Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 11:12 Í aðdraganda kosninga hafa margir stjórnmálaflokkar boðað skattahækkanir af því þeir ætla að leysa öll vandamál samfélagsins með auknum útgjöldum ríkissjóðs. Í mánuðinum lagði fráfarandi ríkisstjórn á tvo nýja skatta, þar af annan á almenning og hinn á ferðaþjónustuna. En hvar enda skattahækkanir, og hverjir bera raunverulegan kostnað þeirra? Skattahækkanir eru oft kynntar sem úrræði sem aðeins bitnar á „þeim með breiðustu bökin“ eða stórfyrirtækjum. En í raunveruleikanum hafa slíkar hækkanir víðtæk áhrif á alla í samfélaginu. Hvort sem það er beint eða óbeint, þá lendir aukin skattheimta á almenningi. Beinar skattahækkanir á almenning Beinar skattahækkanir, eins og hækkun á virðisaukaskatti eða tekjuskatti, hafa augljós áhrif. Þær draga úr ráðstöfunartekjum einstaklinga, skerða kaupmátt og þrengja að fjölskyldum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman. Sérstaklega verður þetta áþreifanlegt í núverandi verðbólguástandi, þar sem hækkandi kostnaður í öllum grunnþörfum – matvöru, húsnæði og fleira – gerir lífið dýrara fyrir alla. Óbeinar skattahækkanir – áhrif á fyrirtæki og neytendur Þegar skattar eru hækkaðir á fyrirtæki, eins og hækkun á tekjuskatti eða sérstökum umhverfissköttum, þurfa þau að bregðast við því. Algengasta leiðin er að velta kostnaðinum yfir á neytendur í formi hærra vöruverðs. Þannig endar skatturinn hjá almenningi, jafnvel þó skatturinn sé ekki lagður beint á hann. Ef fyrirtæki geta ekki velt kostnaðinum áfram, lenda þau í samdrætti. Þetta getur leitt til fækkunar starfa eða minni fjárfestinga, sem skerðir hagvöxt og minnkar tækifæri fyrir samfélagið í heild. Skattahækkanir og áhrif þeirra á einkaframtak og verðmætasköpun Þegar skattar eru hækkaðir um of, hefur það hamlandi áhrif á einkaframtak og verðmætasköpun í samfélaginu. Fyrirtæki og einstaklingar, sem myndu annars nýta fjármagn sitt til að skapa störf, fjárfesta í nýsköpun eða byggja upp ný fyrirtæki, neyðast til að draga saman seglin. Þetta minnkar svigrúm þeirra til að taka áhættu og þróa ný verkefni sem gætu leitt til aukinnar verðmætasköpunnar. Hærri skattar draga úr hvatanum til að stunda frumkvöðlastarfsemi og reka fyrirtæki sem leiðir til þess að tækifæri sem eru til staðar verða ekki gripinn. Hver greiðir fyrir skattahækkanir? Svarið er einfalt: það erum við öll. Hvort sem það er í gegnum hærra vöruverð, minni atvinnumöguleika eða skerðingu á kaupmætti. Almenningur er burðarás samfélagsins og endar ávallt með að bera kostnað skattahækkana, jafnvel þegar þær eru settar fram sem „réttlátar“. Lausnin – ábyrg fjármálastjórn Freistnivandi stjórnmálamanna er að lofa að gera allt fyrir alla og borga fyrir það með hærri sköttum. Frekar en að hækka skatta, ætti áherslan að vera á skynsamlega fjármálastjórn. Með því að draga úr sóun í opinberum rekstri, hætta við óskynsamleg verkefni og forgangsraða öðrum og skapa hagstæðara umhverfi fyrir atvinnulíf til að blómstra, má tryggja heilbrigðan ríkissjóð án þess að þyngja byrðar almennings. Of háir skattar setja keðjuverkandi neikvæð áhrif af stað. Þeir veikja undirstöður einkaframtaksins, sem er forsenda verðmætasköpunar og öflugs samfélags. Til að skapa heilbrigt umhverfi þar sem einstaklingar og fyrirtæki þrífast, er nauðsynlegt að viðhalda hóflegri skattheimtu sem hvetur til vaxtar fremur en samdráttar. Skattahækkanir virðast kannski einfaldar lausnir á yfirborðinu, en þegar grannt er skoðað lenda þær alltaf á sama stað – hjá venjulegu fólki. Það er kominn tími til að stjórnvöld endurskoði leiðir sínar og setji hagsmuni fólksins í forgang. Miðflokkurinn ætlar að lækka skatta, ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu ásamt því að hætta kostnaðarsömum gæluverkefnum ríkisins sem engu skila fyrir samfélagið. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga hafa margir stjórnmálaflokkar boðað skattahækkanir af því þeir ætla að leysa öll vandamál samfélagsins með auknum útgjöldum ríkissjóðs. Í mánuðinum lagði fráfarandi ríkisstjórn á tvo nýja skatta, þar af annan á almenning og hinn á ferðaþjónustuna. En hvar enda skattahækkanir, og hverjir bera raunverulegan kostnað þeirra? Skattahækkanir eru oft kynntar sem úrræði sem aðeins bitnar á „þeim með breiðustu bökin“ eða stórfyrirtækjum. En í raunveruleikanum hafa slíkar hækkanir víðtæk áhrif á alla í samfélaginu. Hvort sem það er beint eða óbeint, þá lendir aukin skattheimta á almenningi. Beinar skattahækkanir á almenning Beinar skattahækkanir, eins og hækkun á virðisaukaskatti eða tekjuskatti, hafa augljós áhrif. Þær draga úr ráðstöfunartekjum einstaklinga, skerða kaupmátt og þrengja að fjölskyldum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman. Sérstaklega verður þetta áþreifanlegt í núverandi verðbólguástandi, þar sem hækkandi kostnaður í öllum grunnþörfum – matvöru, húsnæði og fleira – gerir lífið dýrara fyrir alla. Óbeinar skattahækkanir – áhrif á fyrirtæki og neytendur Þegar skattar eru hækkaðir á fyrirtæki, eins og hækkun á tekjuskatti eða sérstökum umhverfissköttum, þurfa þau að bregðast við því. Algengasta leiðin er að velta kostnaðinum yfir á neytendur í formi hærra vöruverðs. Þannig endar skatturinn hjá almenningi, jafnvel þó skatturinn sé ekki lagður beint á hann. Ef fyrirtæki geta ekki velt kostnaðinum áfram, lenda þau í samdrætti. Þetta getur leitt til fækkunar starfa eða minni fjárfestinga, sem skerðir hagvöxt og minnkar tækifæri fyrir samfélagið í heild. Skattahækkanir og áhrif þeirra á einkaframtak og verðmætasköpun Þegar skattar eru hækkaðir um of, hefur það hamlandi áhrif á einkaframtak og verðmætasköpun í samfélaginu. Fyrirtæki og einstaklingar, sem myndu annars nýta fjármagn sitt til að skapa störf, fjárfesta í nýsköpun eða byggja upp ný fyrirtæki, neyðast til að draga saman seglin. Þetta minnkar svigrúm þeirra til að taka áhættu og þróa ný verkefni sem gætu leitt til aukinnar verðmætasköpunnar. Hærri skattar draga úr hvatanum til að stunda frumkvöðlastarfsemi og reka fyrirtæki sem leiðir til þess að tækifæri sem eru til staðar verða ekki gripinn. Hver greiðir fyrir skattahækkanir? Svarið er einfalt: það erum við öll. Hvort sem það er í gegnum hærra vöruverð, minni atvinnumöguleika eða skerðingu á kaupmætti. Almenningur er burðarás samfélagsins og endar ávallt með að bera kostnað skattahækkana, jafnvel þegar þær eru settar fram sem „réttlátar“. Lausnin – ábyrg fjármálastjórn Freistnivandi stjórnmálamanna er að lofa að gera allt fyrir alla og borga fyrir það með hærri sköttum. Frekar en að hækka skatta, ætti áherslan að vera á skynsamlega fjármálastjórn. Með því að draga úr sóun í opinberum rekstri, hætta við óskynsamleg verkefni og forgangsraða öðrum og skapa hagstæðara umhverfi fyrir atvinnulíf til að blómstra, má tryggja heilbrigðan ríkissjóð án þess að þyngja byrðar almennings. Of háir skattar setja keðjuverkandi neikvæð áhrif af stað. Þeir veikja undirstöður einkaframtaksins, sem er forsenda verðmætasköpunar og öflugs samfélags. Til að skapa heilbrigt umhverfi þar sem einstaklingar og fyrirtæki þrífast, er nauðsynlegt að viðhalda hóflegri skattheimtu sem hvetur til vaxtar fremur en samdráttar. Skattahækkanir virðast kannski einfaldar lausnir á yfirborðinu, en þegar grannt er skoðað lenda þær alltaf á sama stað – hjá venjulegu fólki. Það er kominn tími til að stjórnvöld endurskoði leiðir sínar og setji hagsmuni fólksins í forgang. Miðflokkurinn ætlar að lækka skatta, ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu ásamt því að hætta kostnaðarsömum gæluverkefnum ríkisins sem engu skila fyrir samfélagið. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun