Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar 25. nóvember 2024 14:42 Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur vilja selja eigur ríkisins. Formaður Viðreisnar sagði í nýlegu viðtali að hún vilji selja fjármálafyrirtæki, lönd, fasteignir, lóðir „og svo framvegis“. 1 Lítil umræða hefur verið í yfirstandandi kosningabaráttu um þessi tilteknu atriði þrátt fyrir að vera mál sem snertir alla Íslendinga. Stjórnmálaflokkarnir tveir segjast vilja nota skammtímahagnaðinn til innviðauppbyggingar, en getur verið að þjóðin tapi á því til langs tíma? Ef hlutdeild ríkisins í arðgreiðslum bankanna er skoðuð síðustu 10 ár sést að Íslandsbanki og Landsbankinn hafa greitt rúmlega 255 milljarða króna beint til ríkissjóðs. Einungis lítill hluti þeirrar upphæðar hefði runnið til þjóðarinnar ef bankar hefðu greitt arð alfarið til einkaaðila og ríkið því orðið af gífurlegum fjárhæðum. Þetta gerir rúmlega 25 milljarða á ári að meðaltali og það þrátt fyrir að enginn arður hafi verið greiddur út árið 2020 vegna COVID. Við sölu á 57,5% hlut í Íslandsbanka hlaut ríkissjóður um 108 milljarða samanlagt, en þá upphæð hefðu bankarnir greitt ríkinu í arð á aðeins rúmum fjórum árum ef arðgreiðslur héldust stöðugar og enginn hluti bankanna hefði verið seldur. Þeir sömu tveir flokkar og vilja selja ríkiseignir til fjársterkra aðila hafa hvað mest verið á móti hækkun fjármagnstekjuskatts, sem nú er 22%. Ef við á Íslandi lítum til Skandinavíu til samanburðar á velferðarkerfi og innviðum sem virka hlýtur að sama skapi mega líta til fjármagnstekjuskatts. Í Svíþjóð er hann 30%, Noregi 37,8% og í Danmörku þrepaskiptur 27-42%. Ef fjármagna á velferðarkerfi fyrir alla þjóðfélagsþegna þarf að greiða fyrir það. Vissulega má nota skammtímahagnað af sölu banka til að fjármagna heilbrigðiskerfið eða greiða niður skuldir, en það sama hlýtur að gilda um arðgreiðslur sem renna beint inn í ríkissjóð. Viðreisn segist ekki vilja selja Landsvirkjun, væntanlega að hluta til vegna þess að þar fer fram afar arðbær starfsemi sem greiðir arð beint inn í ríkissjóð á hverju ári. Landsvirkjun greiddi ríkissjóði 30 milljarða í arð 2024, eða álíka mikið og samanlagðar arðgreiðslur Landsbankans og Íslandsbanka til eigenda sinna á þessu ári. Að sama skapi vilja þessir sömu flokkar frjálsa sölu áfengis, en rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á aukna neyslu samhliða frjálsri sölu. Þrátt fyrir einokunarverslun ríkisins hefur lýðheilsu þjóðarinnar hrakað með aukinni neyslu áfengis, til að mynda með sjöfaldri aukningu á áfengistengdum lifrarsjúkdómum frá aldamótum. Loforð um forvarnastarfsemi eftir að salan hefur verið gefin frjáls eru innantóm og mótsagnakennd. Ljóst er að tekjur ríkisins munu minnka við þessa breytingu samhliða auknum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. 2 Lóðir, lönd, fasteignir „og svo framvegis“ eru einnig til sölu með von um skjótfenginn gróða. Ísland er ríkt af auðlindum sem margar hverjar munu verða enn verðmætari í framtíðinni og land sem er selt úr höndum þjóðarinnar mun líklegast aldrei rata þangað aftur. Það þarf að fara fram umræða í þjóðfélaginu um hvað á að selja og í hvaða tilgangi. Það er margt sem er óljóst við fyrirhugaða sölu á eignum almennings. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að þeir sem tala fyrir sölu sýni fram á hvernig það geti verið hagstæðara fyrir almenning í landinu til lengri tíma litið. Það eru ekki einungis kjósendur 2024 sem eiga hagsmuna að gæta við sölu lands og eigna, heldur líka komandi kynslóðir. Í ljósi sögunnar þarf að fara varlega. Það er ekki langt síðan bankar í ríkiseigu voru seldir með skelfilegum afleiðingum fyrir flesta landsmenn á meðan aðrir högnuðust gífurlega, þar á meðal formenn þeirra flokka sem nú vilja selja allt á nýjan leik. 3 Höfundur er læknir og er ekki í framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur vilja selja eigur ríkisins. Formaður Viðreisnar sagði í nýlegu viðtali að hún vilji selja fjármálafyrirtæki, lönd, fasteignir, lóðir „og svo framvegis“. 1 Lítil umræða hefur verið í yfirstandandi kosningabaráttu um þessi tilteknu atriði þrátt fyrir að vera mál sem snertir alla Íslendinga. Stjórnmálaflokkarnir tveir segjast vilja nota skammtímahagnaðinn til innviðauppbyggingar, en getur verið að þjóðin tapi á því til langs tíma? Ef hlutdeild ríkisins í arðgreiðslum bankanna er skoðuð síðustu 10 ár sést að Íslandsbanki og Landsbankinn hafa greitt rúmlega 255 milljarða króna beint til ríkissjóðs. Einungis lítill hluti þeirrar upphæðar hefði runnið til þjóðarinnar ef bankar hefðu greitt arð alfarið til einkaaðila og ríkið því orðið af gífurlegum fjárhæðum. Þetta gerir rúmlega 25 milljarða á ári að meðaltali og það þrátt fyrir að enginn arður hafi verið greiddur út árið 2020 vegna COVID. Við sölu á 57,5% hlut í Íslandsbanka hlaut ríkissjóður um 108 milljarða samanlagt, en þá upphæð hefðu bankarnir greitt ríkinu í arð á aðeins rúmum fjórum árum ef arðgreiðslur héldust stöðugar og enginn hluti bankanna hefði verið seldur. Þeir sömu tveir flokkar og vilja selja ríkiseignir til fjársterkra aðila hafa hvað mest verið á móti hækkun fjármagnstekjuskatts, sem nú er 22%. Ef við á Íslandi lítum til Skandinavíu til samanburðar á velferðarkerfi og innviðum sem virka hlýtur að sama skapi mega líta til fjármagnstekjuskatts. Í Svíþjóð er hann 30%, Noregi 37,8% og í Danmörku þrepaskiptur 27-42%. Ef fjármagna á velferðarkerfi fyrir alla þjóðfélagsþegna þarf að greiða fyrir það. Vissulega má nota skammtímahagnað af sölu banka til að fjármagna heilbrigðiskerfið eða greiða niður skuldir, en það sama hlýtur að gilda um arðgreiðslur sem renna beint inn í ríkissjóð. Viðreisn segist ekki vilja selja Landsvirkjun, væntanlega að hluta til vegna þess að þar fer fram afar arðbær starfsemi sem greiðir arð beint inn í ríkissjóð á hverju ári. Landsvirkjun greiddi ríkissjóði 30 milljarða í arð 2024, eða álíka mikið og samanlagðar arðgreiðslur Landsbankans og Íslandsbanka til eigenda sinna á þessu ári. Að sama skapi vilja þessir sömu flokkar frjálsa sölu áfengis, en rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á aukna neyslu samhliða frjálsri sölu. Þrátt fyrir einokunarverslun ríkisins hefur lýðheilsu þjóðarinnar hrakað með aukinni neyslu áfengis, til að mynda með sjöfaldri aukningu á áfengistengdum lifrarsjúkdómum frá aldamótum. Loforð um forvarnastarfsemi eftir að salan hefur verið gefin frjáls eru innantóm og mótsagnakennd. Ljóst er að tekjur ríkisins munu minnka við þessa breytingu samhliða auknum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. 2 Lóðir, lönd, fasteignir „og svo framvegis“ eru einnig til sölu með von um skjótfenginn gróða. Ísland er ríkt af auðlindum sem margar hverjar munu verða enn verðmætari í framtíðinni og land sem er selt úr höndum þjóðarinnar mun líklegast aldrei rata þangað aftur. Það þarf að fara fram umræða í þjóðfélaginu um hvað á að selja og í hvaða tilgangi. Það er margt sem er óljóst við fyrirhugaða sölu á eignum almennings. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að þeir sem tala fyrir sölu sýni fram á hvernig það geti verið hagstæðara fyrir almenning í landinu til lengri tíma litið. Það eru ekki einungis kjósendur 2024 sem eiga hagsmuna að gæta við sölu lands og eigna, heldur líka komandi kynslóðir. Í ljósi sögunnar þarf að fara varlega. Það er ekki langt síðan bankar í ríkiseigu voru seldir með skelfilegum afleiðingum fyrir flesta landsmenn á meðan aðrir högnuðust gífurlega, þar á meðal formenn þeirra flokka sem nú vilja selja allt á nýjan leik. 3 Höfundur er læknir og er ekki í framboði.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun