu sér saman um samskiptareglur á milli leik- og grunnskóla og trúfélaga. Hvergi í þeim reglum er skólum bannað að heimsækja kirkjur, og allra síst á hátíðum, svo lengi sem þar fer fram fræðsla en ekki boðun og að heimsóknir séu unnar í samstarfi við skólastjórnendur. Þá hefur Félags- og barnamálaráðuneytið útbúið samskiptareglur skóla og trúfélaga. Þær má finna á vef ráðuneytisins. Þessar reglur eru harla góðar og því hafa söfnuðir Þjóðkirkjunnar sem taka á móti skólabörnum á aðventunni lagt sig fram um að vera í góðu samstarfi við skólastjórnendur sem yfirleitt ráða dagskránni. Mig langar því að hvetja skólastjórnendur og foreldra til þess að koma í kirkjuna í hverfinu/bænum/sveitinni ykkar á aðventunni þar sem það er í boði. Þá vil ég ekki síður hvetja skólastjórnendur til þess að vera opna fyrir því að heimsækja önnur trúfélög á þeirra hátíðum þar sem það er í boði. Börnin okkar hljóta að verða ríkari af því að kynnast ólíkum trúarbrögðum því þegar upp er staðið eru það foreldrarnir eða nánustu aðstandendur sem eru mikilvægustu áhrifavaldarnir í lífi barna. Ekki trúarleiðtogi í söfnuði. Ég held að skólar ættu einnig að skoða að bjóða sem allra flestum börnum að koma með í slíkar heimsóknir, ekki aðeins þeim er tilheyra viðkomandi trúarbrögðum. Í því felst möguleiki á að auka þekkingu og um leið umburðarlyndi fyrir ólíkum trúarbrögðum og uppruna fólks. Nú á aðventunni bjóða fjölmargir söfnuðir Þjóðkirkjunnar upp á aðventustundir fyrir skólabörn í samráði við skólastjórnendur og gjarnan er hlutverk prestsins, djáknans eða æskulýðsfulltrúans aðeins að stýra samkomunni og segja fallega jólasögu. Þá er oftar en ekki organisti með sem heldur utan um tónlistina. Í þeim söfnuðum þar sem ekki eru haldnar sérstakar stundir fyrir skólabörn er oft boðið upp á aðventustund fjölskyldunnar í kirkjunni og er hún þá alveg óháð skólunum. Á þessum undirbúningstíma jólanna er einstakt að geta komið inn í kirkju, sungið jólalög, heyrt jólasögur, kveikt á kertum og fundið fyrir helgi og frið í hjarta auk þess sem stundum er boðið upp á góðgæti. Mögulega koma börnin heim úr þessum heimsóknum með virðingu fyrir helgi þeirra sjálfra og annarra. Um leið og ég óska þér kyrrðar og friðar á þessari aðventu vil ég hvetja skólastjórnendur og foreldra til þess að þiggja boð safnaðanna um að koma í heimsókn í kirkjuna sína um jólin. Höfundur er biskup Íslands
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun