Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2024 06:40 Sérfræðingar telja ólíklegt að Pútín láti til skarar skríða áður en Trump hefur tekið við stjórnartaumunum vestanhafs. Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að nota Oreshnik-eldflaugar til að gera árásir á Kænugarð og segir afl vopnsins sambærilegt við kjarnorkuvopn ef ítrekaðar árásir eru gerðar á sama skotmark. Líkir hann afleiðingum slíkrar árásar við það sem gerist þegar loftsteinn fellur til jarðar. „Við vitum, sögulega, hvaða lofsteinar hafa fallið hvar og hverjar afleiðingarnar voru. Stundum voru þær þannig að heilu vötnin mynduðust,“ sagði Pútín í gær. Um er að ræða eldflaugina sem skotið var á Dnipro í síðustu viku og Pútín segir ekkert loftvarnakerfi geta grandað. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um stigmögnun átaka síðustu daga en Rússar hafa hert bæði árásir sínar og orðræðu eftir að Vesturlönd heimiluðu Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim gegn skotmörkum í Rússlandi. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Selenskís, segir fullyrðingar Pútín um máttleysi loftvarnakerfa gegn Oreshnik-eldflaugunum hreinan tilbúning. Pútín hafi lítinn skilning á vopnum og hafi áður haldið því fram að Kinzhal-flaugar Rússa gætu komist framhjá öllum kerfum en það hefði reynst rangt. Þá heldur Podolyak því einnig fram að Oreshnik sé í raun skáldskapur; um sé að ræða gamla breytta flaug, ekki nýtt vopn. Pútín notaði einnig tækifærið í gær og tjáði sig um stöðu mála vestanhafs. Sagði hann Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta, vel gefinn og að hann myndi finna lausn varðandi Úkraínu. Þá sagði hann Joe Biden, fráfarandi forseta, annað hvort hafa heimilað notkun bandarískra vopna í Úkraínu til að setja Trump í betri samningsstöðu eða til að gera honum erfiðara fyrir varðandi samskiptin við Rússa. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Vladimír Pútín Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Líkir hann afleiðingum slíkrar árásar við það sem gerist þegar loftsteinn fellur til jarðar. „Við vitum, sögulega, hvaða lofsteinar hafa fallið hvar og hverjar afleiðingarnar voru. Stundum voru þær þannig að heilu vötnin mynduðust,“ sagði Pútín í gær. Um er að ræða eldflaugina sem skotið var á Dnipro í síðustu viku og Pútín segir ekkert loftvarnakerfi geta grandað. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um stigmögnun átaka síðustu daga en Rússar hafa hert bæði árásir sínar og orðræðu eftir að Vesturlönd heimiluðu Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim gegn skotmörkum í Rússlandi. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Selenskís, segir fullyrðingar Pútín um máttleysi loftvarnakerfa gegn Oreshnik-eldflaugunum hreinan tilbúning. Pútín hafi lítinn skilning á vopnum og hafi áður haldið því fram að Kinzhal-flaugar Rússa gætu komist framhjá öllum kerfum en það hefði reynst rangt. Þá heldur Podolyak því einnig fram að Oreshnik sé í raun skáldskapur; um sé að ræða gamla breytta flaug, ekki nýtt vopn. Pútín notaði einnig tækifærið í gær og tjáði sig um stöðu mála vestanhafs. Sagði hann Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta, vel gefinn og að hann myndi finna lausn varðandi Úkraínu. Þá sagði hann Joe Biden, fráfarandi forseta, annað hvort hafa heimilað notkun bandarískra vopna í Úkraínu til að setja Trump í betri samningsstöðu eða til að gera honum erfiðara fyrir varðandi samskiptin við Rússa.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Vladimír Pútín Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira