Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:10 Kosningar verða yfirstaðnar eftir viku. Þegar fólk gengur til kosninga þá langar mig til þess að minna fólk á hvaða flokkar það voru sem samþykktu 3ja orkupakkann á Alþingi 2019. Það var Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Vinstri Grænir, Viðreisn, Samfylking og Píratar sem samþykktu þetta, þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga innan Orkunnar okkar. Það var fróðlegt að taka þátt í samtökunum Orkunni okkar, sem var stofnuð með það fyrir augum að fræða almenning um 3ja orkupakkann og reyna að hindra það að Alþingismenn samþykktu hann. Greinarhöfundur var formaður samtakanna á þessum tíma. Það var fróðlegt að upplifa það að vera kölluð kverúlant, sjálfskipaður fullveldissinni, einangrunarsinni, Trumpisti, sviðsljósafíkil, þjóðernisremba, afturhaldssinni, popúlísti svo að eitthvað sé nefnt. Það var fróðlegt að upplifa það að RÚV, ríkisútvarpið, brást skyldu sinni, en RÚV á lögum samkvæmt (lög nr.23, 3.gr) að „Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varðar“ Það var fróðlegt að upplifa það að flokkarnir Vinstri grænir, Píratar og Samfylking vildu markaðsvæða raforkuna, sem þýðir að millliðum fjölgar frá framleiðanda til neytenda, sem þýðir að verð hækkar. Það var fróðlegt að upplifa það að í fréttum RUV var sagt að raforkuverð myndi ekki hækka. Það þarf ekki mjög gáfaðan einstakling til að sjá að ef milliliðum fjölgar þá hefur það áhrif á vöruverð. Það mun hækka og það er einmitt það sem við erum að sjá að er að rætast 5 árum eftir samþykkt orkupakka 3. Eiga heimilin í landinu líka von á 25 % verðhækkun á rafmagni? Það var fróðlegt að upplifa það að mörgum er alveg sama um hvort við missum valdið yfir orkumálum til erlendra aðila. Viljum við fá vindorkutúrbínuver upp um öll fjöll í eigu erlendra aðila, en á teikniborðinu eru um 40 slík verkefni? Verði bókun 35 samþykkt á Alþingi þá munu lög ESB verða rétthærri íslenskum lögum, sem þýðir að við ráðum okkur ekki lengur sjálf. Sjálfstæðismenn hafa lagt ríka áherslu á að bókun 35 verði samþykkt. Viðreisn leggur núna ríka áherslu á að Ísland sæki um aðild að ESB, eða “kíkja í pakkann” eins og sagt er. Það er einhver meinvilla í gangi með að kíkja í þennan ESB pakka og að þar verði einhverjar sér undanþágur fyrir Ísland, en því miður þá eru engar varanlegar undanþágur í ESB. Samfylkingin vill líka sækja um ESB en passar sig á að tala ekki um það því þá missa þeir atkvæði. Ef það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta málefni þá verður spurningin að vera rétt. Viltu að Ísland gangi í ESB? Og svarið er þá annað hvort já eða nei. Ef þú ert í vafa um hvað þú átt að kjósa, gefðu þá Lýðræðisflokki og Arnari Þór möguleika á að breyta hlutunum til batnaðar, heiðarlegri mann er erfitt að finna. Arnar Þór barðist ötullega við hlið Orkunnar okkar árið 2019, og hefur gert það síðan. Eitt af baráttumálum x-L er að standa vörð um fullveldi Íslands á öllum sviðum. Gáðu að því hvar þú setur þitt x á kosningardaginn. www.kjosumxl.is. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, frumkvöðull og í framboði fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður, 3. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Kosningar verða yfirstaðnar eftir viku. Þegar fólk gengur til kosninga þá langar mig til þess að minna fólk á hvaða flokkar það voru sem samþykktu 3ja orkupakkann á Alþingi 2019. Það var Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Vinstri Grænir, Viðreisn, Samfylking og Píratar sem samþykktu þetta, þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga innan Orkunnar okkar. Það var fróðlegt að taka þátt í samtökunum Orkunni okkar, sem var stofnuð með það fyrir augum að fræða almenning um 3ja orkupakkann og reyna að hindra það að Alþingismenn samþykktu hann. Greinarhöfundur var formaður samtakanna á þessum tíma. Það var fróðlegt að upplifa það að vera kölluð kverúlant, sjálfskipaður fullveldissinni, einangrunarsinni, Trumpisti, sviðsljósafíkil, þjóðernisremba, afturhaldssinni, popúlísti svo að eitthvað sé nefnt. Það var fróðlegt að upplifa það að RÚV, ríkisútvarpið, brást skyldu sinni, en RÚV á lögum samkvæmt (lög nr.23, 3.gr) að „Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varðar“ Það var fróðlegt að upplifa það að flokkarnir Vinstri grænir, Píratar og Samfylking vildu markaðsvæða raforkuna, sem þýðir að millliðum fjölgar frá framleiðanda til neytenda, sem þýðir að verð hækkar. Það var fróðlegt að upplifa það að í fréttum RUV var sagt að raforkuverð myndi ekki hækka. Það þarf ekki mjög gáfaðan einstakling til að sjá að ef milliliðum fjölgar þá hefur það áhrif á vöruverð. Það mun hækka og það er einmitt það sem við erum að sjá að er að rætast 5 árum eftir samþykkt orkupakka 3. Eiga heimilin í landinu líka von á 25 % verðhækkun á rafmagni? Það var fróðlegt að upplifa það að mörgum er alveg sama um hvort við missum valdið yfir orkumálum til erlendra aðila. Viljum við fá vindorkutúrbínuver upp um öll fjöll í eigu erlendra aðila, en á teikniborðinu eru um 40 slík verkefni? Verði bókun 35 samþykkt á Alþingi þá munu lög ESB verða rétthærri íslenskum lögum, sem þýðir að við ráðum okkur ekki lengur sjálf. Sjálfstæðismenn hafa lagt ríka áherslu á að bókun 35 verði samþykkt. Viðreisn leggur núna ríka áherslu á að Ísland sæki um aðild að ESB, eða “kíkja í pakkann” eins og sagt er. Það er einhver meinvilla í gangi með að kíkja í þennan ESB pakka og að þar verði einhverjar sér undanþágur fyrir Ísland, en því miður þá eru engar varanlegar undanþágur í ESB. Samfylkingin vill líka sækja um ESB en passar sig á að tala ekki um það því þá missa þeir atkvæði. Ef það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta málefni þá verður spurningin að vera rétt. Viltu að Ísland gangi í ESB? Og svarið er þá annað hvort já eða nei. Ef þú ert í vafa um hvað þú átt að kjósa, gefðu þá Lýðræðisflokki og Arnari Þór möguleika á að breyta hlutunum til batnaðar, heiðarlegri mann er erfitt að finna. Arnar Þór barðist ötullega við hlið Orkunnar okkar árið 2019, og hefur gert það síðan. Eitt af baráttumálum x-L er að standa vörð um fullveldi Íslands á öllum sviðum. Gáðu að því hvar þú setur þitt x á kosningardaginn. www.kjosumxl.is. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, frumkvöðull og í framboði fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður, 3. sæti.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun